Innlent Segja okrað á ökuritum Hátt verð á nýjum stafrænum skráningarkortum, svonefndum ökuritum, sem sett verða í flutninga- og langferðabíla frá næstu áramótum, stafar af því hversu hversu fá kort eru í umferð hverju sinni, segir Einar Solheim, fjármálastjóri Umferðarstofu. Innlent 14.10.2005 06:41 Mikill tilfinningadagur "Þetta er mikill tilfinningadagur," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Það vita allir hversu mikilhæfur og merkilegur stjórnmálamaður Davíð er." Þorgerður segir að mikill missir verði af Davíð. "Það sem Davíð hefur umfram okkur í stjórnmálum er að hann sér hluti fyrir fram sem við náum ekki alltaf að sjá." Innlent 14.10.2005 06:41 Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Mikil jarðskjálftahrina hófst seint í gærkvöldi á Reykjaneshrygg. Tugir skjálfta hafa orðið í nótt og samkvæmt frumniðurstöðum úr sjálfvirkri úrvinnslu á vegum Veðurstofu Íslands, riðu tveir stærstu skjálftarnir yfir skömmu fyrir klukkan hálffjögur. Mældist sá fyrri 3,1 á Richter og sá síðari 3,8. Innlent 14.10.2005 06:40 Afgreiðslu atvinnuleyfa flýtt Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa ákveðið í samráði við dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Samkvæmt því mun afgreiðsla umsóknanna taka mun skemmri tíma en áður og verður forgangur ríkisborgara þessara landa áréttaður að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara utan EES-ríkjanna. Innlent 14.10.2005 06:40 Sjávarútvegsráðherra í fjármálin Klukkustund áður en Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálum vissi Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að hann væri á leið í fjármálaráðuneytið. Innlent 14.10.2005 06:41 Lögregla lýsir eftir Frakka Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við franska sendiráðið þann 23. ágúst sl. og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi. Innlent 14.10.2005 06:40 Geir sækist eftir formannsembætti Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi sem fram fer 13. til 16. október. Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagði Davíð að augu manna beindust óhjákvæmilega að Geir án þess að hann lýsti yfir beinum stuðningi við hann. Innlent 14.10.2005 06:41 SUF fagnar ráðstöfun ríkisstjórnar Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar því að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að hleypa söluandvirði Símans ekki út í hagkerfið með því að ráðstafa rúmlega 32 milljörðum króna til niðurgreiðslu erlendra skulda og leggja megnið af því sem eftir er af söluandvirðinu inn á reikning í Seðlabankanum. Innlent 14.10.2005 06:40 Niðurstaða staðfesti hroðvirkni Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Innlent 14.10.2005 06:40 64% ánægð með ráðningu Páls Rúm 64 prósent landsmanna eru frekar eða mjög ánægð með ráðningu Páls Magnússonar í embætti útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, sem <em>mbl.is</em> greinir frá í dag. Enginn munur er á afstöðu karla og kvenna til ráðningar Páls, en töluverður munur er eftir aldri svarenda. Innlent 14.10.2005 06:40 Hrindir af stað uppeldisátaki Velferðarsjóður barna ætlar að hrinda af stað uppeldisátaki á næstu dögum. Bæklingur með tíu heilræðum til foreldra og forráðamanna barna sem eiga að vekja þá til umhugsunar um uppeldishlutverkið, verður sendur inn á hvert einasta heimili í landinu á næstu dögum. Þar er spurt hvernig foreldar ætli að koma börnunum sínum til manns og hvernig þeir vilji að börnin sín verði. Innlent 14.10.2005 06:40 Sprengjuhótun í vél Atlanta Hótun um sprengju kom fram í flugvél frá flugfélaginu Atlanta skömmu fyrir lendingu á Gatwick-flugvelli í London skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Flugmálstjórn Íslands fann áhafnarmeðlimur hótunina skrifaða á spegil á einum af salernum flugvélarinnar. Flugvélin lenti kl. 14 og var lagt á aviknum stað á flugvellinum þar sem farþegar voru færðir út úr flugvélinni. Innlent 14.10.2005 06:41 Kveð með söknuði Ég kveð auðvitað stjórnmálin með miklum söknuði því þau hafa verið líf mitt og yndi," sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundi í gær að loknum þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Innlent 14.10.2005 06:41 Hálka á Norður- og Austurlandi Vegagerðin varar við hálku á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Mývatnsheiði og snjóþekja á Hólasandi. Þá er hálka á á Hellisheiði eystri og hálkublettir eru bæði á Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfum. Innlent 14.10.2005 06:40 Davíð hættir í stjórnmálum Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Innlent 14.10.2005 06:41 Ákæruvaldið ávítað Saksókn mála hefur sætt gagnrýni dómstóla í nokkrum umfangsmiklum málum síðustu ár. Ber þar hæst stóra málverkafölsunarmálið og mál endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna. Nú eru tvö mál stór mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekist er á um vinnubrögð ákæruvaldsins. Innlent 14.10.2005 06:41 Endurskoði álögur á eldsneyti Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að taka til endurskoðunar álögur ríkisins á eldsneyti í tilkynningu sem sambandið sendir frá sér í dag. Innlent 14.10.2005 06:41 Birgir Ísleifur lætur af störfum Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður 70 ára í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar. Innlent 14.10.2005 06:41 Hefur komið víða við Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við. Innlent 14.10.2005 06:41 Blaðamannafundur klukkan 15.15 Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðuð til fundar í Valhöll klukkan tvö. Í kjölfarið, klukkan 15.15, hyggst Davíð Oddsson svo halda blaðamannafund og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann tilkynna þar að hann gefi ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bein útsending verður frá fundinum á <strong>Stöð 2</strong>, <strong>Bylgjunni</strong>, <strong>Talstöðinni</strong> og á <strong><a title="Blaðamannafundur Sjálfstæðisflokksins" href="http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=1002" target="_blank"><font color="#000080">VefTV Vísis</font></a></strong>. Innlent 14.10.2005 06:40 150 skjálftar á Reykjaneshrygg Mikil jarðskjálftahrina hófst úti á Reykjaneshrygg seint í gærkvöldi og hafa um 150 skjálftar mælst á svæðinu. Innlent 14.10.2005 06:40 Laun hækkuð hjá útvöldum "Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa að undanförnu hækkað laun þeirra starfsmanna sinna sem þykja eftirsóknarverðir til að tryggja að þeir hætti ekki," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Innlent 14.10.2005 06:41 Davíð verður seðlabankastjóri Davíð Odddsson tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í Valhöll að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þá tilkynnti hann einnig að hann hygðist láta af embætti utanríkisráðherra 27. september og taka við sem formaður bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Innlent 14.10.2005 06:41 Skemmdir á Nordica endurmetnar Komið hefur í ljós að ofmetnar voru skemmdir á tækjum og innanstokksmunum í ráðstefnusal á Hótel Nordica eftir grænar slettur mótmælenda í sumar. Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir aðild þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47 Erfitt að flytja inn vinnuafl Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að breytinga sé að vænta. Innlent 13.10.2005 19:47 Ekið á barn við Álakvísl Tólf ára drengur var fluttur á sjúkrahús laust eftir klukkan sex í kvöld eftir að hafa hjólað inn í hlið bifreiðar við Álakvísl í Reykjavík. Lögregla taldi drenginn þó hafa sloppið vel og meiðsli óveruleg. Innlent 13.10.2005 19:47 Óvissa um greiðslukortabrot Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47 Leið eins og á eyðieyju Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch segir það versta við fellibylinn hafa verið að missa sambandið heim og ná ekki í systur sína Helgu Hrönn. Henni hafi liðið eins og á eyðieyju fyrstu dagana því hjálpin var engin. Lilja lá á útidyrahurðinni í þrjár klukkustundir til að halda henni aftur á meðan fellibylurinn geisaði. Innlent 13.10.2005 19:46 Er ekki míní-Alþingi "Það er einfaldlega verið að reyna að koma í veg fyrir það að skoðanir sem eru óþægilegar fyrir stjórnarflokkana heyrist á fjórðungsþinginu," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, eftir fjórðungsþing Vestfjarða sem haldið var um helgina. Innlent 13.10.2005 19:47 Vantar 100 starfsmenn á Höfn Um hundrað starfsmenn vantar til starfa hjá fyrirtækjum á Höfn í Hornafirði, samkvæmt útreikningi vefmiðilsins Hornafjordur.is. Innlent 13.10.2005 19:47 « ‹ ›
Segja okrað á ökuritum Hátt verð á nýjum stafrænum skráningarkortum, svonefndum ökuritum, sem sett verða í flutninga- og langferðabíla frá næstu áramótum, stafar af því hversu hversu fá kort eru í umferð hverju sinni, segir Einar Solheim, fjármálastjóri Umferðarstofu. Innlent 14.10.2005 06:41
Mikill tilfinningadagur "Þetta er mikill tilfinningadagur," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Það vita allir hversu mikilhæfur og merkilegur stjórnmálamaður Davíð er." Þorgerður segir að mikill missir verði af Davíð. "Það sem Davíð hefur umfram okkur í stjórnmálum er að hann sér hluti fyrir fram sem við náum ekki alltaf að sjá." Innlent 14.10.2005 06:41
Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Mikil jarðskjálftahrina hófst seint í gærkvöldi á Reykjaneshrygg. Tugir skjálfta hafa orðið í nótt og samkvæmt frumniðurstöðum úr sjálfvirkri úrvinnslu á vegum Veðurstofu Íslands, riðu tveir stærstu skjálftarnir yfir skömmu fyrir klukkan hálffjögur. Mældist sá fyrri 3,1 á Richter og sá síðari 3,8. Innlent 14.10.2005 06:40
Afgreiðslu atvinnuleyfa flýtt Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa ákveðið í samráði við dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Samkvæmt því mun afgreiðsla umsóknanna taka mun skemmri tíma en áður og verður forgangur ríkisborgara þessara landa áréttaður að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara utan EES-ríkjanna. Innlent 14.10.2005 06:40
Sjávarútvegsráðherra í fjármálin Klukkustund áður en Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálum vissi Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að hann væri á leið í fjármálaráðuneytið. Innlent 14.10.2005 06:41
Lögregla lýsir eftir Frakka Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við franska sendiráðið þann 23. ágúst sl. og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi. Innlent 14.10.2005 06:40
Geir sækist eftir formannsembætti Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi sem fram fer 13. til 16. október. Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagði Davíð að augu manna beindust óhjákvæmilega að Geir án þess að hann lýsti yfir beinum stuðningi við hann. Innlent 14.10.2005 06:41
SUF fagnar ráðstöfun ríkisstjórnar Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar því að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að hleypa söluandvirði Símans ekki út í hagkerfið með því að ráðstafa rúmlega 32 milljörðum króna til niðurgreiðslu erlendra skulda og leggja megnið af því sem eftir er af söluandvirðinu inn á reikning í Seðlabankanum. Innlent 14.10.2005 06:40
Niðurstaða staðfesti hroðvirkni Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Innlent 14.10.2005 06:40
64% ánægð með ráðningu Páls Rúm 64 prósent landsmanna eru frekar eða mjög ánægð með ráðningu Páls Magnússonar í embætti útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, sem <em>mbl.is</em> greinir frá í dag. Enginn munur er á afstöðu karla og kvenna til ráðningar Páls, en töluverður munur er eftir aldri svarenda. Innlent 14.10.2005 06:40
Hrindir af stað uppeldisátaki Velferðarsjóður barna ætlar að hrinda af stað uppeldisátaki á næstu dögum. Bæklingur með tíu heilræðum til foreldra og forráðamanna barna sem eiga að vekja þá til umhugsunar um uppeldishlutverkið, verður sendur inn á hvert einasta heimili í landinu á næstu dögum. Þar er spurt hvernig foreldar ætli að koma börnunum sínum til manns og hvernig þeir vilji að börnin sín verði. Innlent 14.10.2005 06:40
Sprengjuhótun í vél Atlanta Hótun um sprengju kom fram í flugvél frá flugfélaginu Atlanta skömmu fyrir lendingu á Gatwick-flugvelli í London skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Flugmálstjórn Íslands fann áhafnarmeðlimur hótunina skrifaða á spegil á einum af salernum flugvélarinnar. Flugvélin lenti kl. 14 og var lagt á aviknum stað á flugvellinum þar sem farþegar voru færðir út úr flugvélinni. Innlent 14.10.2005 06:41
Kveð með söknuði Ég kveð auðvitað stjórnmálin með miklum söknuði því þau hafa verið líf mitt og yndi," sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundi í gær að loknum þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Innlent 14.10.2005 06:41
Hálka á Norður- og Austurlandi Vegagerðin varar við hálku á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Mývatnsheiði og snjóþekja á Hólasandi. Þá er hálka á á Hellisheiði eystri og hálkublettir eru bæði á Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfum. Innlent 14.10.2005 06:40
Davíð hættir í stjórnmálum Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Innlent 14.10.2005 06:41
Ákæruvaldið ávítað Saksókn mála hefur sætt gagnrýni dómstóla í nokkrum umfangsmiklum málum síðustu ár. Ber þar hæst stóra málverkafölsunarmálið og mál endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna. Nú eru tvö mál stór mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekist er á um vinnubrögð ákæruvaldsins. Innlent 14.10.2005 06:41
Endurskoði álögur á eldsneyti Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að taka til endurskoðunar álögur ríkisins á eldsneyti í tilkynningu sem sambandið sendir frá sér í dag. Innlent 14.10.2005 06:41
Birgir Ísleifur lætur af störfum Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður 70 ára í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar. Innlent 14.10.2005 06:41
Hefur komið víða við Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við. Innlent 14.10.2005 06:41
Blaðamannafundur klukkan 15.15 Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðuð til fundar í Valhöll klukkan tvö. Í kjölfarið, klukkan 15.15, hyggst Davíð Oddsson svo halda blaðamannafund og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann tilkynna þar að hann gefi ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bein útsending verður frá fundinum á <strong>Stöð 2</strong>, <strong>Bylgjunni</strong>, <strong>Talstöðinni</strong> og á <strong><a title="Blaðamannafundur Sjálfstæðisflokksins" href="http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=1002" target="_blank"><font color="#000080">VefTV Vísis</font></a></strong>. Innlent 14.10.2005 06:40
150 skjálftar á Reykjaneshrygg Mikil jarðskjálftahrina hófst úti á Reykjaneshrygg seint í gærkvöldi og hafa um 150 skjálftar mælst á svæðinu. Innlent 14.10.2005 06:40
Laun hækkuð hjá útvöldum "Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa að undanförnu hækkað laun þeirra starfsmanna sinna sem þykja eftirsóknarverðir til að tryggja að þeir hætti ekki," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Innlent 14.10.2005 06:41
Davíð verður seðlabankastjóri Davíð Odddsson tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í Valhöll að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þá tilkynnti hann einnig að hann hygðist láta af embætti utanríkisráðherra 27. september og taka við sem formaður bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Innlent 14.10.2005 06:41
Skemmdir á Nordica endurmetnar Komið hefur í ljós að ofmetnar voru skemmdir á tækjum og innanstokksmunum í ráðstefnusal á Hótel Nordica eftir grænar slettur mótmælenda í sumar. Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir aðild þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47
Erfitt að flytja inn vinnuafl Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að breytinga sé að vænta. Innlent 13.10.2005 19:47
Ekið á barn við Álakvísl Tólf ára drengur var fluttur á sjúkrahús laust eftir klukkan sex í kvöld eftir að hafa hjólað inn í hlið bifreiðar við Álakvísl í Reykjavík. Lögregla taldi drenginn þó hafa sloppið vel og meiðsli óveruleg. Innlent 13.10.2005 19:47
Óvissa um greiðslukortabrot Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47
Leið eins og á eyðieyju Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch segir það versta við fellibylinn hafa verið að missa sambandið heim og ná ekki í systur sína Helgu Hrönn. Henni hafi liðið eins og á eyðieyju fyrstu dagana því hjálpin var engin. Lilja lá á útidyrahurðinni í þrjár klukkustundir til að halda henni aftur á meðan fellibylurinn geisaði. Innlent 13.10.2005 19:46
Er ekki míní-Alþingi "Það er einfaldlega verið að reyna að koma í veg fyrir það að skoðanir sem eru óþægilegar fyrir stjórnarflokkana heyrist á fjórðungsþinginu," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, eftir fjórðungsþing Vestfjarða sem haldið var um helgina. Innlent 13.10.2005 19:47
Vantar 100 starfsmenn á Höfn Um hundrað starfsmenn vantar til starfa hjá fyrirtækjum á Höfn í Hornafirði, samkvæmt útreikningi vefmiðilsins Hornafjordur.is. Innlent 13.10.2005 19:47