Innlent

Fréttamynd

Tæp 25% bíla stóðust ekki skoðun

Tæplega 120 þúsund bílar fóru í aðalskoðun á síðasta ári. 24,4 prósent af þeim stóðust ekki skoðun. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Umferðarstofu. Alls voru tæp 236 þúsund ökutæki á skrá í fyrra sem er aukning um 12.500 ökutæki frá árinu á undan. Nýskráð ökutæki voru rétt rúm 19 þúsund og voru rúm 16 þúsund þeirra ný. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er 9,9 ár.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ákæra í Baugsmáli standi

Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi.

Innlent
Fréttamynd

Baugsákærur standi allar

Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Stefna olíufélaga þingfest

Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarútgjöld hafi aukist um 11,8%

Þjóðarútgjöld eru talin hafa vaxið um 11,8 prósent að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Landsframleiðslan jókst hins vegar mun minna vegna mikils innflutnings eða um 6,8 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fær enga aðstoð frá kerfinu

Kristinn Rúnar Magnússon, sem er 26 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum fyrir sjö árum með skelfilegum afleiðingum. Hann hefur verið 75 prósent öryrki síðan og býr enn í foreldrahúsum. Móðir hans segir að enginn vilji aðstoða þau og hjálpa honum að standa á eigin fótum. Hún segir kerfið hafa brugðist og að álagið á fjölskylduna sé hræðilegt.

Innlent
Fréttamynd

Hugað verði að Vesturlandsvegi

Ekki verður farið í að tvöfalda um eins kílómetra langan kafla af Vesturlandsvegi frá Skarhólabraut að Langatanga í Mosfellsbæ fyrr en eftir þrjú til fjögur ár vegna fjárskorts. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar er mjög ósátt við þetta og finnst með ólíkindum að þessi fjölfarni vegur skuli sitja á hakanum þegar verið er að útdeilda fjármagni vegna sölu Símans.

Innlent
Fréttamynd

FL Group og Fons ræða sameiningu

Stjórnir FL GROUP hf. og eignarhaldsfélagsins Fons, sem á flugfélögin Sterling og Maersk Air hafa ákveðið að hefja viðræður um fjárfestingu og/eða kaup FL Group á Sterling og Maersk. Tilkynning þessa efnis var send Kauphöllinni í kvöld. Í tilkynningu frá FL Group segir að viðræður hafi ekki enn hafist og því sé óvíst á þessu stigi hver niðurstaðan verður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandsmiðill og Tengir fá boltann

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, segir að engin beiðni liggi fyrir frá Digital Ísland um dreifingu á Enska boltanum. "Komi sú beiðni getum við óskað þess að okkar myndlykill verði notaður."

Innlent
Fréttamynd

Launahækkanir óæskilegar

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir að það versta sem verkalýðshreyfingin geti gert fyrir launafólk er að krefjast hækkunar launa við endurskoðun kjarasamninga. Það jyki verðbólgu og kæmi á víxlverkun launa og verðlags og kaupmáttaraukningin varði skammt. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vilja sektarúrskurð ómerktan

Þingfest voru í gærmorgun mál olíufélaganna Skeljungs og Olís á hendur samkeppnisyfirvöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í júní var þingfest sambærilegt mál Kers. Stefnur félaganna eru keimlíkar, en þau vilja freista þess að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnisyfirvalda um samráð þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Morðmáli frestað á ný

Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær og frestað fram í næsta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Með nauðgunarlyf í plasthylkjum

Tveir 25 ára gamlir menn voru dæmdir í mánaðarfangelsi og til að sæta upptöku á rúmum fimmtán grömmum af amfetamíni, tæpu grammi af kókaíni og 38 millilítrum af smjörsýru. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands, var skilorðsbundinn í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Tjón talið nema hundruðum þúsunda

Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu að tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut svo dyraumbúnað og stóran sýningarglugga með rimlum fyrir með afturskóflunni. Tjón er talið nema hundruðum þúsunda.

Innlent
Fréttamynd

Ódýrari netsími

Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. 

Innlent
Fréttamynd

Engar séraðgerðir vegna verðbólgu

Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Actavis með nýtt húðlyf í Evrópu

Actavis hefur hafið sölu á nýju húðlyfi á mörkuðum í Evrópu. Um er að ræða samheitalyfið Terbinafine, sem sett var á markað nýlega þegar einkaleyfisvernd þess rann út. Lyfið er selt til 15 Evrópulanda en fleiri lönd munu bætast við fyrir árslok. Fyrstu pantanir námu um 10 milljónum taflna og reiknað er með að Terbinafine verði söluhæsta húðlyf Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 24 lög í forkeppni Eurovision

Sjónvarpið stefnir að því að 24 lög taki þátt í forkeppni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Jóhanna Jóhannsdóttir, aðstoðardeildarstjóri í innlendri dagskrárdeild hjá Ríkisútvarpinu, segir ekki fullmótað með hvaða hætti keppnin verði.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningar séu í uppnámi

Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið verst í Kópavogi

Staða starfsmannamála í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu hefur heldur lagast frá síðustu mánaðamótum þó enn vanti talsvert upp á að skólarnir séu fullmannaðir. Ástandið er sýnu verst í Kópavogi þar sem vantar fólk í hátt í tuttugu stöðugildi en upplýsingar um ástandið í Reykjavík fengust ekki þar sem þær liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

21 rúða brotin í grunnskóla

Sautján ára piltur braut 21 rúðu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Guðbergur Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi, segir ákveðin ummerki í kringum skólann hafa gefið vísbendingar um hver hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist nú 4,8 prósent

Verðbólga mælist nú 4,8 prósent á ársgrundvelli og hefur farið yfir viðmiðunarmörk Seðlabankans. Samkvæmt kjarasamningum frá 2004 má endurskoða samninga eða segja þeim upp fari verðbólga yfir mörkin.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðið með frekari leit í dag

Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Hafi bjargað lífi for­eldra sinna

Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk.

Innlent
Fréttamynd

Vilja flugið til Keflavíkur

Rúmlega hundrað hafa gerst stofnfélagar í þverpólitískum samtökum sem ætla að beita sér fyrir því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Stofnfundur verður haldinn 6. október.

Innlent
Fréttamynd

Hafi tapað miklu á lánabreytingum

ASÍ segir hjón á verkamannalaunum með dæmigert íbúðarlán frá Byggingasjóði verkamanna hafa tapað eitt hundrað þúsund krónum frá breytingunum á lánamarkaðnum í fyrra. Segir ASÍ að greiðslubyrgði þeirra væri um fimm þúsund krónum minni á mánuði ef engar breytingar hefðu orðið á lánamarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Davíð skoðaði Heimssýningu í Japan

Davíð Oddsson utanríkisráðherra skoðaði í dag Heimssýninguna í Aichi í Japan. Hann fór meðal annars í norræna sýningarskálann og þann japanska. Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fund með Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans. Á miðvikudaginn tekur utanríkisráðherra þátt í viðskiptaráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki munu kynna starfsemi sína.

Innlent
Fréttamynd

Mál í biðstöðu vegna dómaraskipta

Mál ákæruvaldsins vegna banaslyssins við Kárahnjúka í mars á síðasta ári er í biðstöðu vegna dómaraskipta. Ákæra í málinu var gefin út um miðjan apríl á þessu ári og hafa allir ákærðu komið fyrir Héraðsdóm Austurlands við þingfestingu málsins, en þeir eru yfirmenn hjá Arnarfelli, Impregilo og VIJV.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn vilja styrkja tengslin

Íbúar Vestur-Noregs hafa mikinn áhuga á að styrkja tengslin við Íslendinga og leggja sveitarfélög þar nú fjármuni í að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu, byggða á sameiginlegri sögu frændþjóðanna.

Innlent