Innlent

Fréttamynd

Íslendingar stela mestu

Alþjóðleg könnun meðal evrópskra smásöluverslunareiganda sýnir að íslenskt verslunarstarfsfólk stelur meiru frá atvinnurekendum sínum en starfsfólk annarra landa vestur og mið-Evrópu. Íslenskir eigendur telja að starfsfólk sitt valdi um 40 prósentum af rýrnun vegna þjófnaðs.

Innlent
Fréttamynd

Tillögu um uppsögn frestað

Tillögu um að segja Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, upp störfum sem bera átti upp á sveitarstjórnarfundi í dag var frestað til næsta fundar. Að sögn Gísla Gunnarssonar, forseta sveitarstjórnar, sem hugðist bera fram tillöguna, náðist sátt um þetta eftir að Ársæll Guðmundsson, sem er fulltrúi vinstri - grænna, baðst afsökunar á orðum sínum í garð Gísla og annarra sveitarstjórnarmanna í tengslum við deilur um það að Ársæli var synjað um ferðastyrk til þess að sækja sveitarstjórnarráðstefnu í Brussel.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra til fundar um bensínstyrk

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. >

Innlent
Fréttamynd

Fjárnám gert í eignum Hannesar

Fjárnám var gert í dag í eignum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem breskir dómstólar dæmdu fyrir meiðyrði í garð Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns.

Innlent
Fréttamynd

Mikil óvissa um úrslit

Um 23.000 íbúar í níu sveitarfélögum í Eyjafirði munu kjósa um sameiningu sveitarfélaga á laugardag. Flestir fulltrúar sameiningarnefndar þessara sveitarfélaga búast við almennri þátttöku. Það er einna helst að óttast sé að hún verði dræm á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Verkfall vofir yfir á Akranesi

Starfsemi leikskóla og fleiri stofnana á Akranesi raskast verulega ef verkfall um 150 félagsmanna í Starfsmannafélagi Akraness skellur á, á miðnætti á sunnudaginn, eins og útlit er fyrir. Starfsmenn Akranesbæjar kolfelldu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu í gær, með 75 prósentum atkvæða, aðallega vegna óánægju með starfsnám.

Innlent
Fréttamynd

Tekur fyrir uppsagnartillöguna

Sveitarstjórn Skagafjarðar mun í dag taka afstöðu til tillögu sem Gísli Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar, hyggst leggja fram um uppsögn Ársæls Guðmundssonar, sveitarstjóra Skagafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Áreiðanleikakönnun fylgi fjárlögum

Óskað var eftir því að fjármálaráðherra pantaði áreiðanleikakönnun til að framvísa með fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag og bent var á að forsendur fjárlagafrumvarpa stæðust iðulega ekki skoðun. Þá var ráðherra sakaður um auglýsingamennsku við kynningu frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Keppst um 1. sætið hjá Framsókn

Enn bætist á lista þeirra sem stefna á 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Linda Bentsdóttir, forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingabankanum, hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í sætið en hún hefur undanfarin ár starfað inna flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hannes selur hús sitt á Hringbraut

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor hefur selt hús sitt við Hringbraut fyrirtæki í eigu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Enskur dómur hefur úrskurðað að Hannes skuli greiða Jóni Ólafssyni tólf milljónir í bætur fyrir meiðyrði.

Innlent
Fréttamynd

Sumir borga en meira en aðrir

Í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um ráðstöfun söluandvirðis Símans spurði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hvernig og hvort ætlunin væri að innheimta veggjald af öðrum áfanga Sundabrautar. >

Innlent
Fréttamynd

Bílstjóri fagnar áfangasigri

Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrra­sumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Engin skýring á rafmagnsleysinu

Ekki hefur enn fengist skýring á því að rafmagnslaust varð um tíma víða á austanverðu höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær í u.þ.b. tuttugu mínútur. Truflanir urðu á útvarpssendingum og netsambandi en talsíma- og GSM-kerfin trufluðust ekki.

Innlent
Fréttamynd

Kynna tillögur vegna fuglaflensu

Tillögur að viðbrögðum íslenska ríkisins vegna hættu á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri verða kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum. Kostnaður við að hrinda tillögunum í framkvæmd gæti orðið á annað hundrað milljóna króna. Spánska veikin sem geisaði hér árið 1918, var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í menn.

Innlent
Fréttamynd

Olíuleki á Bústaðavegi

Á sjötta tímanum var Slökkvilið Reykjavíkur hvatt á Bústaðaveg við Öskjuhlíð vegna olíuleka. Komið hafði leki að olíutanki strætisvagns og var veginum lokað í 45 mínútur á  meðan hreinsun stóð yfir.  

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið koparpening

Eitt stærsta safn miðaldaleirkerjabrota á Íslandi hefur fundist við fornleifauppgröft á Gásum við Eyjafjörð undanfarin ár og þá hefur fundist þar það sem talið er koparpeningur sem er sá fyrsti sem finnst við Gásakaupstað.

Innlent
Fréttamynd

Sameining ólíkleg á Suðurlandi

Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni lofar góðu

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á virkni bóluefnis gegn leghálskrabbameini lofa mjög góðu. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og HPV - rannsóknarsetur tóku þátt í rannsókninni sem gerð var á vegum breska lyfjafyrirtækisins Merck og eru jafnframt með stærsta rannsóknarsetrið á heimsvísu sem tók þátt, því í rannsókninni tóku þátt 700 konur á Íslandi og þykir það stórt hlutfall.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að liðsinna Aroni Pálma

Geir Haarde utanríkisráðherra segir að stjórnvöld ætli að skoða frekar hvað hægt verði að gera til að liðsinna Aroni Pálma Ágústssyni. Forstöðumaður Barnaverndarstofu telur að barátta stuðningsmanna Arons hér á landi hafi lítil áhrif og segir að varlega þurfi að fara að ríkisstjóranum í Texas.

Innlent
Fréttamynd

Flúði út um glugga

"Ég var bara heppin að vakna við hitann því í kjallaranum er hvorki reykskynjari, né slökkvitæki," segir Rakel Sara Ríkharðsdóttir, tæplega sautján ára gömul stúlka sem forðaði sér út um lítinn kjallaraglugga eftir að kviknaði í út frá kerti í herbergi þar sem hún sofnaði út frá sjónvarpi, á Selfossi á miðvikudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur lést í Danmörku

Íslendingur lét lífið á aðfaranótt miðvikudags í bílslysi við bæinn Thisted í Danmörku þar sem hann bjó. Hann hét Bjarni Þórir Þórðarson og var 39 ára gamall. Slysið bar að með þeim hætti að hvellsprakk á bíl mannsins, sem þá missti stjórn á honum. Bíllinn valt og rann á hvolfi á tré.

Innlent
Fréttamynd

Ríkislögreglustjóri verst frétta

Ríkislögreglustjóri verst allra frétta af húsleit efnahagsbrotadeildar í gær sem gerð var að beiðni bresku lögreglunnar, enda sé aðgerðin ekki að frumkvæði Ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Farþegum um Leifsstöð fjölgar enn

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 18 prósent í september miðað við sama tíma í fyrra, fór úr tæpum 140 þúsund farþegum árið 2004 í tæpa 165 þúsund farþega nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Leifsstöðvar.

Innlent
Fréttamynd

Úhlutunin brýtur í bága

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við þá ákvörðun umhverfisráðs Akureyrarbæjar að úthluta Samskipum lóð undir framtíðaraðstöðu á Oddeyrartanga, áður en rammaskipulagi miðbæjarins er lokið. Forsvarsmaður verkefnisins „Akureyri í öndvegi“ segir að þessi úthlutun brjóti í bága við þá meginstefnu ráðsins að nýta svæðið fyrir íbúðabyggð og útivistarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Sækir um sitt gamla starf

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sem nýverið var færður úr starfi sóknarprests í Garðakirkju og boðin staða héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi norður, hefur nú sótt um sitt gamla embætti í Garðakirkju. Hans Markús vék úr þeirri stöðu fyrir skömmu eftir hatrammar deilur í sókninni. Sex aðrir prestar sækja um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um fjárnámskröfu

Lögmenn Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins funda nú um fjárnámskröfu Jóns á hendur Hannesi í húsakynnum sýslumannsins í Reykjavík. Hannes hefur lýst því yfir að hann muni láta lögmann sinn gera þá kröfu að fjárnámskröfu á hendur sér verði vísað til héraðsdóms.

Innlent
Fréttamynd

Írar í rafstöðvabraski hérlendis

Rafstöðvar ganga nú kaupum og sölum úr sendiferðabifreiðum fimm eða sex Íra sem aka á milli byggingar- og iðnaðarsvæða og bjóða til sölu. Kvartanir og að minnsta kosti ein kæra hafa borist bæði til lögreglunnar í Hafnarfirði og Rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur ómerkti sýknudóm

Hæstiréttur ómerkti og vísaði heim í hérað til aðalmeðferðar sýknudómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í fyrra. Maðurinn var sakaður um að hafa lagt til leigubílstjóra með óþekktu eggvopni, með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut átján sentimetra langan skurð á hálsi.

Innlent
Fréttamynd

Allt stefnir í verkfall

Allt virðist stefna í að til verkfalls komi hjá starfsmönnum Akranesbæjar eftir að kjarasamningur þeirra við launanefnd sveitarfélaga var kolfelldur með 75% greiddra atkvæða í gær. 235 voru á kjörskrá og tóku 175 manns þátt í kosningunni.

Innlent
Fréttamynd

Bort á lyfjalögum líðst ekki

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kvaðst líta málið mjög alvarlegum augum væri það rétt hjá landlækni að menn væru að fara á svig við lyfjalög. „Það verður ekki þolað. Við höfum haft áhyggjur af þessu í ráðuneytinu um hríð sem og landlæknisembættið og lyfjastofnun." >

Innlent