Innlent

Fréttamynd

Kirkjusókn jókst um 28% milli ára

Kirkjusókn í Reykjavíkurprófastsdæmunum tveimur, vestra og eystra, jókst um tuttugu og átta prósent fyrstu vikuna í október miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Reykjavíkurprófastdæmi eystra. Heildarfjöldi kirkjugesta þessa viku í ár nam rúmum tuttugu og fimm þúsundum.

Innlent
Fréttamynd

Blóðbankinn lýsir eftir hetjum

Blóðbankinn lýsir eftir hetjum og óskar eftir blóði til að geta brugðist við alvarlegum slysum, náttúruhamförum og þvíumlíku. Um níu þúsund manns gefa blóð hér á landi reglulega en það er um fimm prósent þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stórhuga hjá Sterling

Stefan Vilner, framkvæmdastjóri Sterling-flugfélagsins í Danmörku, segist fullviss um að innan tíu ára munu að minnsta kosti helmingur Dana nýta sér þjónustu lággjaldaflugfélaga fremur en annarra. Greinilegt er að innan Sterling eru menn stórhuga því í síðustu viku lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group sem nú á Sterling, því yfir að þar á bæ hyggðust menn fjórfalda verðmæti félagsins á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Skeljungur og Essó lækkuðu verð um helgina

Olíufélögin Skeljungur og Essó lækkuðu bensínverð um helgina og er lítrinn á sjálfsafgreiðslustöðvum hjá báðum félögum kominn niður undir 109 krónur. Samkvæmt heimasíðu Olís í morgun hafði engin lækkun orðið þar.

Innlent
Fréttamynd

23 teknir fyrir ölvunarakstur

Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur um helgina, þar af tólf í fyrrinótt. Þetta er óvenju mikið að sögn lögreglu og kann hún ekki skýringu á þessu.

Innlent
Fréttamynd

Konan komin í leitirnar

Kona sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í fjölmiðlum í gærkvöldi kom í leitirnar skömmu síðar, heil á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Varð vélarvana undan ströndum Grindavíkur

Vélarbilun varð í 180 tonna togbáti þegar hann var staddur u.þ.b. sex sjómílur út af Grindavík í gærkvöld með nokkurra manna áhöfn. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason sent til móts við bátinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrír Svíar létu lífið á Kanaríeyjum

Þrír létu lífið og 22 slösuðust, þar af fimm alvarlega, þegar rúta á vegum sænsku ferðaskrifstofunnar Apollo fór út af vegi og valt á Tenerife, einni af Kanaríeyjunum, í gær. Apollo-ferðaskrifstofan hefur nýhafið sölu hér á landi á ferðum til Kanaríeyja.

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega 100 manns í hrakningum

Rúmlega hundrað manns í u.þ.b. þrjátíu bílum lentu í hrakningum á þjóðveginum í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi þegar óveður skall þar á eins og hendi væri veifað. Mikil snjókoma fylgdi hvassviðrinu þannig að ekkert skyggni var og fljótlega fór að hlaða í skafla.

Innlent
Fréttamynd

Snjóflóð á Flateyrarvegi

Snjóflóð féll á Flateyrarvegi rétt fyrir utan kauptúnið, milli Sólbakka og Hvilftar, um eittleytið í dag . Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði sakaði engan og vegurinn var lokaður fólksbílaumferð í klukkutíma. En þó var snjóflóðið það grunnt að vegurinn var fær jeppum.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í Keflavík í gær

Nokkurt tjón hlaust af bruna í iðnaðarhúsnæði í Grófinni í Keflavík síðdegis í gær. Þaðan lagði svartan reyk og þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang lék talsverður eldur um rýmið á jarðhæð hússins; þar var rekinn Jóga-salur þar til fyrir nokkrum vikum. Inni voru húsgögn og virðist eldurinn hafa komið upp í sófa. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið.

Innlent
Fréttamynd

Litli leikklúbburinn á götunni

Þrymskviða, sem Litli leikklúbburinn ætlar að frumsýna á Ísafirði 12. nóvember, verður að öllum líkindum sýnt undir berum himni, samkvæmt héraðsfréttavefnum Bæjarins besta á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Álfar og tröll atvinnuskapandi

Álfar, tröll og norðurljósin gætu orðið Stokkseyringum féþúfa ef áform um þjóðfræðisafn verða að veruleika. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá kaupum 1200 fermetra húsnæðis í þessu skyni þar sem Hólmaröst er með fiskvinnslu, en hún flytur í Þorlákshöfn í byrjun næsta árs. Haft er eftir Benedikti G. Guðmundssyni, forsvarsmanni félagsins um þetta safn, að það gæti gefið Sunnlendingum forskot í málefnum tengdum þjóðfræði og menningartengdri ferðaþjónustu, ef vel tekst til.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skip bætist við flota Eyjamanna

Nýtt skip, Bergur VE 44, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum um miðjan dag í gær. Bergur kemur frá Póllandi en var keyptur í Noregi. Bergur er ísfisktogari, smíðaður í Danmörku 1998, er 10,50 metra breiður og 36 metrar á lengd. Skipið er samnefnt útgerðinni sem er fjölskyldufyrirtæki, eftir því sem fram kemur í Eyjafréttum. Þar segir einnig að Bergur sé hrein viðbót við flota Eyjamanna.

Innlent
Fréttamynd

Ný framsetning á leiðarkerfi

Leiðarlykill höfuðborgarsvæðisins, þar sem leiðarkerfi strætisvagna tekur á sig mynd neðanjarðarlestakerfis, kemur út í næstu viku. Höfundur kortsins hefur gengið með hugmyndina í maganum í meira en tuttugu ár og telur að það muni hvetja fleiri til að nota strætisvagna.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendur stofna félag

Stofnfundur aðstandendahóps Geðhjálpar verður haldinn í dag á Túngötu sjö klukkan tvö. Yfirskrift fundarins er Fram í dagsljósið. Árni Magnússon félagsmálaráðherra verður gestur fundarins og mun greina frá því sem er að gerast í málum geðsjúkra í félagsmálaráðurneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Nóttin nokkuð erilsöm

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, margir voru á ferli í miðborginni og mikið um pústra en enginn slasaðist alvarlega. Einnig þurfti lögreglan að hafa afkskipti af nokkrum heimilum vegna partíláta og hávaða. Tólf voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Nóttin var hins vegar róleg bæði hjá lögreglunni í Kópavogi og Hafnarfirði og sömu sögu er að segja frá Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki dómsmál vegna aflaheimilda

Formaður Landssambands íslenskra Útvegsmanna útilokar ekki að LÍÚ eða einstaka útvegsmenn höfði dómsmál í framhaldi af lögfræðiáliti sem lagt var fyrir aðalfund samtakanna. Í því eru aflaheimildir sagðar eign handhafa heimildanna en ekki sameign þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Færð og veður í dag:

Enn liggur allt innanlandsflug niðri vegna ísingar og ókyrrðar í lofti, en athugað verður með flug um klukkan ellefu. Þá er Holtavörðuheiðin lokuð vegna ófærðar og eu vegfarendum bent á að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og Ólafsfjarðarmúla.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður KB banka jókst um 163%

KB banki skilaði níu komma sjö milljarða króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi. Það er fjörutíu og sjö komma sex prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tæplega þrjátíu og fjórum og hálfum milljarði króna sem er aukning um rúmlega 163 prósent miðað við sama tíma árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Endurgreiddi 50 milljónir

Þróunarsamvinnustofnun Íslands greiddi rúmar fimmtíu milljónir króna til baka til ríkissjóðs á síðasta ári vegna hagstæðs gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunarinnar, er sá hluti fjárframlaga til stofnunarinnar sem fer til þróunarhjálpar í útlöndum með gengistryggingu. Það eru um 85 prósent framlaga.

Innlent
Fréttamynd

Krefst frávísunar á endurskoðun dóms

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, hefur krafist frávísunar á endurupptökukröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á fyrri úrskurði héraðsdóms. Hannes hefur farið fram á endur­skoðun á fyrri ákvörðun Héraðsdóms um að heimil sé aðför að Hannesi á grundvelli dóms í Bretlandi þar sem hann var sakfelldur fyrir meiðyrði.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður í uppnámi

Óþolandi óvissa ríkir um viðræður við Bandaríkjamenn um varnarsamninginn, segja stjórnarandstæðingar eftir fund með utanríkisráðherra. Ekkert hefur breyst síðan samningamenn komu heim, segir formaður utanríkismálanefndar.

Innlent