Innlent Framboðið ákveðið á föstudaginn Björn Ingi Hrafnsson lýsti yfir framboði sínu til fyrsta sætis í prófkjöri Framsóknarflokksins á laugardaginn. Innlent 20.11.2005 22:27 Ísland verði alþjóða fjármálamiðstöð Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, hefur verið skipaður formaður nefndar sem á að skoða hvernig Ísland geti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta í gær. Innlent 20.11.2005 22:28 Borgin tekur á móti flóttafólki Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa undirritað samning þess efnis að borgin sinni móttöku og þjónustu við flóttafólk sem hingað er komið frá Kólumbíu og Bosníu. Alls hafa 31 flúið hingað undan stríðsátökum í heimalöndum sínum, þar af átján börn. Innlent 20.11.2005 22:27 Kjör aldraðra batna minnst Tölur forsætisráðherra um að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi aukist um 60 prósent á síðustu tíu árum eiga ekki við um meirihluta aldraðra. Kaupmáttur þeirra hefur aðeins aukist um tæp tíu prósent á sama tíma. Sé horft aftur til ársins 1988 hef Innlent 20.11.2005 22:27 Sex í framboði Alls hafa sex manns gefið kost á sér til forvalskosninga hjá vinstri grænum í Kópavogi en kosið verður um fyrstu fjögur sæti listans þann 26. nóvember næstkomandi. Innlent 20.11.2005 22:27 Telur bæinn ógna fornminjum Herjólfsbæjarfélagið byggir nú landnámsbæ í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Formaður Byggðasafns Vestmannaeyja finnur framkvæmdinni flest til foráttu og óttast að þarna geti glatast merkar fornminjar. Árni Johnsen telur öllu óhætt, ekkert hafi fundist þegar farið var út í jarðvegsskipti undir landnámsbænum. Innlent 20.11.2005 22:28 Sober aftengir varnir tölva Um þessar mundir eru að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum í umferð á internetinu. Sober er sú tegund af óværu sem berst í tölvupósti. Ormurinn grefur sig í tölvuna þegar notandi opnar sýkt viðhengi sem borist hefur í tölvupósti. Innlent 20.11.2005 22:27 Digital Ísland á Akureyri Digital Ísland hóf formlega útsendingar á Akureyri síðastliðinn föstudag og var mikill handagangur í öskjunni í verslun Og Vodafone á Glerártorgi og hjá Radíónausti við að afhenda áskrifendum nýja myndlykla. Innlent 20.11.2005 22:28 Þarf að borga milljónabætur Prentsmiðjan Gutenberg þarf að borga bílstjóra rúmar 7,3 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar á samningi við hann. Þetta var ákveðið með dómi Hæstaréttar á fimmtudag.Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninum 1,7 milljónir króna í bætur. Innlent 20.11.2005 22:27 Vestfirðingar standa saman "Það var einhugur um það á þessum fundi að menn vildu ekki að tvær sýslur yrðu teknar af Vestfjörðunum og skipað undir Borgarnes," segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi. Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála boðaði til fundarins sem haldinn var á miðvikudag og kynntu nefndarmenn þar tillögur sínar um tilfærslu lögreglustjórnar. Innlent 20.11.2005 22:28 Mánuður fyrir fyrsta brotið 26 ára gamal Patreksfirðingur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudag þar sem hann var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot. Þar sem um fyrsta brot mannsins var að ræða var dómurinn skilorðsbundinn í tvö ár. Innlent 17.11.2005 22:12 Drukkinn átti að passa sig Maður fær ekki frekari bætur frá konu sem ók á hann í Strandgötu á Akureyri árið 1998. Hæstiréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem kröfum mannsins var hafnað, en í Hæstarétti krafðist hann tæpra 7 milljóna króna, auk málskostnaðar. Innlent 20.11.2005 22:27 Ávinningur hreyfingar tapast Ný rannsókn leiðir í ljós að þeir sem stunda reglubundna hreyfingu á yngri árum njóta ekki hreyfingarinnar, með tilliti til hættu á hjartaáföllum síðar, hætti þeir að hreyfa sig. Til að minnka líkur á hjartaáfalli þarf að halda áfram að hreyfa sig. Þeir sem hafa verið kyrrsetumenn ungir, geta hins vegar minnkað líkurnar á hjartaáfalli með því að byrja að hreyfa sig reglulega. Innlent 20.11.2005 22:27 Sótt á nýja markaði Ásprent Stíll ehf. á Akureyri hefur gengið frá kaupum á nýrri prentvél sem er mun fullkomnari og hraðvirkari en eldri vélar prentsmiðjunnar. G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, segir að nýja vélin stórauki samkeppnishæfni prentsmiðjunnar á landsvísu en kostnaður við kaup og uppsetningu vélarinnar er áætlaður um 80 milljónir króna. Innlent 20.11.2005 22:28 Virðir ekki trúnað Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, hefur fengið frá menntamálaráðuneytinu undirskriftalista með nöfnum 22 starfsmanna skólans sem fylgdi áskorun þeirra til ráðherrans um að bregðast við stjórnunarvanda skólans. Innlent 20.11.2005 22:28 Nefnd um bygg-ingu sjúkrahúss Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Alfreð Þorsteinsson framsóknarmaður mun veita nefndinni formennsku. Innlent 20.11.2005 22:27 Karlmaður dæmdur fyrir líkamsárás á fyrrum sambýliskonu Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjanes í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa veitt fyrrum sambýliskonu sinni líkamlega áverka, hótað henni lífláti og meinað henni að yfirgefa íbúð hans. Haldi hann skilorði í þrjú ár, fellur refsingin niður. Innlent 21.11.2005 18:07 Ólafur Guðmundsson læknir fékk viðurkenningu Barnaheilla Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í þetta sinn var hún veitt Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á Barna- og unglingeðdeild, fyrir að hafa um margra ára skeið verið ötull talsmaður barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Innlent 20.11.2005 16:23 Vaxandi hálka víða á vegum Á Vestfjörðum er éljagangur og vaxandi hálka er á vegum, einkum á heiðum. Á Hrafseyrarheiði er færð farin að spillast, þar er þæfingsfærð. Kólnandi veður er um allt land og vaxandi hálka er mjög víða á vegum. Innlent 20.11.2005 16:22 Alvarlegt slys ofan Sveinatungu Alvarlegt umferðarslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði nú á þriðja tímanum þegar fólksbíll hafnaði út í Norðurá, skammt ofan Sveinatungu. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. Innlent 20.11.2005 16:30 Avion tekur við framsækniverðlaunum Avion Group hlaut í gær viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tók við verðlaununum í Barcelona fyrir hönd fyrirtækisins. Innlent 20.11.2005 16:16 Bíll út í Norðurá í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn voru fyrr í dag kölluð út vegna bíls sem lent hafði ofan í Norðurá í Borgarfirði. Beiðni um hjálp var hins vegar afturkölluð en læknir, sjúkrabíll og lögregla munu vera komin á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er. Innlent 20.11.2005 15:23 Löng bið hjá Greiningarstöð ríkisins Grunnskólabörn þurfa að bíða í um og yfir tvö ár eftir greiningu hjá Greingar- og ráðgjafarmiðstöð ríkisins. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ástandið ekki viðunandi og horfir fram á vanda næstu árin. Styrktartónleikar fyrir Greiningarmiðstöðina verða haldnir í Landakotskirkju í dag klukkan fjögur. Innlent 20.11.2005 14:13 Mikil stemmning á vínsýningu í Smáralind Mikil stemmning er á Vínsýningu 2005 sem fram fer þessa helgi í Vetrargarðinum í Smáralind en í dag er hún opin milli klukkan eitt og sex. Innlent 20.11.2005 12:20 Vatnstjón í fjölbýlishúsi á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í bænum í gær en þar hafði vatn flætt um húsið eftir að húsráðandi á fjórðu hæð hafði gleymt að skrúfa fyrir krana. Vatnsskemmdirnar reyndust mestar í hans eigin íbúð en einnig urðu nokkrar skemmdir á íbúðum á neðri hæðum vegna vatnsflaumsins. Innlent 20.11.2005 10:28 Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. Innlent 20.11.2005 12:10 Valgerður tekur ekki sæti á listanum Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum. Innlent 20.11.2005 11:17 Réðst á lögreglumenn í miðborginni Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt, annar fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir ólæti. Sá síðarnefndi, sem var ölvaður, hafði þá ráðist á dyraverði skemmtistaðar í miðborginni. Þegar lögreglumenn hugðust róa hann og keyra hann heim réðst hann á þá og var hann því færður í fangageymslur þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. Innlent 20.11.2005 10:05 Tveir harðir árekstrar í borginni í gær Harður árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Súðarvogar í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöld. Engin slys urður á fólki en ung stúlka í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús í losti. Þá varð harður árekstur í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi til móts við Kársnesbraut í gærkvöld. Innlent 20.11.2005 10:00 Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Innlent 20.11.2005 09:58 « ‹ ›
Framboðið ákveðið á föstudaginn Björn Ingi Hrafnsson lýsti yfir framboði sínu til fyrsta sætis í prófkjöri Framsóknarflokksins á laugardaginn. Innlent 20.11.2005 22:27
Ísland verði alþjóða fjármálamiðstöð Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, hefur verið skipaður formaður nefndar sem á að skoða hvernig Ísland geti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta í gær. Innlent 20.11.2005 22:28
Borgin tekur á móti flóttafólki Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa undirritað samning þess efnis að borgin sinni móttöku og þjónustu við flóttafólk sem hingað er komið frá Kólumbíu og Bosníu. Alls hafa 31 flúið hingað undan stríðsátökum í heimalöndum sínum, þar af átján börn. Innlent 20.11.2005 22:27
Kjör aldraðra batna minnst Tölur forsætisráðherra um að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi aukist um 60 prósent á síðustu tíu árum eiga ekki við um meirihluta aldraðra. Kaupmáttur þeirra hefur aðeins aukist um tæp tíu prósent á sama tíma. Sé horft aftur til ársins 1988 hef Innlent 20.11.2005 22:27
Sex í framboði Alls hafa sex manns gefið kost á sér til forvalskosninga hjá vinstri grænum í Kópavogi en kosið verður um fyrstu fjögur sæti listans þann 26. nóvember næstkomandi. Innlent 20.11.2005 22:27
Telur bæinn ógna fornminjum Herjólfsbæjarfélagið byggir nú landnámsbæ í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Formaður Byggðasafns Vestmannaeyja finnur framkvæmdinni flest til foráttu og óttast að þarna geti glatast merkar fornminjar. Árni Johnsen telur öllu óhætt, ekkert hafi fundist þegar farið var út í jarðvegsskipti undir landnámsbænum. Innlent 20.11.2005 22:28
Sober aftengir varnir tölva Um þessar mundir eru að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum í umferð á internetinu. Sober er sú tegund af óværu sem berst í tölvupósti. Ormurinn grefur sig í tölvuna þegar notandi opnar sýkt viðhengi sem borist hefur í tölvupósti. Innlent 20.11.2005 22:27
Digital Ísland á Akureyri Digital Ísland hóf formlega útsendingar á Akureyri síðastliðinn föstudag og var mikill handagangur í öskjunni í verslun Og Vodafone á Glerártorgi og hjá Radíónausti við að afhenda áskrifendum nýja myndlykla. Innlent 20.11.2005 22:28
Þarf að borga milljónabætur Prentsmiðjan Gutenberg þarf að borga bílstjóra rúmar 7,3 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar á samningi við hann. Þetta var ákveðið með dómi Hæstaréttar á fimmtudag.Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninum 1,7 milljónir króna í bætur. Innlent 20.11.2005 22:27
Vestfirðingar standa saman "Það var einhugur um það á þessum fundi að menn vildu ekki að tvær sýslur yrðu teknar af Vestfjörðunum og skipað undir Borgarnes," segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi. Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála boðaði til fundarins sem haldinn var á miðvikudag og kynntu nefndarmenn þar tillögur sínar um tilfærslu lögreglustjórnar. Innlent 20.11.2005 22:28
Mánuður fyrir fyrsta brotið 26 ára gamal Patreksfirðingur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudag þar sem hann var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot. Þar sem um fyrsta brot mannsins var að ræða var dómurinn skilorðsbundinn í tvö ár. Innlent 17.11.2005 22:12
Drukkinn átti að passa sig Maður fær ekki frekari bætur frá konu sem ók á hann í Strandgötu á Akureyri árið 1998. Hæstiréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem kröfum mannsins var hafnað, en í Hæstarétti krafðist hann tæpra 7 milljóna króna, auk málskostnaðar. Innlent 20.11.2005 22:27
Ávinningur hreyfingar tapast Ný rannsókn leiðir í ljós að þeir sem stunda reglubundna hreyfingu á yngri árum njóta ekki hreyfingarinnar, með tilliti til hættu á hjartaáföllum síðar, hætti þeir að hreyfa sig. Til að minnka líkur á hjartaáfalli þarf að halda áfram að hreyfa sig. Þeir sem hafa verið kyrrsetumenn ungir, geta hins vegar minnkað líkurnar á hjartaáfalli með því að byrja að hreyfa sig reglulega. Innlent 20.11.2005 22:27
Sótt á nýja markaði Ásprent Stíll ehf. á Akureyri hefur gengið frá kaupum á nýrri prentvél sem er mun fullkomnari og hraðvirkari en eldri vélar prentsmiðjunnar. G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, segir að nýja vélin stórauki samkeppnishæfni prentsmiðjunnar á landsvísu en kostnaður við kaup og uppsetningu vélarinnar er áætlaður um 80 milljónir króna. Innlent 20.11.2005 22:28
Virðir ekki trúnað Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, hefur fengið frá menntamálaráðuneytinu undirskriftalista með nöfnum 22 starfsmanna skólans sem fylgdi áskorun þeirra til ráðherrans um að bregðast við stjórnunarvanda skólans. Innlent 20.11.2005 22:28
Nefnd um bygg-ingu sjúkrahúss Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Alfreð Þorsteinsson framsóknarmaður mun veita nefndinni formennsku. Innlent 20.11.2005 22:27
Karlmaður dæmdur fyrir líkamsárás á fyrrum sambýliskonu Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjanes í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa veitt fyrrum sambýliskonu sinni líkamlega áverka, hótað henni lífláti og meinað henni að yfirgefa íbúð hans. Haldi hann skilorði í þrjú ár, fellur refsingin niður. Innlent 21.11.2005 18:07
Ólafur Guðmundsson læknir fékk viðurkenningu Barnaheilla Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í þetta sinn var hún veitt Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á Barna- og unglingeðdeild, fyrir að hafa um margra ára skeið verið ötull talsmaður barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Innlent 20.11.2005 16:23
Vaxandi hálka víða á vegum Á Vestfjörðum er éljagangur og vaxandi hálka er á vegum, einkum á heiðum. Á Hrafseyrarheiði er færð farin að spillast, þar er þæfingsfærð. Kólnandi veður er um allt land og vaxandi hálka er mjög víða á vegum. Innlent 20.11.2005 16:22
Alvarlegt slys ofan Sveinatungu Alvarlegt umferðarslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði nú á þriðja tímanum þegar fólksbíll hafnaði út í Norðurá, skammt ofan Sveinatungu. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. Innlent 20.11.2005 16:30
Avion tekur við framsækniverðlaunum Avion Group hlaut í gær viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tók við verðlaununum í Barcelona fyrir hönd fyrirtækisins. Innlent 20.11.2005 16:16
Bíll út í Norðurá í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn voru fyrr í dag kölluð út vegna bíls sem lent hafði ofan í Norðurá í Borgarfirði. Beiðni um hjálp var hins vegar afturkölluð en læknir, sjúkrabíll og lögregla munu vera komin á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er. Innlent 20.11.2005 15:23
Löng bið hjá Greiningarstöð ríkisins Grunnskólabörn þurfa að bíða í um og yfir tvö ár eftir greiningu hjá Greingar- og ráðgjafarmiðstöð ríkisins. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ástandið ekki viðunandi og horfir fram á vanda næstu árin. Styrktartónleikar fyrir Greiningarmiðstöðina verða haldnir í Landakotskirkju í dag klukkan fjögur. Innlent 20.11.2005 14:13
Mikil stemmning á vínsýningu í Smáralind Mikil stemmning er á Vínsýningu 2005 sem fram fer þessa helgi í Vetrargarðinum í Smáralind en í dag er hún opin milli klukkan eitt og sex. Innlent 20.11.2005 12:20
Vatnstjón í fjölbýlishúsi á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í bænum í gær en þar hafði vatn flætt um húsið eftir að húsráðandi á fjórðu hæð hafði gleymt að skrúfa fyrir krana. Vatnsskemmdirnar reyndust mestar í hans eigin íbúð en einnig urðu nokkrar skemmdir á íbúðum á neðri hæðum vegna vatnsflaumsins. Innlent 20.11.2005 10:28
Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. Innlent 20.11.2005 12:10
Valgerður tekur ekki sæti á listanum Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum. Innlent 20.11.2005 11:17
Réðst á lögreglumenn í miðborginni Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt, annar fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir ólæti. Sá síðarnefndi, sem var ölvaður, hafði þá ráðist á dyraverði skemmtistaðar í miðborginni. Þegar lögreglumenn hugðust róa hann og keyra hann heim réðst hann á þá og var hann því færður í fangageymslur þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. Innlent 20.11.2005 10:05
Tveir harðir árekstrar í borginni í gær Harður árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Súðarvogar í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöld. Engin slys urður á fólki en ung stúlka í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús í losti. Þá varð harður árekstur í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi til móts við Kársnesbraut í gærkvöld. Innlent 20.11.2005 10:00
Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Innlent 20.11.2005 09:58