Innlent

Stofnfundur samráðsvettvangs trúfélaga á morgun
Samráðsvettvangur trúfélaga heldur stofnfund sinn á morgun í Tjarnarsal Ráðhússins. Að vettvangnum standa þrettán trúfélög og er markmiðið að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi.

Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði
Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var í dag formlega stofnuð við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með henni á að leitast við að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar og auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás og í að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum á þessu sviði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Landsvirkjun styrkir Ómar
Landsvirkjun ætlar að styrkja verkefni Ómars Ragnarssonar, Örkina, um fjórar milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti þessu yfir í opnum fundi í morgun. Ómar óskaði eftir því að Landsvirkjun styrkti verkefni hans en Ómar hefur verið að kvikmynda myndun Hálslóns.
Töluvert tjón í innbroti hjá Bræðrunum Ormsson
Töluvert tjón varð í raftækjaverslun Bræðranna Ormsson í Síðumúla í nótt þegar þjófur eða þjófar réðust þar inn og höfðu á brott með sér tvö dýr sjónvarpstæki.

Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega
Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor.

Sýknaður af ákæru um naugðun
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar.

Vantar peninga svo hægt sé að opna skíðasvæðið
Skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að hægt sé að opna skíðasvæði Ísfirðinga og verður það að öllum líkindum ekki opnað fyrr en eftir áramót. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en nægur snjór er kominn í Skutulsfjörð svo hægt sé að hefja skíðaiðkun.

Glitnir spáir 7 prósenta verðbólgu
Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,3 prósentum í 7,0 prósent í desember.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða
Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis.

700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru.

Kristrún Lind nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra
Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hefur hún störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum
Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun.

Reyndi að stinga lögreglu af með fíkniefni
Talsvert af fíkniefnum fannst í fórum ökumanns sem reyndi að stinga lögregluna í Reykjavík af í nótt. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók yfir gatanmót á rauðu, en eftir skamma en snarpa eftirför náðist hann
Sluppu ómeiddir í veltu í Skíðaskálabrekku
Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt í Skíðaskálabrekkunni á Suðurlandsvegi í nótt. Hálka var á vettvangi og ökumaður er auk þess grunaður um akstur undir áhrifum lyfja.

Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin.

Vilja 130 milljónir til viðbótar á fjárlögum til stjórnmálaflokka
Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra.
Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna.

Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær
Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af.

Heildarfjárfesting sveitarfélaga 41 milljarður á síðasta ári
Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman.

Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti.

Kaupmáttur eykst
Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum.

Krónan lækkaði fjórða daginn í röð
Töluverðar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í dag en krónan veiktist hratt í upphafi dags og fór vísitalan hæst í 127,8 stig í morgun. Gengisvísitalan endaði síðan í 126,96 stigum og veiktist því krónan um 0,5 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs
Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum

Metangasleiðsla frá Álfsnesi til Ártúnshöfða
Til stendur að leggja gasleiðslu frá Álfsnesi upp á Ártúnshöfða sem flytja á metangas sem framleitt er hjá Sorpu í Álfsnesi og notað verður til áfyllingar á stöð ESSO við Bíldshöfða.

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast.

Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi.
Bakkavör Group kaupir Fresh Cook Limited
Bakkavör Group hefur náð samkomulagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í breska samrekstrarfélaginu Fresh Cook Limited, sem hefur verið í eigu Bakkavarar Group og Rannoch Foods síðan í október 2004. Fresh Cook Limited sérhæfir sig í framleiðslu á réttum sem eru „tilbúnir til eldunar”.

Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag.

Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári