Körfuboltakvöld

Fréttamynd

Þola þeir ekki gott um­tal? „Helmingur minna leik­manna skilur ekki ís­lensku“

Daníel Guðni Guð­munds­son, þjálfari karla­liðs Kefla­víkur, segir vel geta verið að gott um­tal síðustu vikna hafi stigið ein­hverjum af hans leik­mönnum til höfuðs. Ekkert lið verði meistari á þessum tíma­punkti en Kefla­vík ætlar sér að verða bestir þegar úr­slita­keppnin tekur við. Kefla­vík og Njarðvík mætast í Bónus deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann er ekkert eðli­lega mikil­vægur “

Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og Bónus Körfuboltakvöld er á því að hann sé nú búinn að komast endanlega í gegnum hræðilegu meiðslin í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég myndi bróka hann inn í klefa“

Grindvíkingurinn Jordan Semple var sendur snemma í sturtu í stórleik Stjörnunnar og Grindavíkur í Bónusdeild karla í körfubolta í gær. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir ástæðuna fyrir því að Semple var rekinn út úr húsi af dómurum leiksins.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni

Tindastólsmenn voru í dauðafæri til að vinna toppslaginn á móti Grindavík í áttundu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta en útkoman var allt önnur en menn bjuggust við. Grindvíkingar, án tveggja byrjunarliðsmanna, sundurspiluðu Stólana og Bónus Körfuboltakvöld henti í einn góðan samanburð eftir að hafa orðið vitni að lélegasta leik Tindastólsliðsins í langan tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ha, átti ég metið?“

Bríet Sif Hinriksdóttir jafnaði þriggja stiga metið í efstu deild kvenna í körfubolta í síðustu umferð Bónusdeildar kvenna í körfubolta og það kom methafanum algjörlega í opna skjöldu í Körfuboltakvöldi kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Er Tóti Túr­bó of­metinn?

Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar, eða Tóta Túrbó, á tímabilinu var til umræðu í Körfuboltakvöldi en sérfræðingarnir í setti voru ekki alveg sammála um hversu góður Tóti er í körfubolta.

Körfubolti