Baugsmálið

Fréttamynd

Erfitt að leggja málið fram á ný

"Ég bjóst allt eins við þessari niðurstöðu. Það hlyti að koma til skoðunar að ef vísa ætti svo stórum hluta ákærunnar frá dómi kæmi til álita að vísa henni allri frá," segir Einar Þór Sverrisson verjandi Jóhannesar Jónssonar.

Innlent
Fréttamynd

Öllum ákæruliðum vísað frá

Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi

<font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum.  Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálinu gerð skil erlendis

Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Áfellisdómur segir lagaprófessor

Lagaprófessor við Háskóla Íslands telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur áfellisdóm yfir embætti ríkislögreglustjóra. Þá telur varaformaður allsherjarnefndar, Jónína Bjartmarz, rétt að kanna hvort eðlilegt sé að bæði meðferð rannsóknar og ákæruvald fari fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kosningaskrifstofan opnuð

Gísli Marteinn opnaði kosningaskrifstofu sína í gær í Aðalstræti 6. "Það hefur verið góð stemning hér í allan dag," sagði Gísli Marteinn í gær og bætti við að um þrjú hundruð manns hefðu mætt og lýst yfir stuðningi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á í Baugsmáli

Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ákæra í Baugsmáli standi

Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi.

Innlent
Fréttamynd

Baugsákærur standi allar

Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

21 rúða brotin í grunnskóla

Sautján ára piltur braut 21 rúðu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Guðbergur Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi, segir ákveðin ummerki í kringum skólann hafa gefið vísbendingar um hver hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Ættu að einblína á aðalatriðin

Sigurður Líndal prófessor segir að verði ákæruliðunum átján í Baugsmálinu vísað frá dómi geti ákæruvaldið rannsakað þá aftur og höfðað nýtt mál á hendur forsvarsmönnunum. Hann ræður saksóknara að einblína á aðalatriðin í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalanum blæðir

Landspítala - háskólasjúkrahúsi blæðir vegna deilna sérfræðilækna og yfirstjórnar innan hans. Mögulega koma deilurnar einnig niður á þjónustu við sjúklinga. Þetta segir Sigurður Guðmundsson landlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Enginn áfellisdómur

"Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með nýrri ákæru

Verði öllum átján ákæruliðunum, af þeim fjörutíu sem héraðsdómur hefur gert athugasemdir við í Baugsmálinu, vísað frá dómi er útlit fyrir að Jóhannes Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir verði ekki dæmd sek. Þetta segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. 

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaða staðfesti hroðvirkni

Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaða staðfesti hroðvirkni

Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar.

Innlent
Fréttamynd

Vönduð málsmeðferð í Baugsmálinu

Jón H. Snorrason saksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur um störf ákæruvaldsins, því ekki sé gefið að annmarkar séu á rannsókninni.

Innlent
Fréttamynd

Miklir annmarkar á ákærunum

Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Prestsmál rædd við biskup

Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískur undirtónn í Baugsmálinu

Í umfjöllun erlendra fjölmiðla um Baugsmálið er ásökunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Davíð Oddssyni gefið mikið vægi. Fjölmiðlarnir fjórir sem skoðaðir voru sérstaklega segja allir að pólitískan undirtón megi greina í málinu. Einn segir íslenskt viðskiptaumhverfi fyrir rétti og annar að Baugur útiloki ekki að höfða skaðabótamál. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gögn sanna sekt segir Jón Gerald

Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Skrif um Baugsmálið í Bretlandi

Breskir fjölmiðlar fjalla áfram um Baugsmálið en á mjög misjöfnum nótum. Öll helstu dagblöðin eru með blaðamenn hér á landi til að kanna ákærurnar og viðbrögð við þeim.

Innlent
Fréttamynd

Baugur og ímynd þjóðarinnar

Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök.

Innlent
Fréttamynd

Segjast öll saklaus

Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar á öllum ákæruatriðum

Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Eðlileg skýring á ákæruatriðum

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Greiðslukortafærslur birtar

Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður.

Innlent
Fréttamynd

Verður rekið í réttarsal

Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal.

Innlent
Fréttamynd

Sakborningar ítrekuðu sakleysi

Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs og fimm öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi hans telur að málið taki allt að fjórar vikur í flutningi fyrir dómi. Stefnt er að því að ljúka meðferð málsins fyrir áramót. Fjölskipaður dómur dæmir í málinu í undirrétti.

Innlent