Erlent

Fréttamynd

Sharon aftur undir hnífinn

Nú fyrir nokkrum mínútum var byrjað að undirbúa aðgerð á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eftir að hann gekkst undir heilaskönnun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall í mótmælum gegn atvinnuástandinu í Írak

Tveir létust og tuttugu og fjórir særðust í óeirðum í bænum Nasiriyah í Írak í gær. Hundruð manna gengu um götur bæjarins og mótmæltu atvinnuástandinu í landinu en þar er atvinnuleysi allverulegt. Mótmælin fóru úr böndunum og til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu sem reyndi að róa lýðinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán látnir í óeirðum í fangelsi í Hondúras

Þrettán fangar létust í óeirðum í hámarksöryggisfangelsi í Hondúras. Upp úr sauð eftir að til átaka kom á milli tveggja hópa fanga og skiptust þeir á skotum með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir byssur. Tekist hefur að ná tökum á ástandinu en uppþot sem þessi eru tíð í fangeslum í Hondúras.

Erlent
Fréttamynd

Mikið fannfergi í Japan

Tvær aldraðar konur létust í Japan þegar hús þeirra gaf sig undan snjóþunga í borginni Hakusan, 300 kílómetra norðvestur af Tókýó. Eiginmaður annarrrar konunnar slapp lítið meiddur frá slysinu. Gríðarlega ofankoma hefur verið í Hakusan að undanförnu og var um eins og hálfs metra jafnfallinn snjór í borginni í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Námuverkamaður settur í súrefnismeðferð

Eini verkamaðurinn sem lifði af þegar sprenging varð í kolanámu í Vestur-Virginíu fyrr í vikunni hefur verið fluttur á sjúkrahús í Pittsburgh í Pennsylvaníu til súrefnismeðferðar. Læknar segja ástand Randals McCloy yngri enn alvarlegt en hann er í dái og hugsanlegt er að hann hafi hlotið heilaskaða.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu látnir eftir að gistihús hrundi í Mekka

Að minnsta kosti tuttugu biðu bana og tæplega sextíu eru slasaðir eftir að átta hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádi-Arabíu í gær. Byggingin var nánast tóm þegar slysið varð en margir voru á ferðinni nálægt gistihúsinu og urðu því undir brakinu. Um eitt þúsund björgunarsveitarmenn leita nú að fólki í rústum byggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Breska þingið endurskoðar eiturlyfjaflokkun kannabisefna

Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að endurskoða flokkun á kannabis. Kannabis hefur var lengst af flokkað í B flokki en var ekki hvað síst fyrir þrýsting frá lögreglunni, sett í C flokk fyrir nokkrum árum. Fari kannabis aftur í B flokk þýðir það þyngri viðurlög við neyslu og sölu þess. Breytingunni var ætlað að beina kröftum og eftirliti lögreglunnar að harðari eiturlyfjum eins og heróíni og krakki. Heimavarnarráðherra Bretlands, Charles Clark, hefur skipað endurskoðun á þessari ákvörðun þar sem nýjar rannsóknir sýna að kannbis hafi mun meiri áhrif á geðheilsu neytenda en áður hefur verið talið.

Innlent
Fréttamynd

Ítölskum gíslum sleppt í Jemen

Fimm ítölskum ferðamönnum sem rænt var í Jemen á nýársdag var sleppt í morgun, eftir því sem yfirvöld í Jemen greina frá. Það voru menn af tilteknum ættbálki í landinu sem rændu fólkinu en þeir kröfðust þess að ættingjum sínum yrði sleppt úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Sharon enn haldið sofandi í öndunarvél

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir heilablóðfallið sem hann fékk í fyrradag. Sharon gekkst undir sjö tíma langa aðgerð vegna heilablæðingarinnar í fyrrinótt og segja læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem, þar sem forsætisráðherrann dvelur, að honum verði haldið sofandi næstu tvo sólarhringana.

Erlent
Fréttamynd

Sterling sakað um brot á dönskum samkeppnislögum

Dönsk samkeppnisyfirvöld segja Lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög. Sterling innheimtir of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum. Kaupi viðskiptavinur flugmiða á tvö-hundruð og sextíu danskrar krónur getur hann þurft að borga þrjátíu krónur í kostnað sé borgað með ákveðnum kreditkortum eins og Diners Club eða American Express og tíu krónur borgi hann með Master Card eða Visa. Svo há gjöld innheimta kreditkortafyrirtækin ekki og Sterling tekur mismuninn og það segja dönsk samkeppnisyfirvöld vera ólöglegt.

Innlent
Fréttamynd

Ein glæsilegasta íshátíð í heimi

Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís.

Erlent
Fréttamynd

Námuverkamaðurinn sem bjargaðist liggur enn í dái

Eini námuverkamaðurinn sem bjargaðist eftir að hafa lokast inn í Sago kolanámunni í Virginíu fylki fyrr í vikunni, liggur enn í dái. Læknar óttast að maðurinn hafi hlotið heilaskaða vegna slyssins. Alls fórust 12 námuverkamenn þegar sprenging varð í námunni.

Erlent
Fréttamynd

Svarstýnir á bata

Læknar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, eru svartsýnir á að hann nái bata eftir heilablóðfallið sem hann fékk í gærkvöldi. Talsmaður Hamas-samtakanna segir gott að losna við Sharon, einn versta og grimmasta leiðtoga heimsins. Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráðherra landsins, hefur tekið við völdum.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður stríðsglæpamaður handtekinn í Bosníu-Herzegovínu

Dragomir Abazovic, sem grunaður er um stríðsglæpi í Bosníustríðinu, var handtekinn í gær á heimili sínu í Rogatica í Bosníu-Herzegovínu. Friðargæsluliðar Evrópusambandsins réðust til atlögu á heimili hans og særðu hann, eiginkonu hans og son þeirra. Eiginkona hans lést og bæði Abazovic og sonur hans eru særðir.

Erlent
Fréttamynd

Enginn slasaðist í sprengjuárás sem gerð var á rútu í Kosovo

Enginn slasaðist þegar sprengju var kastað á rútu sem var á ferð í Pristina í Kosovo í gærkvöldi. Rútan er mikið skemmd og þykir mildi að enginn þeirra 55 farþega sem voru í rútunni, hafi slasast. Þetta er önnur sprengjuárásin á innan við mánaðartímabili sem er gerð á rútu á þessari leið, frá bænum Dragas til Belgrad, höfuðborgar Serbíu.

Erlent
Fréttamynd

Á annað hundrað fallnir í árásum

Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003.

Erlent
Fréttamynd

Segja örn hafa drepið tvö þúsund hreindýr

Norskir hreindýrabændur fengu í fyrra greiddar bætur frá ríkinu vegna tvö þúsund dýra sem þeir segja að örn hafi drepið. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Alls fengu þeir 250 milljónir króna í bætur vegna 11.400 hreindýra sem annaðhvort örninn eða önnur rándýr eiga að hafa drepið.

Erlent
Fréttamynd

Tryggir gasframboð í Evrópu

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Mosvku, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja.

Innlent
Fréttamynd

Læknar svartsýnir á bata Sharons

Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Í það minnsta 80 fórust

Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis

Hjúkrunarkona í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis á háskólalóð. Hún sprautaði um fjörtíu manns með útvötnuðu bóluefni sem ekkert gagn var í. Hún drýgði bóluefnið með saltvatni og hafði heilar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu.

Erlent
Fréttamynd

Lík þess síðasta sem var saknað fundið

Björgunarmenn hafa fundið lík síðustu manneskjunnar, sem vitað er til þess að hafi verið saknað, í rústum skautahallar sem féll saman á mánudag í Þýskalandi. Alls létust því 15 manns í slysinu, þar af tólf börn.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur landa sína til að sniðganga vörur frá Ísrael

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur hvatt landa sína til að sniðaganga vörur frá Ísrael vegna óánægju með stefnu Ísraela í málefnum Palestínu. Flokkur hennar, Sósíalíski vinstriflokkurinn, hefur í lok mánaðarins átak til þess að auka skilning á málstað Palestínu og hvatningin er liður í því.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú lík til viðbótar fundust í skautahöll í Þýskalandi

Björgunarmenn hafa fundið lík þriggja manna til viðbótar sem létust þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenall í Þýskalandi hrundi undan snjóþunga á mánudag. Alls hafa því fjórtán fundist látnir eftir slysið, flestir þeirra börn og unglingar. Þá er eins enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn greiða tvöfalt hærra verð fyrir gasið

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Moskvu í gær, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var.

Erlent
Fréttamynd

Um fimmtíu létust í árásinni

49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima.

Erlent
Fréttamynd

Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum

Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu létust í sprengjuárás

Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004.

Erlent