Sænski handboltinn

Sveinn í undanúrslit | Tugur íslenskra marka í Svíþjóð
Sveinn Jóhannsson er kominn í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta. Þá skoruðu íslenskir leikmenn sænska úrvalsdeildarliðsins Skara alls tíu mörk í kvöld en það dugði ekki til.

Vandræði Bjarna og félaga halda áfram
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-30, en Skövde er nú án sigurs í 11 af seinustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum.

Mark ársins: Varði boltann yfir allan völlinn og í mark mótherjanna
Markverðir í handbolta hafa komist mun oftar á markalistann á síðustu árum eftir að lið fóru að taka markvörðinn sinn úr markinu. Það þykir þó vera nánast einsdæmi markið sem sænski handboltamarkvörðurinn Gracia Axelsson skoraði á dögunum.

Bjarni skoraði sjö í jafntefli | Tryggvi og félagar unnu nauman sigur gegn botnliðinu
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við jafntefli, 28-28, er liðið tók á móti Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Á sama tíma unnu Tryggvi Þórisson og félagar hans í Sävehof nauman tveggja marka sigur gegn botnliði Redbergslids, 27-29.

Arnar Freyr markahæstur hjá Melsungen í sigri gegn Gummersbach
Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur í liði Melsungen þegar liðið lagði lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýska handboltanum í kvöld. Þá voru Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð.

Dæmdur í ellefu leikja bann fyrir brot í sænska handboltanum
Einhver bið verður á því að sænski handboltamaðurinn Christoffer Brännberger spili aftur með liði sínu, Önnered. Hann hefur nefnilega verið dæmdur í ellefu leikja bann fyrir ljótt brot í leik gegn Malmö.

Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF
Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds.

Systurnar báðar heim í föðurfaðminn á Hlíðarenda
Ásdís Þóra Ágústsdóttir er snúin aftur í raðir Vals í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún kemur heim frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir um eins og hálfs árs dvöl.

Bjarni og félagar sneru taflinu við í bikarnum
Skövde, lið Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, er komið áfram í sænska bikarnum eftir endurkomusigur á Amo í dag.

„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“
Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum.

Tryggvi Þórisson nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna
Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna í Sävehof.

Kristiansand Evrópumeistari annað árið í röð
Kristiansand Vipers varð í gær Evrópumeistari kvenna í handbolta annað árið í röð. Liðið vann 33-31 sigur á Györi frá Ungverjalandi í Búdapest.

Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni
Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46.

Bjarni Ófeigur og félagar með bakið upp við vegg
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde eru með bakið upp við vegg í úrslitaeinvígi sænsku deildarinnar í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Ystads á heimavelli í kvöld, 27-31.

Bjarni og félagar hófu úrslitaeinvígið á tapi
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið tók á móti Ystads í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld, 28-30.

Bjarni Ófeigur með fimm mörk er Skövde tryggði sig í úrslit
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og liðsfélagar hans í Skövde eru komnir í úrslitaeinvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Bjarni og félagar tóku forystuna eftir sigur í vítakastkeppni
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu vægast sagt nauman sigur er liðið tók á móti Kristianstad í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitarimmu sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Grípa þurfti til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara.

Sú markahæsta búin að semja í Svíþjóð
Stórskyttan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Önnered.

Ásgeir Snær í sænsku úrvalsdeildina
Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið OV Helsingborg um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.

Andrea skoraði fimm er Kristianstad bjargaði sér frá falli
Landsliðskonan Andrea Jacobsen og stöllur hennar í Kristianstad björguðu sér frá falli úr sænsku efstu deildinni í handbolta með fimm marka sigri gegn Heid í kvöld, 31-26.