Hvalfjarðargöng

„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“
Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp.

Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness
Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið.

Hvalfjarðargöngunum lokað vegna bilaðs bíls
Lokað var fyrir umferð beggja megin við Hvalfjarðargöngin fyrr í kvöld. Er göngin voru opnuð á ný var um tíma var einungis hægt að keyra í átt að Akranesi en nú er einnig búið að opna fyrir umferð til Reykjavíkur.

Ökumaðurinn lést í slysinu við Hvalfjarðargöng
Karlmaður lést í bílslysi sem varð fyrir utan Hvalfjarðargöng um hálf átta í gærkvöldi. Að sögn vitna keyrði maðurinn á ofsahraða út af vegi og kastaðist úr bílnum.

Alvarlegt umferðarslys við Hvalfjarðargöng
Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið.

Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng
Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum.

Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins
Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni.

Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng
Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni.

Hvalfjarðargöngin opnuð aftur eftir slys
Hvalfjarðargöngunum var lokað á sjönda tímanum í dag vegna slyss sem varð þar. Göngin voru þó opnuð aftur upp úr klukkan sjö.

Hvalfjarðargöngum lokað tvisvar með stuttu millibili vegna umferðaróhappa
Hvalfjarðargöngum var lokað tvisvar síðdegis með stuttu millibili vegna umferðaróhappa. Í fyrra skiptið voru þau lokuð í yfir klukkustund en í það seinna í 40 mínútur. Ökumenn fóru út úr bílum sínum til að kaupa ís af ísbílnum sem sat einnig fastur.

Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim
Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig.

Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðaróhapp
Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð vegna umferðaróhapps. Ekki er vitað hversu lengi göngin verða lokuð.

Göngunum lokað vegna bilaðs bíls
Hvalfjarðargöngunum var lokað um tíma í dag eftir að bíll bilaði þar. Kalla þurfti til dráttarbíl en samkvæmt vegfarendum mynduðust langar biðraðir við göngin.

Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi
Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu.

Kviknaði í fólksbíl á leið inn í Hvalfjarðargöngin
Ökumaður slapp með skrekkinn þegar kviknaði í fólksbíl hans á leið inn í Hvalfjarðargöngin að norðanverðu á þriðja tímanum í dag. Slökkvilið er að ljúka störfum á staðnum.

Hvalfjarðargöng verða lokuð til tíu í dag
Hvalfjarðargöng opna ekki fyrr en klukkan 10:00 í dag en ekki klukkan 07:00 líkt og stóð til upphaflega.

Malbikun Hvalfjarðarganga frestað fram á annað kvöld
Uppfært: Framkvæmdum hefur verið frestað vegna veðurs. Þess í stað verður göngunumm lokað frá klukkan 22: 00 á þriðjudagskvöld til sjö að morgni miðvikudags.Hvalfjarðargöng verða lokuð frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið vegna malbikunarframkvæmda.

Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls
Loka þurfti Hvalfjarðargöngum á þriðja tímanum vegna bilaðs bíls í göngunum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þó nokkur bílaröð er eftir Vesturlandsvegi að göngunum bæði norðan og sunnan megin.

Hvalfjarðargöng verða lokuð aðfaranótt þriðjudags
Hvalfjarðargöngum verður lokað næstkomandi mánudagskvöld vegna malbikunarframkvæmda í göngunum. Þeim verður lokað klukkan 22 á mánudagskvöld og opna aftur klukkan 7 á þriðjudagsmorgun.

Árekstur í Hvalfjarðargöngum
Tilkynnt var um árekstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld.