Austur-Kongó

Fréttamynd

Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó

Á fjórða hundrað hafa sýkst af ebólu í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af gangi mála. Nokkur fjöldi ungra barna greinist með ebólu og árásir skæruliða hafa torveldað starf stofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

200 látnir í ebólufaraldri í Kongó

Meira en 200 manns eru nú látnir eftir nýjasta ebólu faraldur í Kongó samkvæmt þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Helmingur fórnarlambanna voru frá Beni, borg sem telur 800.000 manns, í norðurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin

Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin.

Erlent