Bretland

Fréttamynd

Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman

Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi.

Lífið
Fréttamynd

Segir sak­lausan Schofi­eld á­reittan í norna­veiðum

Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan.

Erlent
Fréttamynd

Gröf Vivienne Westwood vanhelguð

Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins.

Erlent
Fréttamynd

Bretar viður­kenna Holodomor sem þjóðar­morð

Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Skipu­lags­yfir­völd ó­sátt við Damon Albarn

Ís­lenski ríkis­borgarinn og popp­stjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitar­stjórn í De­von sýslu í suður­hluta Eng­lands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tón­listar­manninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis.

Lífið
Fréttamynd

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Lífið
Fréttamynd

Leitað við stíflu í máli McCann

Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

Fréttir
Fréttamynd

Lömuð sænsk kona föst á Bret­lands­eyjum vegna skrif­ræðis

Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi.

Erlent
Fréttamynd

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Bid­en sam­þykk­ir þjálf­un úkr­a­ínskr­a flug­mann­a

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí á leið til Hiroshima

Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu.

Erlent