Kynferðisleg áreitni valdamanna

Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum
Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum.

Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu
Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu.

Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun
24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers.

Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst
Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun.

Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York
Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni.

Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin
Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar.

Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar
Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri.

Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum.

Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni
Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni.

Depardieu ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi
Gérard Depardieu hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi. Leikarinn franski er sakaður um að hafa brotið á 22 ára leikkonu á heimili sínu árið 2018.

James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli
Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök.

Segir Armie Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektarmyndum í óleyfi
Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis.

Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari
Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn.

Sigmundur Ernir mátti ræða við Bryndísi Schram um viðkvæmt efni bókar hennar
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir engar siðareglur brotnar vegna viðtals Sigmundar Ernis við Bryndísi.

Kynferðisbrotamáli Jóns Baldvins á Spáni enn vísað frá dómi
Kynferðisbrotamáli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur enn verið vísað frá dómi en ákæruvaldinu mistókst að sýna fram á að umrædd háttsemi væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum.

Sautján milljónir dala úr þrotabúi og til fórnarlamba
Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni.

Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein
Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein.

Fyrirsæta sakar Bandaríkjaforseta um kynferðisárás
Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið.

Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru
Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum.