Kynferðisleg áreitni valdamanna

Fréttamynd

Fyrirsæta sakar Bandaríkjaforseta um kynferðisárás

Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið.

Erlent
Fréttamynd

Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Ep­stein

Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump

Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug

Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus.

Erlent
Fréttamynd

Domingo dregur í land með afsökunarbeiðni sína

Aðeins tveimur dögum eftir að hann bað konur afsökunar á að hafa sært þær neitaði spænski söngvarinn Plácido Domingo því að hann hefði verið ágengur við konur eða reynt að koma höggi á þær í starfi.

Erlent
Fréttamynd

Plácido Domingo biður konur af­sökunar

Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.