Sónar

Fréttamynd

Sunna tekur lagið með Tommy Genesis

Sunna Ben, plötusnúður og listakona, er búin að vera spennt fyrir Sónarhátíðinni lengi og þá sérstaklega því að berja tónlistarkonuna Tommy Genesis augum, en um daginn fékk Sunna tækifæri til að spila með Tommy þegar hana vantaði plötusnúð með sér á sviðið.

Lífið
Fréttamynd

Fatboy Slim: Smakkaði súrhval síðast

Ofurplötusnúðurinn Fatboy Slim mætir í annað sinn til landsins til þess að spila á Sónar nú um miðjan mánuð. Hann er mikill matmaður og smakkaði meðal annars súrhval í síðustu ferð en væri vel til í að smakka eitthvað villtara í þetta sinn.

Tónlist
Fréttamynd

Bókaði sig í ákveðnu hugsunarleysi

Örvar Smárason tónlistarmaður hefur lengi vel spilað um allan heim bæði með Múm og FM Belfast. Hann mun koma í fyrsta sinn fram einsamall á Sónarhátíðinni núna um miðjan febrúar en hann segist enn vera að finna út úr því hvað hann sé að fara að gera.

Tónlist
Fréttamynd

Fleiri bætast við á Sónar

Red Bull Music Academy snýr aftur á Sónar Reykjavík, þriðja árið í röð og hafa framúrskarandi tónlistarmenn verið valdir til að koma fram í Kaldalóni í Hörpu á Sónar dagana 16. -18. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Grímur, dulúð og nafnleynd

Hljómsveitir með meðlimi undir nafnleynd er ekki nýtt fyrirbæri. Stuðmenn voru í upphafi ferils síns leyniband og ferðuðust um landið með grímur. Hljómsveitin Slip­knot hefur ávallt komið fram með sínar sérstöku grímur og hefur mætt jakkafataklædd á rauða dregilinn með grímurnar á sér og ótal önnur dæmi. Við heyrðum í íslenskum (mis)leynilegum hljómsveitum og tónlistarfólki og reyndum að fræðast örlítið meira um þau og ástæður leyndarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

East of my Youth með lag í bandarískum sjónvarpsþætti

Raftónlistardúettinn East of my Youth seldi lag í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV. Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir, sem skipa dúettinn, eru búsettar í Berlín og eru að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu.

Tónlist
Fréttamynd

Á yfir 50.000 vínylplötur

Þýski raftónlistarmaðurinn Boys Noize kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Vínylplötuáhuginn kviknaði snemma og á hann yfir fimmtíu þúsund stykki.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Milljarður Rís í Hörpu

Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Hátíðin hefst kl. 11.45 og er í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Hættur á taugum og kominn í tónlist

Floating Points er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík sem hófst í Hörpu í gær. Hann er með doktorsgráðu í taugavísindum og gaf út sína fyrstu breiðskífu í fyrra.

Tónlist
Fréttamynd

Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar

"Harpa verður skemmtilega lýðræðisleg." Þeir Atli Bollason og Owen Hindley ætla sér að breyta tónlistarhúsinu Hörpu í eitt stórt hljóðfæri, eða réttara sagt ljósfæri, á Sónar Reykjavik tónlistarhátíðinni sem fram í fjórða skiptið nú í febrúar.

Lífið