Hús og heimili

Fréttamynd

Bókaskápar með gleri

Fátt skapar heimilislegri blæ en hillur fullar af bókum fyrir utan nú hvað það er hollt að geta teygt sig í góða bók og nært sálina með innihaldi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Ný alhliða þjónusta

Gluggalausnir eru nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gluggatjöldum og öllu sem þeim viðkemur. Fyrirtækið var stofnað fyrir aðeins mánuði síðan og hefur fengið góðar viðtökur hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Eldhúsið mitt er með sál

"Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona.

Lífið
Fréttamynd

Parkettgólf pússað upp

"Parkett verður ljótt og sjabbí á svona 15 til 20 árum, alveg sama þó aðeins hafi verið gengið á sokkaleistunum á því," segir Erlendur Þ. Ólafsson hjá Gólfþjónustu Íslands, sem sérhæfir sig meðal annars í að pússa upp parkettgólf.

Lífið
Fréttamynd

Auðveld tepphreinsun

Teppin safna oft miklu ryki og skít og því virðist stundum sem það sé verkið ómögulega að þrífa þau. Það er samt ekki eins mikið mál og það sýnist og því er um að gera að taka sér tíma og ráðast í teppahreinsun upp á eigin spýtur.

Lífið
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður hækkar hámarkslán

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hafa hækkað bæði fyrir kaup á notuðum og nýjum íbúðum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur ákveðið að hámarkslán á notuðum íbúðum fari úr 9,2 milljónum og nýjum íbúðum úr 9,7 milljónum upp í 11,5 milljónir. Þá fer hámarksfjárhæð viðbótarlána upp í þrettán milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Keypti íbúð með rétta fílinginn

"Ég myndi segja að uppáhaldshúsið mitt væri það sem ég er að fara að flytja inn í á næstunni," segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari hljómsveitarinnar Írafár. Reyndar segist Vignir ekki hafa mikið álit á húsunum í Reykjavík þar sem hann sé algjör sveitastrákur.

Lífið
Fréttamynd

Ný, tölvuvædd fasteignasala

"Sérstaða okkar á markaðinum er að við auglýsum eiginlega alfarið á netinu. Einnig erum við með verðvernd þannig að við tryggjum að vera alltaf með lægstu söluþóknun á Íslandi. Fasta þóknunin okkar er 99.900 krónur eða 124.375 krónur með virðisaukaskatti," segir Jóhann Baldursson lögmaður, löggildur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Neteign sem hóf starfsemi í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Auglýst eftir styrkumsóknum

Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsti um helgina eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs 2005. Hægt er að sækja um styrki vegna endurbóta á friðuðum eða varðveisluverðum húsum.

Lífið
Fréttamynd

Plássið nýtt til fullnustu

Margir búa við þröngan húsakost og þá er gott að vera útsjónarsamur til þess að nýta plássið sem best. Það eru ýmis ráð til að nýta vel lítil rými og það er óvitlaust að glugga í bækur þess efnis, sé maður á þeim buxunum að taka í gegn lítið herbergi eða íbúð.

Lífið
Fréttamynd

Fylgdarþjónusta Handlagins

"Fylgdarþjónustan er hugsuð fyrir þá sem standa í íbúðarkaupum og vilja fá hlutlausan fagmann með sér til að meta fasteignina áður en kauptilboð er gert," segja Ýmir Björgvin Arthúrsson og Sæmundur H. Sæmundsson, eigendur fyrirtækisins Handlaginn sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf fyrir fasteignaeigendur.

Lífið
Fréttamynd

Haustlaukar blómstra upp úr snjó

Tími haustlaukanna er kominn en tímabilið hefst í september og lýkur í nóvember. Október virðist vera aðaltíminn til að setja niður laukana og sá tími sem flestir nota til verksins.

Lífið
Fréttamynd

Gróður á húsþökum

Mikið hefur færst í aukana erlendis að gróðri sé komið fyrir á húsþökum. Í löndum eins og Þýskalandi hefur þetta náð sérstaklega miklum vinsældum því lögin krefjast þess að hluti af byggingum og svæðinu þar í kring séu græn og eru nú þök á heimilum

Lífið
Fréttamynd

Áhrif nýju lánanna að koma í ljós

Áhrif nýju húsnæðislána bankanna eru nú að koma í ljós samkvæmt hálffimm fréttum KB banka. Velta á fasteignamarkaði hefur aukist mikið síðastliðnar vikur og fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 275 vikuna 24.-30. september. Heildarveltan var 4.843 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf viðbúinn krísuástandi.

Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið."

Lífið
Fréttamynd

Skammdegið lýst upp

Í yfirvofandi skammdegi getur góð lýsing utandyra skipt miklu máli við aðkomu að heimili og dregið húsin úr myrkrinu í hlýlegt ljósið. Ýmsar ólíkar tegundir af ljósum bjóða upp á skemmtilega möguleika og fólk getur komið ljósum fyrir hvar sem er.

Lífið
Fréttamynd

Brauðgerðarborð frá Frakklandi

Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið.

Lífið
Fréttamynd

Haustmynd af garðinum.

Haustið setur svip sinn á garðana. Tré og runnar skarta gulu og rauðu en dregið hefur úr blómskrúðinu. Ein og ein blómategund lætur þó ekki koma sér á kné. Til dæmis brosir morgunfrúin enn framan í heiminn því hún endist betur en flest önnur sumarblóm. Á þessum tíma er ágætt að líta yfir garðinn með gagnrýnum augum og athuga hvort einhverju þurfi að breyta.

Lífið
Fréttamynd

Hafmeyjar í sjávarháska

Inga Björg Stefánsdóttir söngkona á málverk inni í stofu hjá sér sem hún man eftir frá því að hún man fyrst eftir sjálfri sér: "Myndin er nokkurskonar sjávarlandslag og á henni eru marglyttur, hafmeyjar, kastalar og skip. Hún er eftir Aðalbjörgu Sófaníasdóttur frá Loðmundarfirði sem var gift ömmubróður mínum og var mikið náttúrubarn.

Lífið
Fréttamynd

Plexígler í uppáhaldi

Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt.

Lífið
Fréttamynd

Skúrinn sem maður saknar erlendis

Uppáhaldsbygging Arnars Geirs Ómarssonar myndlistarmanns er Bæjarins bestu. "Þetta er stórlega vanmetin dvergbygging þar sem allar tegundir fólks safnast saman jafnt á nóttu sem degi," segir Arnar Geir.

Lífið
Fréttamynd

Markaðshlutdeild sjóðsins minni

Markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs virðist hafa dregist töluvert saman samkvæmt hreyfingarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem birt var í dag. Samkvæmt henni er samdráttur í innkomnum umsóknum um fasteignaveðbréf 44% í september miðað við sama tíma í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Fá náttúruna inn til sín

"Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri kjósa nýbyggingar

Bilið á milli byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs hefur verið að aukast að undanförnu samkvæmt morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í morgun. Hratt hækkandi verð á íbúðahúsnæði hefur leitt til þess að fleiri sjá sér nú hag í því en áður að fara út í nýbyggingar.

Lífið
Fréttamynd

Nýta rýmið sem best

Það getur verið stórskemmtilegt að innrétta barnaherbergi enda er þar tækifæri til að láta ímynduraflið njóta sín. Steinunn Jónsdóttir innanhússarkitekt segir að fyrstu skrefin við að skipuleggja herbergi séu þau sömu og þegar um önnur herbergi er að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Hækkun á húsnæðisverði

Greiningardeild Landsbankans telur að innkoma bankanna á fasteignalánamarkaðinn kunni að valda allt að fimmtán prósenta hækkun á húsnæðisverði, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Það sé þó háð framboði á nýju húsnæði þannig að ef það eykst verði hækkunin minni.

Lífið
Fréttamynd

Óttast ekki málsókn ASÍ

Bankarnir óttast ekki málssókn frá ASÍ fyrir að krefjast gjalds af fólki sem vill greiða íbúðalán sín upp áður en lánstíma lýkur. Þeir segja bann við slíku gjaldi eingöngu ná til lána sem eru tekin til skemmri tíma en fimm ára.

Lífið
Fréttamynd

Bankarnir brjóta lög

Alþýðusamband Íslands segir að bankarnir brjóti lög þegar þeir krefjast gjalds af fólki sem vill greiða íbúðalán sín upp áður en lánstíma lýkur. Þá líkir sambandið því við átthagafjötra að lántakandi verði að vera í viðskiptum við bankann áratugum saman til að halda góðum vöxtum á íbúðalánum sínum.

Lífið