Fréttir

Fréttamynd

Ísland á eftir í verknámi

Ísland er í hópi ríkja á borð við Eistland, Grikkland, Ítalíu og Portúgal, þar sem hærra hlutfall nemenda á framhaldsskólastigi er í almennu bóknámi en í verknámi. Þetta kemur fram í ritinu <i>Lykiltölur í menntun í Evrópu 2005</i> sem Evrópusambandið gefur út.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir komust lífs af á Súmötru

Fyrir stundu kom í ljós að nokkrir komust lífs af þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun, en hundrað og tólf farþegar voru um borð í vélinni og fimm manna áhöfn. Enn er ekki vitað hvað olli flugslysinu.

Erlent
Fréttamynd

Haraldur konungur til Washington

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu fara í opinbera heimsókn til Washington í næstu viku. Mun konungurinn afhjúpa styttu af látinni móður sinni, Mörtu krónprinsessu.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair heimsækir Kína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Hu Jintao, forseta Kína í morgun en Blair er í fjögurra daga heimsókn í Kína til að styrkja viðskiptasamband Kína og Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Ákveða örlög Arroyo

Stjórnarandstaðan í Filippseyjum varaði við því á þinginu í gær að frávísun á máli Arroyo forseta myndi leiða til þess að ókyrrðin og upplausin sem ríkt hefur í þann mánuð sem mál hennar hefur staðið yfir myndi versna til muna.

Erlent
Fréttamynd

Aparáðstefna í Kongó

Alþjóðleg ráðstefna til bjargar mannöpum hófst í Kongó í gær. Vonast var til að hægt væri að komast að samkomulagi um alþjóðlega áætlun sem stuðlar að verndun þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Grunur um íkveikju

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í höfuðborginni í gær og aðfaranótt sunnudags. Eldur kviknaði fyrst í Melabúðinni og nokkrum klukkustundum síðar í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð, þar sem brotist hafði verið inn.

Innlent
Fréttamynd

Harkalega ádrepa á ríkisstjórnina

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir ríkisstjórnarflokkunum ekki hafa verið greidd atkvæði með því markmiði að þeir rústuðu atvinnulíf í heilum landshlutum eins og þeir hafi gert.

Innlent
Fréttamynd

Grunað par vill lögfræðiaðstoð

Parið sem grunað er um að hafa myrt athafnamanninn Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku, Desireé Oberholzer 43 ára og Willi Theron 28 ára, hefur lagt fram beiðni um að fá lögfræðiaðstoð. Þau voru leidd fyrir dómara í gær, en að sögn Andys Pieke talsmanns lögreglu í Boksburg í Suður-Afríku gerðist ekki annað en málinu var frestað um sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Skerpt á reglum

Landlæknir hefur skerpt á reglum sjúkrahúsa um að tilkynna óvænt dauðsföll til lögreglunnar. Það var gert í kjölfar þess að barn dó eftir legvatnsástungu á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr forseti hæstaréttar í BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag John Roberts sem forseta hæstaréttar Bandaríkjanna í stað Williams H. Rehnquists, sem lést síðastliðinn laugardag. Skýrði Bush frá tilefningunni í Hvíta húsinu áður en hann fór til hamfarasvæðanna í Mississippi og Louisiana og hvatti Bandaríkjaþing til að staðfesta tilnefninguna fljótt og vel en réttarhléi lýkur 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Rútuslys í Ástralíu

Að minnsta kosti tveir létust og 25 slösuðust alvarlega þegar rúta með ferðamenn frá Asíu innanborðs fór út af veginum og hrapaði um 10 metra niður gil um 100 kílómetra suður af Sydney í Ástralíu í nótt. Um 40 farþegar voru í rútunni. 15 sjúkrabílar og 5 þyrlur unnu að björgunarstörfum og fluttu fólk á sjúkarhús. Ekki er vitað hvers vegna slysið varð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki unglingafangelsi

Ungur piltur sem ásamt fjórum öðrum rændi starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, hefur komið við sögu fjölda afbrotamála. Einungis fimmtán ára sat hann í gæsluvarðhaldi í fjörutíu daga. Þá var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum fyrir sextán ára afmælið sitt í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hótanir á japönskum sjúkrahúsum

Fjölda háskólasjúkrahúsa í Tókýó í Japan hafa borist sprengjuhótanir frá tveimur mönnum sem krefjast þess að tvöfalt fleiri læknanemum verði hleypt í námsstöður við sjúkrahúsin. Að öðrum kosti verði þau fyrir sprengjuárás.

Erlent
Fréttamynd

Flóttamenn á gúmmíbátum

Spænska lögreglan handsamaði þrjú hundruð afríska flóttamenn sem höfðu gert tilraun til að komast til Spánar á gúmmíbátum um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust við Kárahnjúka

Tveir starfsmenn ítalska verktakarisans Impregilo slösuðust við vinnu sína við Kárahnjúkastíflu um kvöldmatarleytið í gær og sagði lögregla meiðsl beggja manna alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi forsetar í fjársöfnun

Forsetarnir fyrrverandi George Bush eldri og Bill Clinton hafa hafið formlega fjársöfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna við Mexíkóflóa. Er þetta í annað skipti sem þeir félagar taka höndum saman og skipuleggja fjársöfnun og hjálparstarf en þeir stóðu einnig fyrir fjársöfnun fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar við Indlandshaf á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Engin lög brotin gagnvart SKY

"Það fæst engin staðfesting á því hjá SKY sjónvarpsstöðinni að áskriftum hér á landi hafi verið sagt upp og niðurstaðan er sú að engin lög séu brotin," segir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður sem kom að gerð úttektar vegna hótana Smáís, samtaka myndrétthafa á Íslandi, að láta loka fyrir aðgang Íslendinga að áskriftarsjónvarpi SKY.

Innlent
Fréttamynd

Fangi kærir gæsluvarðhaldsúrskurð

Maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúma fjóra mánuði fyrir að hóta og ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði í mars, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, til 30. september.

Innlent
Fréttamynd

Senda lækna og hrísgrjón

Taílendingar munu senda að minnsta kosti 60 lækna og hjúkrunarfræðinga til hjálpar á flóðasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Auk þess verða birgðir af hrísgrjónum sendar til hörmungasvæðanna.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdarvarga leitað á Selfossi

Vegfarandi á Selfossi tilkynnti um eld í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands um miðnætti á sunnudagskvöld. Lögregla segir að fundist hafi eldspýta í blaðabunkanum og telur að kveikt hafi verið í.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður kveikti í rusli

Ölvaður maður kveikti í rusli við skemmtistaðinn Prövdu í Austurstræti í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú aðfararnótt mánudags. Maðurinn var handtekinn skammt frá og stóð til að yfirheyra hann í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Níu létust í kláfslysi

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í dag þegar þyrla sem var að flytja steypu á skíðasvæðinu Sölden í Austurríki, missti hluta farmsins á kláf sem var að ferja skíðafólk upp í fjall. Þyrlan var um þrjú hundurð metra fyrir ofan kláfferjuna.

Erlent
Fréttamynd

Japanir senda olíu

Japanar íhuga að ganga á olíuforða sinn og senda hluta af neyðarbirgðum sínum til Bandaríkjanna vegna olíuskorts sem þar hefur myndast í kjölfar fellibylsins Katrínar sem reið yfir Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Rússar mótmæla

Rússar hafa mótmælt því að kjarnorkumál Írana fari fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þeir sjá enga ástæðu til þess að málefni Írana verði færð frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni sem sé með þau í réttum farvegi.

Erlent
Fréttamynd

Vill flytja fórnarlömb frá Texas

Ríkisstjórinn í Texas ætlar að kanna hvort hægt sé að fljúga með hluta fórnarlamba fellibyljarins, sem safnast hafa saman í Texas, til annarra ríkja sem hafa boðið fram hjálp sína svo hægt sé að ná betri stjórn á ástandinu.

Erlent
Fréttamynd

Spænsku konungshjónin til páfa

Benedikt páfi XVI átti fund í gær með spænsku konungshjónunum, en Spánverjar leyfðu nýlega samkynhneigðum að ganga í heilagt hjónaband andstætt vilja kaþólsku kirkjunnar.

Erlent
Fréttamynd

143 fórust í flugslysi í Indónesíu

143 fórust þegar farþegaþota hrapaði í þéttbyggðu íbúðahverfi í þriðju stærstu borg Indónesíu, Medan, í dag. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak, en hún var á leið frá Medan til höfuðborgarinnar Jakarta. Flugvöllurinn er inni í miðri borg, umkringdur þéttri byggð.

Erlent
Fréttamynd

Lilja fær að ættleiða barn

Lilja Sæmundsdóttir, konan sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið samþykki frá ráðuneytinu eftir að hafa barist fyrir dómstólum fyrir því að jafnt gangi yfir alla. </font /></b />

Innlent