Fréttir

Fréttamynd

Davíð verður seðlabankastjóri

Davíð Odddsson tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í Valhöll að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þá tilkynnti hann einnig að hann hygðist láta af embætti utanríkisráðherra 27. september og taka við sem formaður bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarmiðstöð í stað turna

Víglsuathöfn fyrir nýja lestar- og rútustöð sem mun rísa þar sem tvíburaturnarnir stóðu var haldin í New York í gær. Samgöngumiðstöðina, sem verður um leið eins konar minnisvarði, á að opna síðari hluta ársins 2009. Gert er ráð fyrir að um 80 þúsund manns, sem ferðast á milli Manhattan og New Jersey, muni koma í miðstöðina á hverjum degi.

Erlent
Fréttamynd

Sviðsetti morð

Stúlka sem var í netsambandi við pilt gerði honum og lögreglunni í Reykjavík grikk í fyrrkvöld. Þau voru í sambandi á netinu með myndavél svo þau sáu hvort annað á tölvuskjánum.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með nýrri ákæru

Verði öllum átján ákæruliðunum, af þeim fjörutíu sem héraðsdómur hefur gert athugasemdir við í Baugsmálinu, vísað frá dómi er útlit fyrir að Jóhannes Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir verði ekki dæmd sek. Þetta segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. 

Innlent
Fréttamynd

Taldir hafa smitast af taugaveiki

Óttast er að hátt í 400 manns hafi veikst af taugaveiki í bænum Delmas vestur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Talið er að fólkið hafi drukkið mengað vatn og hafa yfirvöld sent hundrað heilbrigðisstarfsmenn til bæjarins til þess að takast á við vandann. Staðfest er að 18 manns séu með taugaveiki í bænum, en veikina má rekja til salmonellubakteríu sem veldur m.a. niðurgangi og hita og getur leitt til dauða ef ekki brugðist við honum með sýklalyfjagjöf.

Erlent
Fréttamynd

Kemur aldrei annar Davíð

"Það verður náttúrlega mikil breyting í Sjálfstæðisflokknum við brottför Davíðs," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. "Hann hefur lengi setið sem óumdeildur leiðtogi flokksins þannig að hans skarð verður vandfyllt eins og oft vill verða þegar öflugir leiðtogar hverfa af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Í opinberri heimsókn í Búlgaríu

Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Búlgaríu hófst í morgun, en forsetinn er þar í boði Georgis Parvanovs, forseta landsins. Ólafur Ragnar verður meðal annars viðstaddur landsleik Búlgara og Íslendinga í forkeppni HM knattspyrnu sem fram fer í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Talaði mál sem fólk hafi skilið

Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslans, segir styrkleika Davíðs Oddssonar sem stjórnmálamanns hafa verið að hann hafi talað mál sem fólk hafi skilið, hann hafi verið beinskeyttur og harður við andstæðinga sína og náð til fólks á þann hátt. Hann hafi skotið fast þegar hann hafi verið gagnrýndur, og oft skotið í mark, sem skýri það kannski hversu lengi hann hafi verið við völd.

Innlent
Fréttamynd

Ásta Möller fær sæti Davíðs

"Það er veruleg eftirsjá að Davíð. Mér finnst virkilega rausnarlegt af honum að standa upp fyrir mér," segir Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, sem fær fast sæti á Alþingi við brotthvarf formanns flokksins þaðan.

Innlent
Fréttamynd

Fjölveiðiskip aflvana í Smugunni

Þorsteinn ÞH 360, fjölveiðiskip í eigi Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, varð aflvana þar sem skipið var að síldveiðum í Síldarsmugunni síðastliðið sunnudagskvöld. Ingunn AK er með Þorstein í togi og eru skipin væntanleg til Akureyrar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dreifi gulli rétt fyrir kosningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin sé að dreifa gullinu rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar, með ákvörðun sinni um hvernig söluandvirði Símans skuli varið.

Innlent
Fréttamynd

Vekja foreldra til umhugsunar

Átakið verndum bernskuna hófst með pompi og prakt í Rimaskóla í dag. Það er forsætisráðuneytið, biskup Íslands, Velferðarsjóður barna, umboðsmaður barna og Samtökin heimili og skóli sem standa að átakinu. Átakinu er ætlað að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna en það stendur í tíu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaða staðfesti hroðvirkni

Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hefði viljað hafa Davíð áfram

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hefði frekar kosið að hafa Davíð Oddsson áfram í ríkisstjórn. Hann segir að stjórnin sé veikari eftir - fyrst um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Klukka gengur á fleiri en skákmenn

Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Réttindi verði skert vegna varna

Þegnar ríkja Evrópusambandsins kunna að þurfa að sætta sig við afnám einhverra borgaralegra réttinda ef á að vera hægt að verja þá fyrir hryðjuverkamönnum og skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Moussa Arafat skotinn til bana

Moussa Arafat, fyrrverandi yfirmaður öryggismála í Palestínu, var myrtur í morgun. Tugir byssumanna skutu úr sprengjuvörpum á heimili Arafats og réðust síðan inn og skutu hann til bana að sögn vitna. Ekki er ljóst hvort sonur hans, sem einnig var heima, náði að flýja eða hvort honum var rænt.

Erlent
Fréttamynd

Leituðu konu við Stokkseyri

Björgunarsveitir í Árnessýslu vour kallaðar út klukkan hálftíu í morgun til að leita að vistmanni frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Um klukkan 10.30 var svo ákveðið að senda sérhæfða leitarhópa og leitarhunda til leitar frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig var einkaflugvél notuð við leitina. Um klukkan 10.50 fundu björgunarsveitarmenn konuna heila á húfi skammt frá Kumbaravogi og í kjölfarið voru björgunarsveitir afturkallaðar.

Innlent
Fréttamynd

Forsetakosningar í Egyptalandi

Í morgun opnuðu kjörstaðir í Egyptalandi, en þar fara í dag fram fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar. Mjög fáir hafa nýtt atkvæðisrétt sinn á fyrstu klukkutímunum, en fastlega er búist við að Hosni Mubarak nái kjöri og hefji í kjölfarið sitt fimmta kjörtímabil.

Erlent
Fréttamynd

Fimm látnir af völdum sýkinga

Fimm manns eru taldir hafa látist af völdum sýkinga sem rekja má til mengaðs vatns í kjölfar yfirreiðar fellibylsins Katrínar yfir suðurríki Bandaríkjanna. Frá þessu greindu sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem fólkið hafi sýkst af bakteríu sem skyldi er kólerubakteríunni og er algeng í sjó í Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Passar upp á gengið

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að mikill missir verði að Davíð þegar hann hættir afskiptum af stjórnmálum. "Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur komið hvað mestu í verk af íslenskum stjórnmálamönnum, bæði fyrr og síðar og hefur gjörbreytt þessu samfélagi."

Innlent
Fréttamynd

Þrettán látnir af völdum Nabi

Þrettán eru látnir og annarra þrettán er saknað eftir að fellibylurinn Nabi reið yfir suðurhluta Japans. 300.000 manns flúðu heimili sín, en fellibylnum fylgdi eitt þúsund millímetra úrkoma. Nabi er óðum að missa mátt og er nú flokkaður sem hitabeltisstormur.

Erlent
Fréttamynd

Herði aðgerðir gegn hryðjuverkum

Búist er við því að Bretar þrýsti á aðrar Evrópusambandsþjóðir um að taka til athugunar að herða aðgerðir gegn hryðjuverkum, en Bretar ætla meðal annars að setja lög sem leyfa að vísa fólki úr landi verði það uppvíst að því að hvetja til hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar boðuðum samgöngubótum

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að ákveðið hafi verið að leggja átta milljarða króna til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007-2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð um mannvirkið.

Innlent
Fréttamynd

Hörð átök milli lækna og stjórnar

Sérfræðingur í skurðlækningum á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur sagt upp störfum. Annar er með mál sín í höndum lögfræðings. Hinn þriðji hefur komið kvörtunum á framfæri bréflega. Ástæðan er alls staðar sú sama, ágreiningur við yfirstjórn spítalans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tómar rútur sendar til baka

Tíu rútur sem sendar voru frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, til að flytja flóttamenn frá New Orleans sneru aftur tómar því aðeins fannst ein hræða sem var tilbúin til að yfirgefa borgina og fara til Washington. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að beita hörku til þess að fjarlægja þá sem enn þrjóskast við að yfirgefa borgina en fram að þessu hefur verið reynt að tala fólk til.

Erlent
Fréttamynd

Miðstjórnin einnig boðuð á fund

Ekki aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður á fund í Valhöll í dag heldur einnig miðstjórn flokksins, en ráðherra og þingmenn flokksins grunar að Davíð Oddsson utanríkisráðherra muni þá tilkynna að hann hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Fátt sem kemur á óvart

Tilkynnt var í gær að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taki við sem sjávarútvegsráðherra 27. september.  "Ég hef sem betur ferið verið þátttakandi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á undanförnum árum. Ég var um tíma formaður sjávarútvegsnefndar og sit í sjávarútvegsnefnd, þannig að það er fátt sem kemur mér í rauninni á óvart."  

Innlent
Fréttamynd

Menn vissu hvað gæti gærst

Menn vissu nokkurn veginn fyrir hvað myndi gerast þegar fellibylur á borð við Katrínu gengi yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands, en málstofa um hamfarirnar verður haldin í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mikið brottfall í inntökupróf

Aðeins 51 umsækjandi af alls 140 sem sóttu um skólavist í Lögregluskóla ríkisins á næsta ári verða boðaðir til viðtals fyrir valnefnd en sú nefnd mun velja þá 32 hæfustu úr til að hefja nám árið 2006.

Innlent