Fréttir Ódýrari netsími Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. Innlent 14.10.2005 06:42 GR vill stækka völl á Korpu Golfklúbbur Reykjavíkur vill stækka golfvöllinn á Korpu úr 18 holum í 27. Til greina kemur að borgin byggi á fyrstu braut. Innlent 14.10.2005 06:42 Engar séraðgerðir vegna verðbólgu Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans. Innlent 14.10.2005 06:42 Líst illa á nafnið Greyhound-búðir Eigendur Greyhound-rútufyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa beðið fangelsismálayfirvöld í Louisiana að hætta að kalla rútustöð fyrirtækisins í New Orleans Greyhound-búðirnar. Stöðinni var á dögunum breytt tímabundið í fangelsi þar sem meðal annars glæpamenn, sem nýttu sér neyðina eftir yfirreið fellibylsins Katrínar, voru geymdir. Erlent 14.10.2005 06:42 Ók traktor inn í tölvuverslun Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu inn í tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut í leiðinni dyraumbúnað og stóran sýningarglugga. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott. Ekki er enn vitað hversu miklu hann stal né hver eða hverjir voru þarna á ferð, en rannsóknarlögreglumenn eru á vettvangi. Innlent 14.10.2005 06:42 Spennan minnkar í Belfast Óeirðir héldu áfram í Belfast og nokkrum öðrum stöðum á Norður-Írlandi í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, en voru þó ekki eins miklar og um helgina. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tíu lögreglumenn hafi slasast í átökum við mótmælendur, en átökin hófust þegar lögreglan kom í veg fyrir að Óraníumenn gætu farið fylktu liði um hverfi kaþólikka á laugardaginn var. Erlent 14.10.2005 06:42 Matsmenn skoði krufningargögn Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn. Innlent 14.10.2005 06:42 1,8% atvinnuleysi í ágúst Í ágústmánuði síðastliðnum voru skráðir 65.550 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.851 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 1,8 prósenta atvinnuleysi, en áætlaður mannafli á vinnumarkaði samkvæmt áætlun ffnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í ágúst 2005 er 156.683. Innlent 14.10.2005 06:42 Ábyrgðin hjá ríkisvaldinu Hagfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að verðbólgan sé að stórum hluta tilkomin vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Tímasetningar á framkvæmdum hafi verið rangar. Annar hagfræðingur segir að þenslan sé ekki lengur aðeins bundin við olíuverð og íbúðaverð heldur sé að breiðast út um hagkerfið. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:42 FL Group vill kaupa Sterling FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Leita aðstoðar vegna hungursneyðar Yfirvöld í Kenía og Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á ríflega tveggja milljarða króna stuðning frá alþjóðasamfélaginu á næsta hálfa árinu vegna hungursneyðar sem ógnar um 1,2 milljónum manna í landinu. Eins og víðar í Afríku má rekja matarskortinn til þurrka, en síðustu ár hefur lítið í rignt í Kenía. Erlent 14.10.2005 06:42 Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeildir Landsbankans og KB banka spá því báðar að Seðlabankinn muni á næstunni hækka stýrivexti í kjölfar fregna af vaxandi verðbólgu. Þar sem verðbólgan er komin yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans þarf hann að gera ríkisstjórninni formlega grein fyrir stöðunni. Það hefur tvisvar gerst áður, í síðara skiptið í febrúar á þessu ári, og í bæði skiptin fylgdu stýrivaxtahækkanir í kjölfarið. Innlent 14.10.2005 06:42 Velferð í ríku landi Þetta er glæsilegur sigur sem Verkamannaflokkurinn vann," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. "Flokkurinn býður upp á skýran valkost með meirihlutastjórn á vinstrivængnum og hefur auk þess aftur náð vopnum sínum. Hann var nokkuð klofinn um tíma en kemur nú fram sem ein heild með sterka ásýnd." Erlent 14.10.2005 06:42 Áströskunartilfellum fjölgar mikið Anorexíutilfellum hefur fjölgað um 50 prósent milli ára síðustu árin. Ekkert fjármagn er beinlínis ætlað í meðferð átröskunarsjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Innlent 14.10.2005 06:42 Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag. Erlent 14.10.2005 06:42 Styður hugmyndir um flutning flugs Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ lýsir stuðningi við yfirlýsingu annarra stjórnmálaafla í sveitarfélaginu um að innanlandsflugið og skyld starfsemi verði flutt frá Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Það muni styrkja atvinnulíf og samgöngur í Reykjanesbæ. Innlent 14.10.2005 06:42 Farið yfir ákæruliði í Baugsmáli Fyrirtaka í Baugsmálinu verður klukkan hálftvö í dag og hefur verið tekinn frá tími í dómsal til klukkan hálffimm. Þar verður meðal annars farið yfir átján ákæruliði sem dómendur í málinu telja að annmarkar gætu verið á. Héraðsdómur Reykjavíkur sendi bæði ákæruvaldinu og ákærðu bréf 26. ágúst síðastliðinn þar sem athygli var vakin á hugsanlegum annmörkum sem gætu orðið til þess að dómur verði ekki kveðinn upp um hluta ákærunnar. Innlent 14.10.2005 06:42 Aftur til vinnu eftir veikindi Jacques Chirac Frakklandsforseti hélt í morgun fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir veikindi. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús fyrir um tíu dögum vegna æðakvilla sem höfðu áhrif á sjón hans og dvaldi hann þar í tæpa viku. Hann sneri svo aftur til starfa í gær og að sögn ráðherra á fundinum var hann hinn hressasti. Erlent 14.10.2005 06:42 Guðmundur Kjærnested jarðsettur Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. Innlent 14.10.2005 06:42 Árás á veitingastað í Bagdad Tveir létust og sautján slösuðust þegar mjög öflug bílsprengja sprakk fyrir utan vinsælan veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi. Ekki er vitað hver stóð fyrir árásinni en árásum af þessu tagi hefur fækkað nokkuð í Írak undanfarnar vikur. Erlent 14.10.2005 06:42 Kólumbískar fjölskyldur setjast að Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Innlent 14.10.2005 06:42 86% jákvæð gagnvart Umferðarstofu 86 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Umferðarstofu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. 4,9 prósent voru neikvæð og 9,1 hvorki jákvæð né neikvæð. Þá telja tæp 78 prósent að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum en 8 prósent illa og 14 prósent hvorki vel né illa. Innlent 14.10.2005 06:42 Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Innlent 14.10.2005 06:42 Tæp 25% bíla stóðust ekki skoðun Tæplega 120 þúsund bílar fóru í aðalskoðun á síðasta ári. 24,4 prósent af þeim stóðust ekki skoðun. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Umferðarstofu. Alls voru tæp 236 þúsund ökutæki á skrá í fyrra sem er aukning um 12.500 ökutæki frá árinu á undan. Nýskráð ökutæki voru rétt rúm 19 þúsund og voru rúm 16 þúsund þeirra ný. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er 9,9 ár. Innlent 14.10.2005 06:42 Stjórnarflokkar töpuðu 24 sætum Ríkisstjórn Noregs féll í þingkosningunum þar í gær. Vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni náðu 88 þingsætum en ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik fékk aðeins aðeins 81 sæti og tapaði 24 þingsætum frá síðustu kosningum. Bondevik fer á fund Haraldar Noregskonungs í dag og mun þar tilkynna honum um brotthvarf sitt úr embætti eftir að fjárlögin hafa verið kynnt í október. Erlent 14.10.2005 06:42 Lítil von um samþykkt umbóta á SÞ Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna var í gær enn unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjargað yrði af ályktun um umbætur á samtökunum sem vonast er til að leiðtogar aðildarríkjanna 191 muni geta fallist á að samþykkja. Leiðtogafundur SÞ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Erlent 14.10.2005 06:42 Kallaði á frekari brottflutning Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ítrekaði í dag þá kröfu Palestínumanna að Ísraelar yfirgæfu landnemabyggðir á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, daginn eftir að 38 ár hersetu Ísraela á Gasaströndinni lauk. Erlent 14.10.2005 06:42 Vill að ákæra í Baugsmáli standi Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi. Innlent 14.10.2005 06:42 Stefna olíufélaga þingfest Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest. Innlent 14.10.2005 06:42 Þjóðarútgjöld hafi aukist um 11,8% Þjóðarútgjöld eru talin hafa vaxið um 11,8 prósent að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Landsframleiðslan jókst hins vegar mun minna vegna mikils innflutnings eða um 6,8 prósent. Innlent 14.10.2005 06:42 « ‹ ›
Ódýrari netsími Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. Innlent 14.10.2005 06:42
GR vill stækka völl á Korpu Golfklúbbur Reykjavíkur vill stækka golfvöllinn á Korpu úr 18 holum í 27. Til greina kemur að borgin byggi á fyrstu braut. Innlent 14.10.2005 06:42
Engar séraðgerðir vegna verðbólgu Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans. Innlent 14.10.2005 06:42
Líst illa á nafnið Greyhound-búðir Eigendur Greyhound-rútufyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa beðið fangelsismálayfirvöld í Louisiana að hætta að kalla rútustöð fyrirtækisins í New Orleans Greyhound-búðirnar. Stöðinni var á dögunum breytt tímabundið í fangelsi þar sem meðal annars glæpamenn, sem nýttu sér neyðina eftir yfirreið fellibylsins Katrínar, voru geymdir. Erlent 14.10.2005 06:42
Ók traktor inn í tölvuverslun Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu inn í tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut í leiðinni dyraumbúnað og stóran sýningarglugga. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott. Ekki er enn vitað hversu miklu hann stal né hver eða hverjir voru þarna á ferð, en rannsóknarlögreglumenn eru á vettvangi. Innlent 14.10.2005 06:42
Spennan minnkar í Belfast Óeirðir héldu áfram í Belfast og nokkrum öðrum stöðum á Norður-Írlandi í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, en voru þó ekki eins miklar og um helgina. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tíu lögreglumenn hafi slasast í átökum við mótmælendur, en átökin hófust þegar lögreglan kom í veg fyrir að Óraníumenn gætu farið fylktu liði um hverfi kaþólikka á laugardaginn var. Erlent 14.10.2005 06:42
Matsmenn skoði krufningargögn Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn. Innlent 14.10.2005 06:42
1,8% atvinnuleysi í ágúst Í ágústmánuði síðastliðnum voru skráðir 65.550 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.851 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 1,8 prósenta atvinnuleysi, en áætlaður mannafli á vinnumarkaði samkvæmt áætlun ffnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í ágúst 2005 er 156.683. Innlent 14.10.2005 06:42
Ábyrgðin hjá ríkisvaldinu Hagfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að verðbólgan sé að stórum hluta tilkomin vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Tímasetningar á framkvæmdum hafi verið rangar. Annar hagfræðingur segir að þenslan sé ekki lengur aðeins bundin við olíuverð og íbúðaverð heldur sé að breiðast út um hagkerfið. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:42
FL Group vill kaupa Sterling FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Leita aðstoðar vegna hungursneyðar Yfirvöld í Kenía og Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á ríflega tveggja milljarða króna stuðning frá alþjóðasamfélaginu á næsta hálfa árinu vegna hungursneyðar sem ógnar um 1,2 milljónum manna í landinu. Eins og víðar í Afríku má rekja matarskortinn til þurrka, en síðustu ár hefur lítið í rignt í Kenía. Erlent 14.10.2005 06:42
Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeildir Landsbankans og KB banka spá því báðar að Seðlabankinn muni á næstunni hækka stýrivexti í kjölfar fregna af vaxandi verðbólgu. Þar sem verðbólgan er komin yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans þarf hann að gera ríkisstjórninni formlega grein fyrir stöðunni. Það hefur tvisvar gerst áður, í síðara skiptið í febrúar á þessu ári, og í bæði skiptin fylgdu stýrivaxtahækkanir í kjölfarið. Innlent 14.10.2005 06:42
Velferð í ríku landi Þetta er glæsilegur sigur sem Verkamannaflokkurinn vann," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. "Flokkurinn býður upp á skýran valkost með meirihlutastjórn á vinstrivængnum og hefur auk þess aftur náð vopnum sínum. Hann var nokkuð klofinn um tíma en kemur nú fram sem ein heild með sterka ásýnd." Erlent 14.10.2005 06:42
Áströskunartilfellum fjölgar mikið Anorexíutilfellum hefur fjölgað um 50 prósent milli ára síðustu árin. Ekkert fjármagn er beinlínis ætlað í meðferð átröskunarsjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Innlent 14.10.2005 06:42
Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag. Erlent 14.10.2005 06:42
Styður hugmyndir um flutning flugs Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ lýsir stuðningi við yfirlýsingu annarra stjórnmálaafla í sveitarfélaginu um að innanlandsflugið og skyld starfsemi verði flutt frá Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Það muni styrkja atvinnulíf og samgöngur í Reykjanesbæ. Innlent 14.10.2005 06:42
Farið yfir ákæruliði í Baugsmáli Fyrirtaka í Baugsmálinu verður klukkan hálftvö í dag og hefur verið tekinn frá tími í dómsal til klukkan hálffimm. Þar verður meðal annars farið yfir átján ákæruliði sem dómendur í málinu telja að annmarkar gætu verið á. Héraðsdómur Reykjavíkur sendi bæði ákæruvaldinu og ákærðu bréf 26. ágúst síðastliðinn þar sem athygli var vakin á hugsanlegum annmörkum sem gætu orðið til þess að dómur verði ekki kveðinn upp um hluta ákærunnar. Innlent 14.10.2005 06:42
Aftur til vinnu eftir veikindi Jacques Chirac Frakklandsforseti hélt í morgun fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir veikindi. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús fyrir um tíu dögum vegna æðakvilla sem höfðu áhrif á sjón hans og dvaldi hann þar í tæpa viku. Hann sneri svo aftur til starfa í gær og að sögn ráðherra á fundinum var hann hinn hressasti. Erlent 14.10.2005 06:42
Guðmundur Kjærnested jarðsettur Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. Innlent 14.10.2005 06:42
Árás á veitingastað í Bagdad Tveir létust og sautján slösuðust þegar mjög öflug bílsprengja sprakk fyrir utan vinsælan veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi. Ekki er vitað hver stóð fyrir árásinni en árásum af þessu tagi hefur fækkað nokkuð í Írak undanfarnar vikur. Erlent 14.10.2005 06:42
Kólumbískar fjölskyldur setjast að Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Innlent 14.10.2005 06:42
86% jákvæð gagnvart Umferðarstofu 86 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Umferðarstofu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. 4,9 prósent voru neikvæð og 9,1 hvorki jákvæð né neikvæð. Þá telja tæp 78 prósent að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum en 8 prósent illa og 14 prósent hvorki vel né illa. Innlent 14.10.2005 06:42
Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Innlent 14.10.2005 06:42
Tæp 25% bíla stóðust ekki skoðun Tæplega 120 þúsund bílar fóru í aðalskoðun á síðasta ári. 24,4 prósent af þeim stóðust ekki skoðun. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Umferðarstofu. Alls voru tæp 236 þúsund ökutæki á skrá í fyrra sem er aukning um 12.500 ökutæki frá árinu á undan. Nýskráð ökutæki voru rétt rúm 19 þúsund og voru rúm 16 þúsund þeirra ný. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er 9,9 ár. Innlent 14.10.2005 06:42
Stjórnarflokkar töpuðu 24 sætum Ríkisstjórn Noregs féll í þingkosningunum þar í gær. Vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni náðu 88 þingsætum en ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik fékk aðeins aðeins 81 sæti og tapaði 24 þingsætum frá síðustu kosningum. Bondevik fer á fund Haraldar Noregskonungs í dag og mun þar tilkynna honum um brotthvarf sitt úr embætti eftir að fjárlögin hafa verið kynnt í október. Erlent 14.10.2005 06:42
Lítil von um samþykkt umbóta á SÞ Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna var í gær enn unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjargað yrði af ályktun um umbætur á samtökunum sem vonast er til að leiðtogar aðildarríkjanna 191 muni geta fallist á að samþykkja. Leiðtogafundur SÞ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Erlent 14.10.2005 06:42
Kallaði á frekari brottflutning Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ítrekaði í dag þá kröfu Palestínumanna að Ísraelar yfirgæfu landnemabyggðir á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, daginn eftir að 38 ár hersetu Ísraela á Gasaströndinni lauk. Erlent 14.10.2005 06:42
Vill að ákæra í Baugsmáli standi Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi. Innlent 14.10.2005 06:42
Stefna olíufélaga þingfest Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest. Innlent 14.10.2005 06:42
Þjóðarútgjöld hafi aukist um 11,8% Þjóðarútgjöld eru talin hafa vaxið um 11,8 prósent að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Landsframleiðslan jókst hins vegar mun minna vegna mikils innflutnings eða um 6,8 prósent. Innlent 14.10.2005 06:42