Fréttir Varað við hvassviðri í Búðardal Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur. Innlent 23.10.2005 14:59 Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. Innlent 23.10.2005 14:59 Háttsettur al-Qaida liði drepinn Bandaríkjaher greindi frá því í dag að næstæðsti maður al-Qaida samtakanna í Írak hefði verið skotinn til bana á sunnudag. Bandarískar og írakskar hersveitir fengu ábendingu frá írökskum borgara og fundu Abu Azzam í fjölbýlishúsi í Bagdad þar sem hann var skotinn. Azzam er sagður hafa verið hægri hönd Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak. Erlent 23.10.2005 14:59 Óttast að uppskera hafi eyðilagst Eyfirskir bændur óttast að kornuppskera á um það bil áttatíu hektörum af kornökrum hafi eyðilagst í norðan áhlaupinu, sem er alvarlegt áfall fyrir þessa nýju búbót bænda. Svarfdælskir bændur fara einkum illa út úr þessu, að því er kemur fram á Degi. net, því þreksivélin sem kom þangað í síðustu viku bilaði og komst ekki í lag aftur fyrr en það var orðið um seinann. Innlent 23.10.2005 14:59 Losnar hugsanlega úr haldi Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson þurfi ekki að dvelja lengur í haldi skilorðsnefndar Texas í bænum Tyler heldur fái að gista hjá bróður fyrrverandi eiginkonu stjúpföður síns sem þar býr. Aron Pálmi var handtekinn í fyrrinótt og ekki leyft að halda áfram ferð sinni til San Antonio með öðru fólki frá heimabæ hans Beaumont. Erlent 23.10.2005 14:59 Vill Schröder úr pólitík Krafa um að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ætti að láta af baráttu sinni um að halda embættinu, þriðja kjörtímabilið í röð, barst úr heldur óvenjulegri átt í morgun. Hálfbróðir Schröders, Leo Vosseler, segir í viðtali við þýska fjölmiðla að hann vildi óska þess að Schröder væri ekki undir eins miklum þrýstingi og raun ber vitni og að best væri fyrir hann að hætta í stjórnmálum. Erlent 23.10.2005 14:59 Venstre vinnur á Þrátt fyrir óheppileg ummæli Evu Kjer Hansen, félagsmálaráðherra Danmerkur, í síðustu viku um að aukinn ójöfnuður myndi leiða af sér kraftmeira samfélag, hefur fylgi Venstre-flokks Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra og flokksbróður Hansen, ekki dalað samkvæmt skoðanakönnun sem Jyllandsposten greinir frá. Erlent 23.10.2005 15:00 Davíð hættur sem ráðherra Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Innlent 23.10.2005 15:00 Ný lögreglustöð í Mjóddinni Ný lögreglustöð verður opnuð í Álfabakka í Mjóddinni á morgun. Um leið verður lögreglustöðinni í Völvufelli í efra Breiðholti lokað. Innlent 23.10.2005 15:00 Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru. Innlent 23.10.2005 15:00 Stóðu í innbrotum og smáþjófnaði Átján ára piltur var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í hlutverki bílstjóra í innbrotaleiðangri þriggja annarra í Reykjavík í mars á þessu ári. Þá var hann dæmdur fyrir lítilræði af hassi sem fannst í bíl hans nokkrum dögum síðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Fellibylurinn Damrey í Víetnam Fellibylurinn Damrey gekk á land í Víetnam í dag en hann hefur farið niður eftir austurströnd Kína undanfarna sólarhringa. Alls létust níu manns í Kína af völdum fellibylsins, en flestir þeirra urðu undir þegar byggingar eða tré hrundu. Mikill viðbúnaður er í norður- og miðhluta Víetnams vegna fellibylsins og yfirgáfu 300 þúsund manns heimili sín áður en Damrey gekk á land. Erlent 23.10.2005 14:59 Liggur undir skemmdum Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í. Innlent 23.10.2005 15:00 Google sjö ára í dag Leitarvélin Google er sjö ára í dag og ber upphafssíða hennar þess glögglega merki. Fyrirtækið var stofnað af skólabræðrunum Larry Page og Sergey Brin í heimavistarherbergi Larrys í Stanford og reka þeir félagar fyrirtækið enn þann dag í dag. Erlent 23.10.2005 15:00 Sprauta maurasýru í tré Maurar í regnskógum Suður-Ameríku nota eitur til að grisja þær plöntur sem þeir telja óhagstæðar búsetu sinni. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem greint er frá í vísindaritinu Nature. Erlent 23.10.2005 15:00 Eldflaugum skotið frá Gasa Tveimur eldflaugum var skotið frá Gasasvæðinu í dag og lentu þær nærri ísraelskum bæjum við landamæri Ísraels og Gasastrandarinnar án þess að valda mann- eða eignatjóni. Ekki er ljóst hver eða hverjir skutu flaugunum en Hamas-samtökin í Palestínu lofuðu á dögunum að hætta slíkum árásum í kjölfar þess að Ísraelar svöruðu þeim með loftárásum. Erlent 23.10.2005 15:00 Davíð kveður þakklátur Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær, en hann tekur við stöðu seðlabankastjóra 20. október næstkomandi. Ráðherraskiptin urðu á ríkisráðsfundi síðdegis í gær. Innlent 23.10.2005 15:00 Breskur her ekki heim frá Írak Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði í ræðu á flokksþingi breska Verkamannaflokksins í gær við því að framundan væru fleiri "myrk augnablik" í Írak. En hann ítrekaði yfirlýsingu forsætisráðherrans Tony Blair frá því daginn áður um að útilokað væri að breska herliðið í Írak yrði kallað heim í bráð. Erlent 23.10.2005 15:00 Gistir hjá vinafólki Aron Pálmi Ágústsson dvelur nú hjá fjölskylduvini í borginni Tyler í Texas, en hann þurfti að dvelja eina nótt í fangelsi eftir að lögregla meinaði honum að dvelja í flóttamannabúðum Rauða krossins. Hann er í hópi milljóna sem flýðu innar í land undan fellibylnum Ritu. Erlent 23.10.2005 15:00 Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. Innlent 23.10.2005 14:59 Svikafyrirtæki eykur umsvifin hér Svikafyrirtækið European City Guide er enn að auka umsvif sín hér á landi. Forráðamenn fyrirtækja eru gabbaðir til að samþykkja skráningu í gagnabanka án endurgjalds en síðan rukkaðir um tugi þúsunda. Innlent 23.10.2005 14:59 Mál Auðar Laxness tekið fyrir Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku. Innlent 23.10.2005 14:59 Sakir aðeins fyrndar að hluta Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar. Innlent 23.10.2005 14:59 Skutu eldflaugum á Gasaborg Ísraelskar hersveitir skutu tveimur eldflaugum á Gasaborg í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í allri austanverðri borginni. Eldflaugarnar lentu á verksmiðjubyggingu þar sem Ísraelar segja að fari fram vopnaframleiðsla en Palestínumenn segja það ekki vera rétt. Enginn særðist í árásinni. Erlent 23.10.2005 14:59 Fékk 27 ára fangelsi Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag meintan leiðtoga Al-Qaida á Spáni í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum. Erlent 23.10.2005 14:59 Hámaði í sig veiðihníf Jon-Paul Carew, dýralækni í bænum Plantation í Flórída, brá heldur betur í brún þegar hann skoðaði röntgenmyndir af St. Bernhardshvolpinum Elsie. Í ljós kom að í maga hennar var rúmlega 33 sentimetra langur veiðihnífur með hvössum oddi og sagarblaði. Erlent 23.10.2005 14:59 Áhugi á tungumálum minnkar eilítið Áhugi grunn- og framhaldsskólanema á erlendum tungumálum virðist hafa minnkað ef marka má nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birtir á degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. Þar kemur fram að skólaárið 2003-2004 lögðu 73,9 prósent nemenda á framhaldsskóla stund á nám í einhverju erlendu tungumáli en ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 73,0 prósent. Frá árinu 1999 hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað um 2,8 prósentustig. Innlent 23.10.2005 14:59 Ríkislögreglustjóri útskýri tafir Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.10.2005 14:59 Merkel vill leiða viðræðurnar Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar. Erlent 23.10.2005 14:59 Aftur fjallað um Halldór Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti. Innlent 23.10.2005 14:59 « ‹ ›
Varað við hvassviðri í Búðardal Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur. Innlent 23.10.2005 14:59
Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. Innlent 23.10.2005 14:59
Háttsettur al-Qaida liði drepinn Bandaríkjaher greindi frá því í dag að næstæðsti maður al-Qaida samtakanna í Írak hefði verið skotinn til bana á sunnudag. Bandarískar og írakskar hersveitir fengu ábendingu frá írökskum borgara og fundu Abu Azzam í fjölbýlishúsi í Bagdad þar sem hann var skotinn. Azzam er sagður hafa verið hægri hönd Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak. Erlent 23.10.2005 14:59
Óttast að uppskera hafi eyðilagst Eyfirskir bændur óttast að kornuppskera á um það bil áttatíu hektörum af kornökrum hafi eyðilagst í norðan áhlaupinu, sem er alvarlegt áfall fyrir þessa nýju búbót bænda. Svarfdælskir bændur fara einkum illa út úr þessu, að því er kemur fram á Degi. net, því þreksivélin sem kom þangað í síðustu viku bilaði og komst ekki í lag aftur fyrr en það var orðið um seinann. Innlent 23.10.2005 14:59
Losnar hugsanlega úr haldi Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson þurfi ekki að dvelja lengur í haldi skilorðsnefndar Texas í bænum Tyler heldur fái að gista hjá bróður fyrrverandi eiginkonu stjúpföður síns sem þar býr. Aron Pálmi var handtekinn í fyrrinótt og ekki leyft að halda áfram ferð sinni til San Antonio með öðru fólki frá heimabæ hans Beaumont. Erlent 23.10.2005 14:59
Vill Schröder úr pólitík Krafa um að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ætti að láta af baráttu sinni um að halda embættinu, þriðja kjörtímabilið í röð, barst úr heldur óvenjulegri átt í morgun. Hálfbróðir Schröders, Leo Vosseler, segir í viðtali við þýska fjölmiðla að hann vildi óska þess að Schröder væri ekki undir eins miklum þrýstingi og raun ber vitni og að best væri fyrir hann að hætta í stjórnmálum. Erlent 23.10.2005 14:59
Venstre vinnur á Þrátt fyrir óheppileg ummæli Evu Kjer Hansen, félagsmálaráðherra Danmerkur, í síðustu viku um að aukinn ójöfnuður myndi leiða af sér kraftmeira samfélag, hefur fylgi Venstre-flokks Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra og flokksbróður Hansen, ekki dalað samkvæmt skoðanakönnun sem Jyllandsposten greinir frá. Erlent 23.10.2005 15:00
Davíð hættur sem ráðherra Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Innlent 23.10.2005 15:00
Ný lögreglustöð í Mjóddinni Ný lögreglustöð verður opnuð í Álfabakka í Mjóddinni á morgun. Um leið verður lögreglustöðinni í Völvufelli í efra Breiðholti lokað. Innlent 23.10.2005 15:00
Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru. Innlent 23.10.2005 15:00
Stóðu í innbrotum og smáþjófnaði Átján ára piltur var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í hlutverki bílstjóra í innbrotaleiðangri þriggja annarra í Reykjavík í mars á þessu ári. Þá var hann dæmdur fyrir lítilræði af hassi sem fannst í bíl hans nokkrum dögum síðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Fellibylurinn Damrey í Víetnam Fellibylurinn Damrey gekk á land í Víetnam í dag en hann hefur farið niður eftir austurströnd Kína undanfarna sólarhringa. Alls létust níu manns í Kína af völdum fellibylsins, en flestir þeirra urðu undir þegar byggingar eða tré hrundu. Mikill viðbúnaður er í norður- og miðhluta Víetnams vegna fellibylsins og yfirgáfu 300 þúsund manns heimili sín áður en Damrey gekk á land. Erlent 23.10.2005 14:59
Liggur undir skemmdum Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í. Innlent 23.10.2005 15:00
Google sjö ára í dag Leitarvélin Google er sjö ára í dag og ber upphafssíða hennar þess glögglega merki. Fyrirtækið var stofnað af skólabræðrunum Larry Page og Sergey Brin í heimavistarherbergi Larrys í Stanford og reka þeir félagar fyrirtækið enn þann dag í dag. Erlent 23.10.2005 15:00
Sprauta maurasýru í tré Maurar í regnskógum Suður-Ameríku nota eitur til að grisja þær plöntur sem þeir telja óhagstæðar búsetu sinni. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem greint er frá í vísindaritinu Nature. Erlent 23.10.2005 15:00
Eldflaugum skotið frá Gasa Tveimur eldflaugum var skotið frá Gasasvæðinu í dag og lentu þær nærri ísraelskum bæjum við landamæri Ísraels og Gasastrandarinnar án þess að valda mann- eða eignatjóni. Ekki er ljóst hver eða hverjir skutu flaugunum en Hamas-samtökin í Palestínu lofuðu á dögunum að hætta slíkum árásum í kjölfar þess að Ísraelar svöruðu þeim með loftárásum. Erlent 23.10.2005 15:00
Davíð kveður þakklátur Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær, en hann tekur við stöðu seðlabankastjóra 20. október næstkomandi. Ráðherraskiptin urðu á ríkisráðsfundi síðdegis í gær. Innlent 23.10.2005 15:00
Breskur her ekki heim frá Írak Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði í ræðu á flokksþingi breska Verkamannaflokksins í gær við því að framundan væru fleiri "myrk augnablik" í Írak. En hann ítrekaði yfirlýsingu forsætisráðherrans Tony Blair frá því daginn áður um að útilokað væri að breska herliðið í Írak yrði kallað heim í bráð. Erlent 23.10.2005 15:00
Gistir hjá vinafólki Aron Pálmi Ágústsson dvelur nú hjá fjölskylduvini í borginni Tyler í Texas, en hann þurfti að dvelja eina nótt í fangelsi eftir að lögregla meinaði honum að dvelja í flóttamannabúðum Rauða krossins. Hann er í hópi milljóna sem flýðu innar í land undan fellibylnum Ritu. Erlent 23.10.2005 15:00
Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. Innlent 23.10.2005 14:59
Svikafyrirtæki eykur umsvifin hér Svikafyrirtækið European City Guide er enn að auka umsvif sín hér á landi. Forráðamenn fyrirtækja eru gabbaðir til að samþykkja skráningu í gagnabanka án endurgjalds en síðan rukkaðir um tugi þúsunda. Innlent 23.10.2005 14:59
Mál Auðar Laxness tekið fyrir Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku. Innlent 23.10.2005 14:59
Sakir aðeins fyrndar að hluta Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar. Innlent 23.10.2005 14:59
Skutu eldflaugum á Gasaborg Ísraelskar hersveitir skutu tveimur eldflaugum á Gasaborg í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í allri austanverðri borginni. Eldflaugarnar lentu á verksmiðjubyggingu þar sem Ísraelar segja að fari fram vopnaframleiðsla en Palestínumenn segja það ekki vera rétt. Enginn særðist í árásinni. Erlent 23.10.2005 14:59
Fékk 27 ára fangelsi Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag meintan leiðtoga Al-Qaida á Spáni í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum. Erlent 23.10.2005 14:59
Hámaði í sig veiðihníf Jon-Paul Carew, dýralækni í bænum Plantation í Flórída, brá heldur betur í brún þegar hann skoðaði röntgenmyndir af St. Bernhardshvolpinum Elsie. Í ljós kom að í maga hennar var rúmlega 33 sentimetra langur veiðihnífur með hvössum oddi og sagarblaði. Erlent 23.10.2005 14:59
Áhugi á tungumálum minnkar eilítið Áhugi grunn- og framhaldsskólanema á erlendum tungumálum virðist hafa minnkað ef marka má nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birtir á degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. Þar kemur fram að skólaárið 2003-2004 lögðu 73,9 prósent nemenda á framhaldsskóla stund á nám í einhverju erlendu tungumáli en ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 73,0 prósent. Frá árinu 1999 hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað um 2,8 prósentustig. Innlent 23.10.2005 14:59
Ríkislögreglustjóri útskýri tafir Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.10.2005 14:59
Merkel vill leiða viðræðurnar Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar. Erlent 23.10.2005 14:59
Aftur fjallað um Halldór Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti. Innlent 23.10.2005 14:59