Fréttir Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22.1.2006 19:16 Aðstoðarþjálfari ráðinn til Fram Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar. Sport 22.1.2006 19:02 Kanna hvort ungmennum hafi verið veitt áfengi Lögregla rannsakar nú hvort stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, hafi veitt unglingum undir lögaldri áfengi. Innlent 22.1.2006 18:03 Ferdinand tryggði Man Utd sigur á Liverpool Rio Ferdinand tryggði Manchester United síðbúinn 1-0 sigur á Liverpool í stórviðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford nú síðdegis. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn með skalla á 90. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sport 22.1.2006 17:58 DiMarco hirti hæsta verðlaunaféð Hinn bandaríski Chris DiMarco hreppti í dag hæsta verðlaunaféð á opna evrópska meistaramótinu í golfi þegar hann fór með sigur af hólmi í Abu Dhabi í dag. DiMarco lauk keppni á samtals 20 höggum undir pari en annar varð Svíinn Henrik Stenson á 19 höggum undir pari. Sport 22.1.2006 17:33 Juventus endurheimti 8 stiga forystu Juventus endurheimti naumlega 8 stiga forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Empoli 2-1. Eftir að hafa lent 0-1 undir á heimavelli sínum var það varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem gerðist hetja heimamanna og skoraði bæði mörk Juve. Sport 22.1.2006 17:14 Jafnt í hálfleik á Old Trafford Nú stendur yfir einn af stórleikjum ársins í enska fótboltanum þar sem staðan er markalaus hjá Man Utd og Liverpool þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið jafn þó Liverpool hafi verið meira með boltann sem nemur 57% gegn 43% heimamanna í Man Utd. Leikurinn hófst kl. 16:05 og er hægt að fylgjast með gangi mála í honum hér á úrslitaþjónustu Vísis hægra meginn á íþróttasíðunni. Sport 22.1.2006 16:59 Sakar Rússa um óþokkaverk Mikhail Saakashvili forseti Georgíu sakaði Rússa í dag um að stöðva gasveitu til Georgíu um miðjan harðindavetur. Rússnesk leiðsla í Norður-Ossetíu sem flytur gas til Georgíu og Armeníu var sprengd upp í morgun. Erlent 22.1.2006 16:53 Grönholm sigraði með mínútu forskoti Marcus Grönholm fór með sigur af hólmi í Monte Carlo-rallinu sem lauk í dag en þessi snjalli Finni ekur á Ford. Grönholm varð rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb sem stal senunnni í rallinu í gær þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann allar sérleiðir dagsins. Sport 22.1.2006 16:39 Slæm byrjun hjá Arnari í Hollandi Arnar Þór Viðarsson lék í dag sinn fyrsta leik með hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente sem tapaði á heimavelli fyrir Ajax 2-3. Arnar lék allan leikinn með Twente sem var með unninn leik í lúkunum en staðan var 2-1 fyrir Twente þegar 2 mínútur voru til leiksloka. Þá urðu Arnari á dýr mistök... Sport 22.1.2006 16:23 Charlton stöðvaði sigurgöngu Chelsea Chelsea mistókst að vinna sinn ellefta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við Charlton. Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir á 18. mínútu en Marcus Bent kom inn á af varamannabekk Charlton og jafnaði metin. Bæði Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson (Charlton) léku allan leikinn með sínum liðum. Sport 22.1.2006 15:35 Rafiðnaðarmenn frá öllum heimsálfum Rafiðnaðarmenn frá öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu eru komnir til starfa á Íslandi. 101 erlendur rafiðnaðarmaður er félagi í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Flestir eru frá Slóvakíu, nítján, og Króatíu, átján. Aðrir koma svo langt frá sem Kólumbíu, Suður-Afríku og Víetnam. Innlent 22.1.2006 13:11 Beckham og Carlos með glæsimörk fyrir Real Madrid Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn. Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza. 8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag; Sport 22.1.2006 15:13 Stúdínur í undanúrslitin Bikarmeistarar Hauka eru úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta en þær töpuðu naumlega fyrir ÍS í 8 liða úrslitunum í gærkvöldi, 63-62. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og höfðu Stúdínur 4 stiga forystu í hálfleik, 33-29 en leikið var í Kennaraháskólanum. Sport 22.1.2006 14:21 Heimsmet í fjölda lestafarþega Talið er að 37 milljónir manna hafi ferðast með kínverskum lestum síðasta sólarhringinn. Þetta er met því aldrei áður hafa jafnmargir ferðast með lestum sama daginn þrátt fyrir að aflýsa hafi þurft mörgum ferðum vegna snjókomu. Erlent 22.1.2006 13:40 Eiður búinn að skora gegn Charlton Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora fyrir Chelsea gegn Charlton en liðin eigast nú við á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mark Eiðs kom eftir rúmlega 17 mínútna leik eftir sendingu frá Damien Duff og gerði Eiður sér lítið fyrir og skallaði boltann í netið á nærstöng. Staðan 1-0. Sport 22.1.2006 13:52 Dagný í 43. sæti en Björgvin úr leik Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni í morgun í fyrri ferð á heimsbikarmótinu í skíðum í sem fram fer í Austurríki. Þá er Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri í 43. sæti í bruni kvenna á heimsbikarmótinu í St. Moritz í Sviss en síðar í dag verður keppt í svigi og með góðum árangri þar getur Dagný komist ofar þar sem sameiginlega er keppt í bruni og svigi í dag. Sport 22.1.2006 13:49 Eiður í byrjunarliði Chelsea gegn Charlton Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn hófst kl. 13:30. Chelsea getur unnið sinn ellefta sigur í röð í deildinni í dag á meðan Charlton reynir að komast upp í efri hluta deildarinnar með sigri. Hermann er að venju í byrjunarliði Charlton. Sport 22.1.2006 13:41 Öllum skipverjum sagt upp Öllum skipverkjum á Víkingi AK 100 frá Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Í bréfi þar sem þeim er tilkynnt um uppsögnina kemur fram að engin verkefni séu fyrirsjáanleg fyrir skipið að loðnuvertíð lokinni fyrr en í janúar á næsta ári. Innlent 22.1.2006 13:18 West Ham kaupir sóknarmann á 7.25 milljónir punda Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham styrkti lið sitt til muna í dag þegar samningar náðust við 1. deildarlið Norwich City um kaup á sóknarmanninum Dean Ashton. Kaupverðið er engin skiptimynt eða 7.25 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla leikmann. Ashton sem lék áður með U21 árs landsliði Englendinga skoraði 18 mörk í 46 leikjum fyrir Norwich. Sport 22.1.2006 13:17 Andarnefjan dauð Andarnefjan ógæfusama sem villtist upp ána Thames fyrir helgi er dauð þrátt fyrir umfangsmiklar björgunaraðgerðir í gær. Björgunarmenn hífðu hvalinn um borð í pramma í því skyni að sigla með hann út á haf og sleppa honum þar. En þegar hvalurinn var kominn upp á prammann tók hann krampakippi og gaf upp öndina. Erlent 22.1.2006 12:59 LeBron James skoraði 51 stig Ungstirnið LeBron James skoraði 51 stig þegar lið Cleveland Cavaliers vann 108-90 sigur á Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James skorar yrir 50 stig í leik en árangur hans í nótt er sérstakur á tvo vegu. Annars vegar í ljósi þess að hann spilaði meiddur á hné. "Vá. Það eina sem ég get sagt er VÁ," sagði þjálfari hans, Mike Brown. Sport 22.1.2006 13:06 Sátt getur náðst milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar Níu af hverjum tíu landsmönnum telja að sátt geti ríkt milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar gufuafls og tveir af hverjum þremur telja að einnig megi ná sáttum milli umhverfisverndar og vatnsaflsvirkjana. Þetta kemur fram í Gallupkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins. Innlent 22.1.2006 13:03 Við verðum að vinna Liverpool Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Manchester United, hlakkar gífurlega til stórleiks helgarinnar í enska fótboltanum en Rauðu Djöflarnir fá Liverpool í heimsókn á Old Trafford í dag. "Liverpool er á frábærri siglingu þessa dagana en við höfum unnið önnur lið í svipaðri stöðu áður..." Sport 21.1.2006 15:42 Vonskuveður víða í Evrópu Vonskuveður hefur geisað í Evrópu um helgina. Í Danmörku var Stórabeltisbrúnni lokað, í Noregi fuku hús um koll og í Úkraínu hefur tylft manna frosið í hel. Erlent 22.1.2006 12:22 Árangurinn kom Ásthildi á óvart Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Innlent 22.1.2006 12:14 Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa. Innlent 22.1.2006 12:03 Fjórtán ára tekinn á bíl Fjórtán ára piltur var stöðvaður í Sandgerði snemma í morgun þar sem hann ók um á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en eftir nokkra eftirför lögreglu. Innlent 22.1.2006 10:39 Uppnám meðal Frjálslyndra demókrata Uppnám ríkir í Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi eftir að dagblaðið News of the World birti í morgun fréttir þess efnis að Mark Oaten, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti frjálslyndra, hefði ítrekað greitt 23 ára manni fyrir kynlíf. Innlent 22.1.2006 10:43 Íhaldsmaður sigurstranglegastur Forsetakosningar fara fram í Portúgal í dag. Búist er við að íhaldsmaðurinn Anibal Cavaco Silva fái flest atkvæði, þó ekki svo mörg að hann hreppi forsetastólinn í fyrstu atrennu. Erlent 22.1.2006 10:45 « ‹ ›
Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22.1.2006 19:16
Aðstoðarþjálfari ráðinn til Fram Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar. Sport 22.1.2006 19:02
Kanna hvort ungmennum hafi verið veitt áfengi Lögregla rannsakar nú hvort stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, hafi veitt unglingum undir lögaldri áfengi. Innlent 22.1.2006 18:03
Ferdinand tryggði Man Utd sigur á Liverpool Rio Ferdinand tryggði Manchester United síðbúinn 1-0 sigur á Liverpool í stórviðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford nú síðdegis. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn með skalla á 90. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sport 22.1.2006 17:58
DiMarco hirti hæsta verðlaunaféð Hinn bandaríski Chris DiMarco hreppti í dag hæsta verðlaunaféð á opna evrópska meistaramótinu í golfi þegar hann fór með sigur af hólmi í Abu Dhabi í dag. DiMarco lauk keppni á samtals 20 höggum undir pari en annar varð Svíinn Henrik Stenson á 19 höggum undir pari. Sport 22.1.2006 17:33
Juventus endurheimti 8 stiga forystu Juventus endurheimti naumlega 8 stiga forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Empoli 2-1. Eftir að hafa lent 0-1 undir á heimavelli sínum var það varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem gerðist hetja heimamanna og skoraði bæði mörk Juve. Sport 22.1.2006 17:14
Jafnt í hálfleik á Old Trafford Nú stendur yfir einn af stórleikjum ársins í enska fótboltanum þar sem staðan er markalaus hjá Man Utd og Liverpool þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið jafn þó Liverpool hafi verið meira með boltann sem nemur 57% gegn 43% heimamanna í Man Utd. Leikurinn hófst kl. 16:05 og er hægt að fylgjast með gangi mála í honum hér á úrslitaþjónustu Vísis hægra meginn á íþróttasíðunni. Sport 22.1.2006 16:59
Sakar Rússa um óþokkaverk Mikhail Saakashvili forseti Georgíu sakaði Rússa í dag um að stöðva gasveitu til Georgíu um miðjan harðindavetur. Rússnesk leiðsla í Norður-Ossetíu sem flytur gas til Georgíu og Armeníu var sprengd upp í morgun. Erlent 22.1.2006 16:53
Grönholm sigraði með mínútu forskoti Marcus Grönholm fór með sigur af hólmi í Monte Carlo-rallinu sem lauk í dag en þessi snjalli Finni ekur á Ford. Grönholm varð rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb sem stal senunnni í rallinu í gær þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann allar sérleiðir dagsins. Sport 22.1.2006 16:39
Slæm byrjun hjá Arnari í Hollandi Arnar Þór Viðarsson lék í dag sinn fyrsta leik með hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente sem tapaði á heimavelli fyrir Ajax 2-3. Arnar lék allan leikinn með Twente sem var með unninn leik í lúkunum en staðan var 2-1 fyrir Twente þegar 2 mínútur voru til leiksloka. Þá urðu Arnari á dýr mistök... Sport 22.1.2006 16:23
Charlton stöðvaði sigurgöngu Chelsea Chelsea mistókst að vinna sinn ellefta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við Charlton. Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir á 18. mínútu en Marcus Bent kom inn á af varamannabekk Charlton og jafnaði metin. Bæði Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson (Charlton) léku allan leikinn með sínum liðum. Sport 22.1.2006 15:35
Rafiðnaðarmenn frá öllum heimsálfum Rafiðnaðarmenn frá öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu eru komnir til starfa á Íslandi. 101 erlendur rafiðnaðarmaður er félagi í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Flestir eru frá Slóvakíu, nítján, og Króatíu, átján. Aðrir koma svo langt frá sem Kólumbíu, Suður-Afríku og Víetnam. Innlent 22.1.2006 13:11
Beckham og Carlos með glæsimörk fyrir Real Madrid Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn. Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza. 8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag; Sport 22.1.2006 15:13
Stúdínur í undanúrslitin Bikarmeistarar Hauka eru úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta en þær töpuðu naumlega fyrir ÍS í 8 liða úrslitunum í gærkvöldi, 63-62. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og höfðu Stúdínur 4 stiga forystu í hálfleik, 33-29 en leikið var í Kennaraháskólanum. Sport 22.1.2006 14:21
Heimsmet í fjölda lestafarþega Talið er að 37 milljónir manna hafi ferðast með kínverskum lestum síðasta sólarhringinn. Þetta er met því aldrei áður hafa jafnmargir ferðast með lestum sama daginn þrátt fyrir að aflýsa hafi þurft mörgum ferðum vegna snjókomu. Erlent 22.1.2006 13:40
Eiður búinn að skora gegn Charlton Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora fyrir Chelsea gegn Charlton en liðin eigast nú við á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mark Eiðs kom eftir rúmlega 17 mínútna leik eftir sendingu frá Damien Duff og gerði Eiður sér lítið fyrir og skallaði boltann í netið á nærstöng. Staðan 1-0. Sport 22.1.2006 13:52
Dagný í 43. sæti en Björgvin úr leik Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni í morgun í fyrri ferð á heimsbikarmótinu í skíðum í sem fram fer í Austurríki. Þá er Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri í 43. sæti í bruni kvenna á heimsbikarmótinu í St. Moritz í Sviss en síðar í dag verður keppt í svigi og með góðum árangri þar getur Dagný komist ofar þar sem sameiginlega er keppt í bruni og svigi í dag. Sport 22.1.2006 13:49
Eiður í byrjunarliði Chelsea gegn Charlton Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn hófst kl. 13:30. Chelsea getur unnið sinn ellefta sigur í röð í deildinni í dag á meðan Charlton reynir að komast upp í efri hluta deildarinnar með sigri. Hermann er að venju í byrjunarliði Charlton. Sport 22.1.2006 13:41
Öllum skipverjum sagt upp Öllum skipverkjum á Víkingi AK 100 frá Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Í bréfi þar sem þeim er tilkynnt um uppsögnina kemur fram að engin verkefni séu fyrirsjáanleg fyrir skipið að loðnuvertíð lokinni fyrr en í janúar á næsta ári. Innlent 22.1.2006 13:18
West Ham kaupir sóknarmann á 7.25 milljónir punda Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham styrkti lið sitt til muna í dag þegar samningar náðust við 1. deildarlið Norwich City um kaup á sóknarmanninum Dean Ashton. Kaupverðið er engin skiptimynt eða 7.25 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla leikmann. Ashton sem lék áður með U21 árs landsliði Englendinga skoraði 18 mörk í 46 leikjum fyrir Norwich. Sport 22.1.2006 13:17
Andarnefjan dauð Andarnefjan ógæfusama sem villtist upp ána Thames fyrir helgi er dauð þrátt fyrir umfangsmiklar björgunaraðgerðir í gær. Björgunarmenn hífðu hvalinn um borð í pramma í því skyni að sigla með hann út á haf og sleppa honum þar. En þegar hvalurinn var kominn upp á prammann tók hann krampakippi og gaf upp öndina. Erlent 22.1.2006 12:59
LeBron James skoraði 51 stig Ungstirnið LeBron James skoraði 51 stig þegar lið Cleveland Cavaliers vann 108-90 sigur á Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James skorar yrir 50 stig í leik en árangur hans í nótt er sérstakur á tvo vegu. Annars vegar í ljósi þess að hann spilaði meiddur á hné. "Vá. Það eina sem ég get sagt er VÁ," sagði þjálfari hans, Mike Brown. Sport 22.1.2006 13:06
Sátt getur náðst milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar Níu af hverjum tíu landsmönnum telja að sátt geti ríkt milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar gufuafls og tveir af hverjum þremur telja að einnig megi ná sáttum milli umhverfisverndar og vatnsaflsvirkjana. Þetta kemur fram í Gallupkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins. Innlent 22.1.2006 13:03
Við verðum að vinna Liverpool Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Manchester United, hlakkar gífurlega til stórleiks helgarinnar í enska fótboltanum en Rauðu Djöflarnir fá Liverpool í heimsókn á Old Trafford í dag. "Liverpool er á frábærri siglingu þessa dagana en við höfum unnið önnur lið í svipaðri stöðu áður..." Sport 21.1.2006 15:42
Vonskuveður víða í Evrópu Vonskuveður hefur geisað í Evrópu um helgina. Í Danmörku var Stórabeltisbrúnni lokað, í Noregi fuku hús um koll og í Úkraínu hefur tylft manna frosið í hel. Erlent 22.1.2006 12:22
Árangurinn kom Ásthildi á óvart Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Innlent 22.1.2006 12:14
Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa. Innlent 22.1.2006 12:03
Fjórtán ára tekinn á bíl Fjórtán ára piltur var stöðvaður í Sandgerði snemma í morgun þar sem hann ók um á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en eftir nokkra eftirför lögreglu. Innlent 22.1.2006 10:39
Uppnám meðal Frjálslyndra demókrata Uppnám ríkir í Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi eftir að dagblaðið News of the World birti í morgun fréttir þess efnis að Mark Oaten, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti frjálslyndra, hefði ítrekað greitt 23 ára manni fyrir kynlíf. Innlent 22.1.2006 10:43
Íhaldsmaður sigurstranglegastur Forsetakosningar fara fram í Portúgal í dag. Búist er við að íhaldsmaðurinn Anibal Cavaco Silva fái flest atkvæði, þó ekki svo mörg að hann hreppi forsetastólinn í fyrstu atrennu. Erlent 22.1.2006 10:45