Fréttir

Fréttamynd

Rændi lyfjum í apóteki vopnaður exi

Lögreglan í Kópavogi leitar manns sem ruddist inn í apótek Lyfs og heilsu við Smiðjuveg á ellefta tímanum í morgun og rændi þaðan lyfjum. Maðurinn kom inn í verslunina vopnaður exi og heimtaði lyf af starfsfólki sem hann fékk.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir verða að efna loforðin

Bankarnir verða að standa við loforð sín um að draga úr útlánum segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Hann segir jafnframt að enn hafi ekkert komið fram sem sýni fram á að fasteignamarkaðurinn sé að kólna.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður FL Group 5,8 milljarðar króna

Hagnaður FL Group nam rúmum 5,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 25 milljónir króna árið á undan. Fyrir skatta nam hagnaður samstæðunnar rúmum 6,6 milljörðum króna. Árið á undan nam hagnaðurinn 25 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveggja ára dómur fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að eiga og ætla að selja umtalsvert magn af fíkniefnum. Fíkniefnin fundust við leit á veitingastað í eigu mannsins en um var að ræða amfetamín í ýmsu formi.

Innlent
Fréttamynd

18 ára stúlka fékk dóm fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun 18 ára stúlku í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, og til greiðslu sakarkostnaðar, en vísaði frá skaðabótakröfu ákæruvaldsins upp á röskar 400 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinist í alifuglum í Danmörku

Alifuglar hafa greinst með H5 afbrigði fuglaflensu í Danmörku. Sjúkdómurinn greindist í fuglum á búi í Hudslev rétt hjá Kerteminde á Fjóni. Fuglar á búinu hafa verið aflífaðir og lögregla er að setja upp eftirlit á tíu kílómetra svæði í kringum búið.

Erlent
Fréttamynd

Mittal Steel gerir yfirtökutilboð í Arcelor

Stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska aukýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður Bretlands, hefur gert yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðar upp 19,7 milljarða evrur. Stjórn Mittal í Lúxemborg hefur lýst sig andsnúna tilboðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Klekkt á neytendum

Meira ósamræmi er á milli verðs í hillum og afgreiðslukössum í einstökum matvöruverslunum nú en nokkru sinni fyrr, og geta verslanaeigendur átt yfir höfði sér stjórnvaldssektir vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Kjörsókn eykst dag frá degi

2664 höfðu kosið utan kjörfundar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík rétt fyrir hádegi í dag. Tíu dagar eru í kosningar og eykst kjörsókn dag frá degi.

Innlent
Fréttamynd

5 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun og fleiri brot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ólaf Hrafn Magnússon í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, kynferðisbrot og vörslu barnakláms. Ólafur barði mann þangað til hann missti meðvitund og stakk hann í bakið á Menningarnótt í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Barnes & Noble tæpar 10 milljónir dala

Bandaríska bókaverslunarkeðjan Barnes & Noble hagnaðist um 9,99 milljón Bandaríkjadali, eða 14 sent á hlut, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ein af helstu ástæðum hagnaðarins var metsala á bókum eftir hryllingshöfundinn Stephen King og Jim Cramer, fréttaþul sjónvarpsstöðvarinnar CNBC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Völd konungs skert

Völd Gyanendra konungs í Nepal skerðast töluvert samkvæmt nýrri ályktun sem þing landsins samþykkti í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Segjast ekki hafa boðið Gísla Einarssyni sæti á lista

Forystumenn Frjálslynda flokksins segja ekkert hæft í þeirri „gróusögu" að flokkurinn hafi í undanfara kosningabaráttu boðið Gísla S. Einarssyni, fyrrverandi alþingismanni Samfylkingar, sæti á framboðslista Frjálslyndra og óháðra á Akranesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Nýrri öryggissveit mótmælt

Tugir vopnaðra Fatah-liða hröktu vara-forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna á flótta úr borg á Vesturbakkanum í morgun, þar sem hann var kominn til fundar. Spenna milli stuðningsmanna Hamas og Fatah á Vesturbakkanum hefur magnast síðustu daga, sér í lagi eftir að heimastjórn Hamas stofnaði eigin öryggissveit í gær.

Erlent
Fréttamynd

Efasemdir um ágæti vaxtahækkana

Vaxandi efasemda er farið að gæta um að stýrivaxtahækkanir þjóni lengur tilgangi sínum, og að úr þessu geti þær jafnvel farið að hafa neikvæð áhrif.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi skuldsetning ungra einhleypra karla

Ungir einhleypir karlmenn og einstæðar mæður eru skuldsettust allra og í erfiðustu fjárhagskröggunum. Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, ætlar að láta kanna stöðu einstæðra karla sérstaklega.

Innlent
Fréttamynd

Átta létust í Kína af völdum fellibyls

Átta létu lífið, þar af tvö börn, þegar fellibylurinn Chanchu skall á suðurströnd Kína í morgun. Bylurinn hafði áður orðið þrjátíu og sjö að bana á Filippseyjum. Hátt í milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Suður-Kína vegna bylsins.

Erlent
Fréttamynd

Kona deyr úr fuglaflensu í Egyptalandi

Sjötíu og fimm ára gömul kona í Egyptalandi lést úr fuglaflensu í morgun. Talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar staðfesti þetta. Þar með hafa sex orðið flensunni að bráð þar í landi. Konan bjó í suðurhluta landsins og hafði að sögn komist í tæri við sýkta fugla.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir í sögulegu hámarki

Stýrivextir Seðlabankans hækka í 12,25 prósent samkvæmt ákvörðun sem bankastjórn Seðlabankans tilkynnti í morgun. Stýrivextir hafa aldrei verið hærri en þeir eru núna.

Innlent
Fréttamynd

Má sletta skyri eða klifra upp í byggingakrana?

Má sletta skyri eða klifra upp í byggingakrana? Hve langt mega yfirvöld ganga til að hefta mótmælendur? Þetta er meðal þeirra spurninga sem ræddar verða á málþingi um mótmæli og lýðræði sem ReykjavíkurAkademían stendur að í dag.

Innlent
Fréttamynd

Röð sprenginga í Bagdad

Ekkert lát virðist ætla að verða á ofbeldisverkum og sprengjuárásum í Írak. Sjö féllu og fjölmargir særðust í röð sprenginga í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þá voru átta skotnir til bana í borginni á sama tíma.

Erlent
Fréttamynd

Svifryk í Reykjavík frá Rússlandi

Svifryksmengun í Reykjavík var yfir heilsuverndarmörkum samfellt í tvo sólarhringa í síðustu viku vegna mengunar sem barst frá Rússlandi. Mengunin var viðvarandi í tvo sólarhringa og féll ekki niður yfir nóttina eins og vant er þegar mengunin er af völdum bílaumferðar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ágúst verður forstjóri

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa skipt um störf hjá Bakkavör, fyrirtæki sem er að mestu í þeirra eigu. Ágúst tekur við forstjórastarfinu af Lýði sem tekur við stjórnarformennsku af Ágústi.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlurnar ekki komnar í gagnið

Ekki tókst að koma stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, í lag í gær en vonast er til að hún komist í gagnið fyrir helgina. Litla þyrlan, TF-SIF, er enn í Noregi þar sem meðal annars er verið að ganga frá nætursjónauka í henni.

Innlent
Fréttamynd

Eiturlyfjabarón handtekinn í Brasilíu

Lögregla í Bandaríkjunum, Brasilíu og Kólumbíu hafa að líkindum greitt einum umfangsmesta eiturlyfjahring í heimi náðarhöggið með aðgerðum sínum fyrr í vikunni. Þá var leiðtogi hans og einn eftirlýstasti eiturlyfjabarón í heimi handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Töluverðar lækkanir í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag í kjölfar lækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Þetta er sjöunda skiptið í röð sem gengi bréfanna lækkar í Japan og nemur heildarlækkunin 7 prósentum. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,35 prósent en lokagengi vísitölunnar stendur í 15.087,18 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga hér einu prósenti yfir EES

Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjunum á Evrópska efnahagssvæðinu var 102,1 stig í apríl og hækkaði um 0,7 prósent frá mars. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 102,7 stig, hækkaði um 0,8 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent