Fréttir Ryksugurisi í mál við NilFisk Meðlimir Stokkseyar-bakka-bandsins Nilfisk, eiga yfir höfði sér lögsókn að hálfu ryksuguframleiðandans Nilfisk. Ryksugurisinn krefst þess að hljómsveitin samnefnda breyti heiti sínu og að allur varningur hennar verði gerður upptækur. Piltarnir í hljómsveitinni Nilfisk urðu Íslendingum fyrst að góðu kunnir árið 2003 en þá hituðu upp fyrir bandarísku hljómsveitina Foo Fighters kunn er um alla veröld. Tildrög þess voru þau að eftir að sjálfur söngvari Foo figthers David Grohl, fyrrverandi trommari Nirvarna, hafði lokið máltíð á Stokkseyri gekk hann á tóna sem honum bárust til eyrna úr nærliggjandi skúr. Þar inni hitti hann fyrir unga drengi á hljómsveitaræfingu og svo heillaður varð rokkarinn að hann bað þá um að hita upp fyrir hljómsveit sína. Atburðurinn vakti mikla athygli og á vafalaust stóran þátt í þeirri athygli sem drengirnir hafa fengið. En nú hefur annar risi sýnt Stokks-eyra bandinu áhuga. Reyndar er það ekki goðsögn úr samtímatónlistinni sem hefur augastað á drengunum nú heldur risa ryksuguframleiðandinn Nilfisk. Ryksuguframleiðandinn hótar drengjunum lögsókn breyti þeir ekki nafni sínu og innkalli varning sinn. Innlent 14.7.2006 22:24 Vöruflutningabíll fastur í Hvalfjarðargöngum Vöruflutningabíll festist í gangamunna Hvalfjarðarganga Reykjavíkurmegin rétt fyrirklukkan níu í kvöld og lokuðust göngin að hluta til á meðan. Mikil röð myndaðist við göngin af þessum sökum og var ökumönnum bent á að sýna biðlund. Þetta er fimmti vöruflutningabíllinn á skömmum tíma sem festir sig í gangamunnanum sem þykir með ólíkindum þar sem merkingar við göngin sem tilgreina hæð þeirra eru mjög greinileg. Innlent 14.7.2006 22:16 Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi. Erlent 14.7.2006 20:07 Hægt að lækka matvælaverð um fjórðung Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Innlent 14.7.2006 18:27 Vildu frávísun morðmáls Dómari í máli gegn bandarískum hermanni, sem grunaður er um að hafa orðið tvítugri konu að bana á Keflavíkurflugvelli í ágúst, hefur neitað að vísa málinu frá. Verjendur mannsins kröfðust frávísunar á grundvelli þess hversu lengi hermaðurinn hefur verið í haldi. Innlent 14.7.2006 18:22 Flugskeytum rignir yfir Líbanon Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn. Erlent 14.7.2006 17:47 Enn standa spilliefni á gamla lagersvæði Olís Mikið magn spilliefna stendur enn á gamla lagersvæði Olís við Kölluarklettsveg þrátt fyrir að fögur fyrirheit fyrirtækisins um að öll efni yrðu horfin af lóðinni í lok þessarar viku. Undanfarnar þrjár vikur hafa hin ýmsu spilliefni staðið á gamla lagersvæði Olís vegna flutninga en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina fljótlega. Búið er að rýma öll húsin en eftir standa spilliefni um alla lóð sem eftir er að flytja í nýja lagerhúsnæðið. Hjá Olís fengust þær upplýsingar að menn væru nú í óða önn að fjarlægja það litla sem enn væri eftir en þegar fréttamann bar að gerði var engin við þó hlið stæðu opin. -- Og en var mikill fjöldi efna á lóðinni. Þó svæðið sé afgirt er hægarleikur að bregða sér í gegnum girðingarnar, eins og sjá má á myndunum. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, sagði fréttamanni fyrir skömmu að ekki væri verulegt magn að ræða og skamman tíma tæki að fjarlægja það sem eftir væri. Í dag greindi hann frá því að menn væru nú að störfum við að fjarlægja það litla sem eftir væri af efnum af svæðinu. Á myndum sem teknar voru í dag má þó sjá að enn stendur mikið magn efna á lóðinni og engin starfsmaður var sjáanlegur að störfum. Innlent 14.7.2006 17:41 Lánum KB-banka þinglýst með 4,9 % vöxtun Lánum hjá Kb banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Margir viðskiptavinir bankans hafa undanfarið fengið send bréf þess efnis að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna fyrir afslættinum. Um fimmtíu handhafar íbúðalána Kb-banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Innlent 14.7.2006 17:40 Tímamót hjá UNICEF á Íslandi Tímamót urðu í dag í starfi Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi þegar gengið var frá samningi um framtíðarsamstarf. Framkvæmdastjóri UNICEF er stödd hér á landi í tilefni þessa. Innlent 14.7.2006 17:39 Ungir Framsóknarmenn skora á Birki í formennsku Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem verður 18-19 ágúst næstkomandi. Stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri telur að nú sé tækifæri til að yngja upp í forustusveit Framsóknarflokksins. Innlent 14.7.2006 17:38 Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrítugan Litháa í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok febrúar og verður sá tími dreginn frá refsingunni. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða rúmlega eina milljón í sakarkostnað. Maðurinn var tekinn þegar hann kom með með flugi frá Heatrow flugvelli í London en í farangri hans fundust fimm vínflöskur sem innihéldu fljótandi amfetamín. Innlent 14.7.2006 17:35 Vöxtum þinglýst hærra en opinberlega er boðið upp á Lánum hjá KB banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Um fimmtíu handhafar íbúðalána KB banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Lánum frá KB banka er þinglýst með 4,9% vöxtum en lántökum er síðan gefinn 0,75 prósentustiga afsláttur af vaxtagreiðslum gegn því að þeir séu með launareikning sinn hjá KB banka og nýti sér aðra þjónustu bankans. Ef lántakendur uppfylla ekki þessi skilyrði er því hægt að setja 4,9% vexti á lán þeirra. Innlent 14.7.2006 16:54 Öryggisráð Sþ á neyðarfundi Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar. Erlent 14.7.2006 17:13 Matvælanefnd klofin í afstöðunni um lækkun matvælaverðs Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig lækka eigi matvælaverð. Helsta ágreiningsatriðið er lækkun eða afnám tollverndar búvöru. Meðal leiða, sem bent er á í skýrslu nefndarinnar, í því skyni að lækka verð á matvöru eru fyrir utan afnám búvörutolla skattbreytingar, afnám vörugjalds, samræmingu og lækkun á virðisaukaskatti. Innlent 14.7.2006 17:07 Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. Viðskipti erlent 14.7.2006 16:44 Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra UNICEF Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra átti fund með Ann M. Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hún er hér á landi til að skrifa undir framtíðarsamning við landssamband UNICEF á Íslandi. Innlent 14.7.2006 14:27 Bíll út í Sogið Mikill viðbúnaður var nú fyrir skömmu við Sogið í Árnessýslu þar sem bíll fór út í ána. Betur fór þó en á horfðist því maðurinn er kominn á þurrt og lítið sem ekkert meiddur. Innlent 14.7.2006 14:06 Ríkisskattstjóri lætur af embætti Indriði G. Þorláksson, ríkisskattstjóri, hefur tilkynnt samstarfsfólki sínu að hann muni láta af embætti í lok september, næstkomandi. Indriði staðfesti þetta í samtali við NFS, fyrir stundu. Innlent 14.7.2006 13:58 Eign lífeyrissjóðanna lækkar Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí en lækkaða um rúma 11 milljarða milli mánaða samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni. Innlent 14.7.2006 13:13 Morðmáli ekki vísað frá Dómari í máli bandarískrar konu, sem samstarfsmaður hennar myrti á Keflavíkurflugvelli, hefur neitað að vísa málinu frá, eins og verjendur höfðu farið fram á. Innlent 14.7.2006 13:10 Nýir í Englandsbanka Viðskipti erlent 14.7.2006 12:56 Helstu iðnríki heims funda á morgun Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi. Erlent 14.7.2006 12:33 Þrír enn óvinnufærir eftir klórgasslysið Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. Innlent 14.7.2006 12:16 Sjálfkjörið í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka Sjálfkjörið er í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og rann framboðsfrestur til stjórnarinnar út í gær. Innlent 14.7.2006 12:20 Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Erlent 14.7.2006 12:18 Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Borgarráð varð á fundi sínum í gær einhuga um að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Innlent 14.7.2006 11:58 F-listinn krefst leiðréttingar frá borgarstjóra F-listinn segir upplýsingar borgarstjóra um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar rangar og krefst þess að þær verði leiðréttar þar sem þær gefi skakka mynd af skipan þessara mála hjá F-listanum. Innlent 14.7.2006 11:21 Icelandic Group kaupir frystisvið Delpierre Alfesca og Icelandic Group skrifuðu síðdegis í gær undir formlegan samning um kaup Icelandic Group á frystisviði Delpierre (áður SIF France). Þetta er í samræmi við tilkynningu til Kauphallar þann 7. júlí s.l. þar sem fram kom að aðilar væru langt komnir með að ljúka samningum sín á milli. Heildarkaupverð er um 17 milljónir evra, rúmir 1,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 14.7.2006 11:18 Framhaldsskólanemar fagna tillögum menntamálaráðherra Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema fagnar tillögum menntamálaráðherra um endurskoðun starfsnáms og eflingu þess til framtíðar. Innlent 14.7.2006 11:13 Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar. Erlent 14.7.2006 10:58 « ‹ ›
Ryksugurisi í mál við NilFisk Meðlimir Stokkseyar-bakka-bandsins Nilfisk, eiga yfir höfði sér lögsókn að hálfu ryksuguframleiðandans Nilfisk. Ryksugurisinn krefst þess að hljómsveitin samnefnda breyti heiti sínu og að allur varningur hennar verði gerður upptækur. Piltarnir í hljómsveitinni Nilfisk urðu Íslendingum fyrst að góðu kunnir árið 2003 en þá hituðu upp fyrir bandarísku hljómsveitina Foo Fighters kunn er um alla veröld. Tildrög þess voru þau að eftir að sjálfur söngvari Foo figthers David Grohl, fyrrverandi trommari Nirvarna, hafði lokið máltíð á Stokkseyri gekk hann á tóna sem honum bárust til eyrna úr nærliggjandi skúr. Þar inni hitti hann fyrir unga drengi á hljómsveitaræfingu og svo heillaður varð rokkarinn að hann bað þá um að hita upp fyrir hljómsveit sína. Atburðurinn vakti mikla athygli og á vafalaust stóran þátt í þeirri athygli sem drengirnir hafa fengið. En nú hefur annar risi sýnt Stokks-eyra bandinu áhuga. Reyndar er það ekki goðsögn úr samtímatónlistinni sem hefur augastað á drengunum nú heldur risa ryksuguframleiðandinn Nilfisk. Ryksuguframleiðandinn hótar drengjunum lögsókn breyti þeir ekki nafni sínu og innkalli varning sinn. Innlent 14.7.2006 22:24
Vöruflutningabíll fastur í Hvalfjarðargöngum Vöruflutningabíll festist í gangamunna Hvalfjarðarganga Reykjavíkurmegin rétt fyrirklukkan níu í kvöld og lokuðust göngin að hluta til á meðan. Mikil röð myndaðist við göngin af þessum sökum og var ökumönnum bent á að sýna biðlund. Þetta er fimmti vöruflutningabíllinn á skömmum tíma sem festir sig í gangamunnanum sem þykir með ólíkindum þar sem merkingar við göngin sem tilgreina hæð þeirra eru mjög greinileg. Innlent 14.7.2006 22:16
Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi. Erlent 14.7.2006 20:07
Hægt að lækka matvælaverð um fjórðung Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Innlent 14.7.2006 18:27
Vildu frávísun morðmáls Dómari í máli gegn bandarískum hermanni, sem grunaður er um að hafa orðið tvítugri konu að bana á Keflavíkurflugvelli í ágúst, hefur neitað að vísa málinu frá. Verjendur mannsins kröfðust frávísunar á grundvelli þess hversu lengi hermaðurinn hefur verið í haldi. Innlent 14.7.2006 18:22
Flugskeytum rignir yfir Líbanon Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn. Erlent 14.7.2006 17:47
Enn standa spilliefni á gamla lagersvæði Olís Mikið magn spilliefna stendur enn á gamla lagersvæði Olís við Kölluarklettsveg þrátt fyrir að fögur fyrirheit fyrirtækisins um að öll efni yrðu horfin af lóðinni í lok þessarar viku. Undanfarnar þrjár vikur hafa hin ýmsu spilliefni staðið á gamla lagersvæði Olís vegna flutninga en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina fljótlega. Búið er að rýma öll húsin en eftir standa spilliefni um alla lóð sem eftir er að flytja í nýja lagerhúsnæðið. Hjá Olís fengust þær upplýsingar að menn væru nú í óða önn að fjarlægja það litla sem enn væri eftir en þegar fréttamann bar að gerði var engin við þó hlið stæðu opin. -- Og en var mikill fjöldi efna á lóðinni. Þó svæðið sé afgirt er hægarleikur að bregða sér í gegnum girðingarnar, eins og sjá má á myndunum. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, sagði fréttamanni fyrir skömmu að ekki væri verulegt magn að ræða og skamman tíma tæki að fjarlægja það sem eftir væri. Í dag greindi hann frá því að menn væru nú að störfum við að fjarlægja það litla sem eftir væri af efnum af svæðinu. Á myndum sem teknar voru í dag má þó sjá að enn stendur mikið magn efna á lóðinni og engin starfsmaður var sjáanlegur að störfum. Innlent 14.7.2006 17:41
Lánum KB-banka þinglýst með 4,9 % vöxtun Lánum hjá Kb banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Margir viðskiptavinir bankans hafa undanfarið fengið send bréf þess efnis að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna fyrir afslættinum. Um fimmtíu handhafar íbúðalána Kb-banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Innlent 14.7.2006 17:40
Tímamót hjá UNICEF á Íslandi Tímamót urðu í dag í starfi Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi þegar gengið var frá samningi um framtíðarsamstarf. Framkvæmdastjóri UNICEF er stödd hér á landi í tilefni þessa. Innlent 14.7.2006 17:39
Ungir Framsóknarmenn skora á Birki í formennsku Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem verður 18-19 ágúst næstkomandi. Stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri telur að nú sé tækifæri til að yngja upp í forustusveit Framsóknarflokksins. Innlent 14.7.2006 17:38
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrítugan Litháa í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok febrúar og verður sá tími dreginn frá refsingunni. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða rúmlega eina milljón í sakarkostnað. Maðurinn var tekinn þegar hann kom með með flugi frá Heatrow flugvelli í London en í farangri hans fundust fimm vínflöskur sem innihéldu fljótandi amfetamín. Innlent 14.7.2006 17:35
Vöxtum þinglýst hærra en opinberlega er boðið upp á Lánum hjá KB banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Um fimmtíu handhafar íbúðalána KB banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Lánum frá KB banka er þinglýst með 4,9% vöxtum en lántökum er síðan gefinn 0,75 prósentustiga afsláttur af vaxtagreiðslum gegn því að þeir séu með launareikning sinn hjá KB banka og nýti sér aðra þjónustu bankans. Ef lántakendur uppfylla ekki þessi skilyrði er því hægt að setja 4,9% vexti á lán þeirra. Innlent 14.7.2006 16:54
Öryggisráð Sþ á neyðarfundi Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar. Erlent 14.7.2006 17:13
Matvælanefnd klofin í afstöðunni um lækkun matvælaverðs Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig lækka eigi matvælaverð. Helsta ágreiningsatriðið er lækkun eða afnám tollverndar búvöru. Meðal leiða, sem bent er á í skýrslu nefndarinnar, í því skyni að lækka verð á matvöru eru fyrir utan afnám búvörutolla skattbreytingar, afnám vörugjalds, samræmingu og lækkun á virðisaukaskatti. Innlent 14.7.2006 17:07
Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. Viðskipti erlent 14.7.2006 16:44
Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra UNICEF Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra átti fund með Ann M. Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hún er hér á landi til að skrifa undir framtíðarsamning við landssamband UNICEF á Íslandi. Innlent 14.7.2006 14:27
Bíll út í Sogið Mikill viðbúnaður var nú fyrir skömmu við Sogið í Árnessýslu þar sem bíll fór út í ána. Betur fór þó en á horfðist því maðurinn er kominn á þurrt og lítið sem ekkert meiddur. Innlent 14.7.2006 14:06
Ríkisskattstjóri lætur af embætti Indriði G. Þorláksson, ríkisskattstjóri, hefur tilkynnt samstarfsfólki sínu að hann muni láta af embætti í lok september, næstkomandi. Indriði staðfesti þetta í samtali við NFS, fyrir stundu. Innlent 14.7.2006 13:58
Eign lífeyrissjóðanna lækkar Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí en lækkaða um rúma 11 milljarða milli mánaða samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni. Innlent 14.7.2006 13:13
Morðmáli ekki vísað frá Dómari í máli bandarískrar konu, sem samstarfsmaður hennar myrti á Keflavíkurflugvelli, hefur neitað að vísa málinu frá, eins og verjendur höfðu farið fram á. Innlent 14.7.2006 13:10
Helstu iðnríki heims funda á morgun Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi. Erlent 14.7.2006 12:33
Þrír enn óvinnufærir eftir klórgasslysið Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. Innlent 14.7.2006 12:16
Sjálfkjörið í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka Sjálfkjörið er í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og rann framboðsfrestur til stjórnarinnar út í gær. Innlent 14.7.2006 12:20
Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Erlent 14.7.2006 12:18
Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Borgarráð varð á fundi sínum í gær einhuga um að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Innlent 14.7.2006 11:58
F-listinn krefst leiðréttingar frá borgarstjóra F-listinn segir upplýsingar borgarstjóra um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar rangar og krefst þess að þær verði leiðréttar þar sem þær gefi skakka mynd af skipan þessara mála hjá F-listanum. Innlent 14.7.2006 11:21
Icelandic Group kaupir frystisvið Delpierre Alfesca og Icelandic Group skrifuðu síðdegis í gær undir formlegan samning um kaup Icelandic Group á frystisviði Delpierre (áður SIF France). Þetta er í samræmi við tilkynningu til Kauphallar þann 7. júlí s.l. þar sem fram kom að aðilar væru langt komnir með að ljúka samningum sín á milli. Heildarkaupverð er um 17 milljónir evra, rúmir 1,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 14.7.2006 11:18
Framhaldsskólanemar fagna tillögum menntamálaráðherra Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema fagnar tillögum menntamálaráðherra um endurskoðun starfsnáms og eflingu þess til framtíðar. Innlent 14.7.2006 11:13
Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar. Erlent 14.7.2006 10:58
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti