Fréttir

Fréttamynd

Segir ráðherra hafa leynt upplýsingum

Árni Finnsson formaður náttúruverndasamtaka Íslands segir að svo virðist sem Iðnaðar og viðskiptaráðherra hafi leynt almenning og Alþingi upplýsingum um jarðfræðihluta Kárahnjúkavirkjunar, á sama tíma og frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hafi verið til meðferðar á alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél Atlanta flogin til Kýpur

Flugvél Atlanta sem setið hefur föst á flugvellinum í Beirút síðan átök hófust þar um miðjan júlí flaug þaðan til Kýpur síðdegis í gær. Vélin er með þeim fyrstu sem fá að yfirgefa flugvöllinn.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur hjá Evrópusambandsríkjunum

Mikil pressa er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem hittast á neyðarfundi í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs sem sent verði til Líbanons.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð lagt fram í HoF

Fjárfestahópur, sem meðal annars er skipaður Baugi og FL Group, hefur lagt fram yfirtökutilboð í House of Fraser, eina þekktustu verslunarkeðju Bretlands fyrir 60 milljarða. Baugur og FL taka samanlagt helmingshlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita

Milli íslenskra banka er búin að vera grimmileg samkeppni í kjölfar þess krafts sem leystist úr læðingi við einkavæðingu ríkisbankanna, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Hann vill ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í nýrri skýrslu norrænna samkeppniseftirlita að hér skorti á samkeppni milli banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur hefur tilkynnt um yfirtökutilboð á House of Fraiser

Baugur Group hefur, í samvinnu við fleiri fjárfesta, tilkynnt um formlegt yfirtökutilboð í House of Fraiser. Verðið sem samkomulag hefur náðst um nemur 453 milljónum sterlingspunda eða rúmum 60 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá FL Group kemur fram að stjórn House of Fraser hefur þegar mælt með tilboði fjárfestahópsins við hluthafa sína.

Innlent
Fréttamynd

Veitti sér sjálfur áverkana

Niðurstaða lögreglurannsóknar hefur leitt í ljós að Kínverjinn sem fluttur var særður til Reykjavíkur frá Kárahnjúkum á sunnudagsmorgun veitti sér áverkana sjálfur og notaði til þess naglbít. Því hefur maðurinn neitað við yfirheyrslur og segir tvo grímuklædda menn hafa ráðist á sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti lögreglunnar á Seyðisfirði. Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sá um vettvangsrannsókn, hefur verið studd með áliti réttarmeinafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að fylgjast með netnotkun barna

Unglingsdrengur í Bandaríkjunum seldi sig á Netinu eftir að barnaníðingar höfðu smátt og smátt unnið traust hans og fengið hann til að sýna sig við kynlífsathafnir með vefmyndavél. Saga hans mun ekki vera einsdæmi. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur segir nauðsynlegt að fylgst sé með netnotkun barna án þess þó að þau séu svipt frelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að breyta neinu

Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til mótmæla á heimsvísu

Alþjóðleg umhverfisverndarsamtök hvetja til mótmæla um allan heim fyrir utan íslensk sendiráð eða fyrirtæki sem á einhvern hátt tengjast Alcoa þann fyrsta september. Mótmælin eiga beinast gegn framkvæmdum Alcoa á Kárahnjúkasvæðinu sem og íslenska ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Stytta af Ramses

Ristastór stytta af Ramses öðrum faraóa verður flutt frá Ramses-torgi þar sem hún hefur staðið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar og í miðborg Kairó í Egyptalandi, nær pýramídunum miklu.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan yfir 6000 stig

Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag og endaði í 6.004 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan seint í mars á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurfjármögnunarþörfin tryggð

Glitnir hefur á þessu ári gefið út skuldabréf fyrir 3 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 272 milljarða íslenskra króna, og með því tryggt endurfjármögnun bankans fyrir næsta ár. Handbært fé Glitnis nemur 2,5 milljörðum evra, 225 milljörðum króna, sem jafngildir 111 prósentum af fjármögnunarþörf næstu sex mánaða

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Plútó hefur verið sviptur plánetutitlinum

Hnötturinn Plútó hefur verið skilgreindur sem reikistjarna í stjötíu og sex ár, eða frá því hann var fyrst uppgötvaður árið 1930. Síðan þá hefur verið litið á Plútó sem níundu og ystu reikistjörnu sólkerfis okkar. Á ráðstefnu stjörnufræðinga, sem haldin var í Prag í Tékklandi, í dag var þó tekin ákvörðun um að svipta Plútó þessum titli og verður hann ekki nefndur sem slíkur í skólabókum aftur. Í mörg ár hefur verið deilt um stöðu hans þar sem hann er mun minn en hinar reikistjörnurnar átta auk annarra hnatta sem uppgötvaðir hafa verið á seinni árum. Ákvörðunin þykir því ekki koma mjög á óvart.

Erlent
Fréttamynd

Reykjanesskagi verði eldfjallagarður

Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna.

Innlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð Barr samþykkt

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum áverka

Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í aðfaranótt sunnudags, þegar hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur, er látinn. Hann hét Dariusz Wojewoda og var Pólverji, búsettur í Borgarnesi. Hann var tuttugu og fimm ára og lætur eftir sig unnustu. Félagi mannsins sem var farþegi í bíl hans lést í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Metafgangur hjá ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þetta er 111 milljörðum króna meiri afgangur en árið 2004. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að skýringin felist að hálfu leyti í sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en hann nam 56 milljörðum króna. Hinn helmingurinn skýrist af góðri afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýrlendingar hóta að loka landamærum

Svo gæti farið að Sýrlendingar loki landamærum að Líbanon ef friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna verði komið fyrir í Líbanon, nálægt landamærum Sýrlands. Sýrlandsforseti segir fjölgun í friðargæsluliði þar fjandsamlega Sýrlendingum og brjóta gegn fullveldi Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Spá lækkun stýrivaxta næsta vor

Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár en fari undir 10 prósent fyrir lok ársins. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minniháttar tjón í verksmiðju Norðuráls

Minniháttar tjón varð á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Unnið er að fullnaðarviðgerð en atvikið raskaði ekki framleiðslu álversins.

Innlent
Fréttamynd

Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði

Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt

Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael.

Innlent