Fréttir Neytendur bjartsýnir í ágúst Væntingavísitala Gallup mældist 108 stig í ágúst og er það 22,6 prósenta hækkun frá síðasta mánuði. Niðurstöðurnar benda til að íslenskir neytendur séu almennt bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu. Viðskipti innlent 29.8.2006 16:37 Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. Innlent 29.8.2006 15:43 Hráolíuverð undir 70 dölum Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. Viðskipti erlent 29.8.2006 15:16 Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. Erlent 29.8.2006 15:14 Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. Erlent 29.8.2006 14:20 Kaupmáttur mun lækka tímabundið Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis. Innlent 29.8.2006 14:11 Minni hagnaður hjá Sorpu Hagnaður Sorpu b.s. nam 11,3 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er rúmlega 35 milljóna króna samdráttur á milli ára. Viðskipti innlent 29.8.2006 14:09 Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. Erlent 29.8.2006 12:21 Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.8.2006 12:17 Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Erlent 29.8.2006 12:14 Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Erlent 29.8.2006 12:08 Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. Innlent 29.8.2006 12:19 Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah Erlent 29.8.2006 11:16 Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. Innlent 29.8.2006 11:03 Hagnaður KEA minnkar milli ára Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) skilaði 133 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 64,8 milljónum minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 29.8.2006 10:44 Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. Innlent 29.8.2006 10:29 Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Erlent 29.8.2006 10:12 Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Erlent 29.8.2006 10:08 Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. Innlent 29.8.2006 09:58 Verðbólgan næstmest á Íslandi Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgan er næstmest á Íslandi. Viðskipti innlent 29.8.2006 09:51 Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi Innlent 29.8.2006 09:43 Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 08:34 Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Erlent 29.8.2006 08:30 Tafir á umferð Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar. Innlent 29.8.2006 09:13 Atvinnuleysi minnkar í Japan Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð. Viðskipti erlent 29.8.2006 09:07 Aurflóð féll inn í kjallara Lítið aurflóð féll inn í kjallara húss á Siglufirði um miðnættið í nótt. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru. Innlent 29.8.2006 08:27 Banaslys á Eiðavegi Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. Innlent 29.8.2006 08:26 Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Erlent 29.8.2006 08:27 Tap á rekstri Landsvirkjunar Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt. Innlent 29.8.2006 08:21 Hætta á frekara grjóthruni og aurskriðum í og við Siglufjörð Laust eftir miðnætti kom vatnsflaumur og drulla úr skurði sem fór inn í kjallara húss á Siglufirði. Mikil úrkoma hefur verið s.l. 2 daga og búast má við að hún verði til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Innlent 29.8.2006 01:54 « ‹ ›
Neytendur bjartsýnir í ágúst Væntingavísitala Gallup mældist 108 stig í ágúst og er það 22,6 prósenta hækkun frá síðasta mánuði. Niðurstöðurnar benda til að íslenskir neytendur séu almennt bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu. Viðskipti innlent 29.8.2006 16:37
Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. Innlent 29.8.2006 15:43
Hráolíuverð undir 70 dölum Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. Viðskipti erlent 29.8.2006 15:16
Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. Erlent 29.8.2006 15:14
Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. Erlent 29.8.2006 14:20
Kaupmáttur mun lækka tímabundið Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis. Innlent 29.8.2006 14:11
Minni hagnaður hjá Sorpu Hagnaður Sorpu b.s. nam 11,3 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er rúmlega 35 milljóna króna samdráttur á milli ára. Viðskipti innlent 29.8.2006 14:09
Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. Erlent 29.8.2006 12:21
Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.8.2006 12:17
Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Erlent 29.8.2006 12:14
Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Erlent 29.8.2006 12:08
Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. Innlent 29.8.2006 12:19
Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah Erlent 29.8.2006 11:16
Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. Innlent 29.8.2006 11:03
Hagnaður KEA minnkar milli ára Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) skilaði 133 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 64,8 milljónum minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 29.8.2006 10:44
Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. Innlent 29.8.2006 10:29
Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Erlent 29.8.2006 10:12
Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Erlent 29.8.2006 10:08
Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. Innlent 29.8.2006 09:58
Verðbólgan næstmest á Íslandi Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgan er næstmest á Íslandi. Viðskipti innlent 29.8.2006 09:51
Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi Innlent 29.8.2006 09:43
Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 08:34
Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Erlent 29.8.2006 08:30
Tafir á umferð Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar. Innlent 29.8.2006 09:13
Atvinnuleysi minnkar í Japan Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð. Viðskipti erlent 29.8.2006 09:07
Aurflóð féll inn í kjallara Lítið aurflóð féll inn í kjallara húss á Siglufirði um miðnættið í nótt. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru. Innlent 29.8.2006 08:27
Banaslys á Eiðavegi Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. Innlent 29.8.2006 08:26
Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Erlent 29.8.2006 08:27
Tap á rekstri Landsvirkjunar Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt. Innlent 29.8.2006 08:21
Hætta á frekara grjóthruni og aurskriðum í og við Siglufjörð Laust eftir miðnætti kom vatnsflaumur og drulla úr skurði sem fór inn í kjallara húss á Siglufirði. Mikil úrkoma hefur verið s.l. 2 daga og búast má við að hún verði til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Innlent 29.8.2006 01:54