Fréttir

Fréttamynd

Neytendur bjartsýnir í ágúst

Væntingavísitala Gallup mældist 108 stig í ágúst og er það 22,6 prósenta hækkun frá síðasta mánuði. Niðurstöðurnar benda til að íslenskir neytendur séu almennt bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS.

Innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð undir 70 dölum

Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engin flóðbylgjuhætta

Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter.

Erlent
Fréttamynd

Kaupmáttur mun lækka tímabundið

Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis.

Innlent
Fréttamynd

Dauðarefsingar krafist

Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi.

Erlent
Fréttamynd

Annan kominn til Suður-Líbanon

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna Ernesto

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum

Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Dagsbrún

Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í olíuleiðslu

Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah

Erlent
Fréttamynd

Tillaga um flýtingu útboða felld

Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd.

Innlent
Fréttamynd

Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé komið á í Úganda

Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólgan næstmest á Íslandi

Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgan er næstmest á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ár frá fellibylnum Katrínu

Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna Ernesto

Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta.

Erlent
Fréttamynd

Tafir á umferð

Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar í Japan

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banaslys á Eiðavegi

Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára.

Innlent
Fréttamynd

Óvænt hætt við ákæru

Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum.

Erlent
Fréttamynd

Tap á rekstri Landsvirkjunar

Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt.

Innlent