Fréttir

Fréttamynd

Skjálfti úti fyrir Grímsey

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Scania felldi tilboð Man

Stjórn sænska bílaframleiðandans Scania fundaði um yfirtökutilboð frá þýska keppinautinum Man í gær og ákvað að taka því ekki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum

Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé.

Innlent
Fréttamynd

Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni.

Innlent
Fréttamynd

Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu

Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni.

Innlent
Fréttamynd

Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla

Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi.

Erlent
Fréttamynd

Einn látinn eftir tilræði við forseta Sómalíu

Einn lést og nokkrir særðust þegar reynt var að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu, af dögum í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af tilræðinu en samkvæmt Reuters-fréttastofunni mun bílsprengja hafa sprungið nærri þinghúsinu í borginni Baidoa en þar á forsetinn að hafa verið til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst

Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir

Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna.

Innlent
Fréttamynd

Enn haldið sofandi í öndunarvél

Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Actavis hækkar ekki boðið í Pliva

Í kjölfar tilkynningar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Telur félagið fyrra boð sitt í samræmi við virði félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að Konukot verði áfram opið

Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur.

Innlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi

Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist gegn hermönnum í Afganistan

Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði.

Erlent
Fréttamynd

Olíusamráðið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur

Skaðabótakrafa Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum Essó, Olís og Skeljungi, vegna ólöglegs verðsamráðs, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undir hádegi. Borgin krefst hátt í 160 milljóna króna í skaðabætur vegna þess sem hún telur sig hafa skaðast á því, að félögin skiptu viðskiptunum á milli sín á bak við tjöldin.

Innlent
Fréttamynd

Man gerir tilboð í Scania

Þýski vöruflutningabílaframleiðandinn Man gerði yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðila sinn, hinn sænska Scania, í síðustu viku. Yfirtökutilboð Man hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna fyrirtækjanna verður til stærsti bílaframleiðandi á þessu sviði í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni fram á föstudaginn kemur vegna vinnu í göngunum. Þá stendur yfir viðgerð á ristarhliði á Hringvegi við Fornahvamm sunnan Holtavörðuheiðar. Meðan á verkinu stendur geta orðið einhverjar umferðartafir þar sem umferðin er tekin til hliðar á einbreiða framhjárein.

Innlent
Fréttamynd

Hestakerra slóst utan í gangavegginn

Hvalfjarðargöngum var lokað í hálfa aðra klukkustund upp úr miðnætti í nótt eftir að hestakerra slóst utan í gangavegginn og valt. Engin hestur var í kerrunni og engan sakaði í bílnum sem dró hana. Að sögn lögreglu bendir ekkert til að bílnum hafi verið ekið ógætilega hratt.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á kengúru í Danmörku

Sá undarlegi atburður átti sér stað í aðfaranótt sunnudags að ekið var á kengúru við Holbæk í Danmörku en kengúran lést af sárum sínum. Á fréttavef danska ríkissjónvarpsins er greint frá því að kengúrunnar hafi verið leitað síðan á miðvikudag. Hennar verið sárt saknað af eiganda sínum og fjölluðu danskir fjölmiðlar um kengúruleitina, enda ekki á hverjum degi sem kengúrur hoppa um þjóðvegi og graslendi Danmerkur.

Erlent
Fréttamynd

Sækist eftir 2. sæti

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem skipar sjötta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar að sækjast eftir öðru sæti á listanum, fyrir þingkosningarnar í vor. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem verið hefur í þriðja sæti, sækist líka eftir eftir örðu sætinu, þar sem Davíð Oddsson er ekki lengur í fyrsta sæti og Geir H. Haarde hefur flust upp í það.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir 1. sæti

Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi segist hann sækjast eftir sætinu í kjölfar þess að Margrét Frímannsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í kosningunum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð

Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu.

Erlent
Fréttamynd

Slökkvilið kallað út vegna reyks í Ölgerðinni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ölgerð Egils Skallagrímssonar við Grjótháls í Reykjavík um sex leitið í morgun þar sem torkennilegan reyk lagði frá verksmiðjunni og viðvörunarkerfi fór í gang. Við nánari athugun, kom í ljós að einn ketill verksmiðjunnar hafði ósað, eins og það er orðað, en engin eldur kviknað. Tjón mun vera óverulegt.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir

Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum.

Erlent
Fréttamynd

Jón Gunnarsson sækist eftir 1. sæti

Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða framboðslista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninga til Alþingis í vor.

Innlent