Fréttir Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Innlent 21.9.2006 12:23 Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Innlent 21.9.2006 13:42 Met í fasteignakaupum á fyrri hluta árs Fjárfest var í íbúðarhúsnæði fyrir ríflega 32 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 4,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir að aldrei hafi verið fjárfest eins mikið í íbúðarhúsnæði á einum árshelmingi og nú. Viðskipti innlent 21.9.2006 11:17 Veikindadagar færri hjá erlendum iðnaðarmönnum Veikindadagar erlendra iðnaðarmanna í Noregi eru aðeins fjórðungur af veikindardögum norskra kollega þeirra, þrátt fyrir að þeir séu í sama starfi, á sama vinnustað og á sama veikindadagakerfi. Fréttavefur norska ríkissjónvarpsins greinir svo frá. Á móti kemur að meðalaldur erlendu iðnaðarmanna er nokkuð lægri en þeirra norsku. Svipaða sögu er að segja hér á landi en sérfræðingar í atvinnulífinu sem NFS hefur rætt við segja það alþekkt hér á landi að erlendir starfsmenn séu mun sjaldnar veikir en Íslendingar. Innlent 21.9.2006 08:36 Aflaverðmæti jókst um tæpa þrjá milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa þrjá milljarða á fyrri helmingi ársins 2006 miðað sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Aflaverðmætið nam 40 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en var 37,3 milljarðar á sama tímabili 2005. Innlent 21.9.2006 10:55 Varaforsætisráðherra Kína í heimsókn á Íslandi Chen Chili, varaforsætisráðherra Kína og menntamálaráðherra þar í landi, er nú í heimsókn hér á landi ásamt fylgdarliði. Chili kemur á eign vegum en utanríkisráðuneytið er gestgjafi hennar. Hún mun hitta Geir H. Haarde forsætisráðherra í dag og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í kvöldverð. Samskipti milli landanna, menntamál og fríverslun milli ríkjanna eru meðal þess sem þau munu ræða. Þá mun Chili skoða íslensku handritin, fara Gullna hringinn og í Bláa lónið meðan á dvöl hennar stendur en heimsókninni lýkur á laugardaginn. Innlent 21.9.2006 11:25 Ráðherra fjallar um rjúpnaveiðar í dag Umhverfisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í umhverfisráðuneytinu kl. 14 í dag þart sem fjallað verður um veiðar á rjúpu í haust. Eins og greint var frá í fréttum á dögunum leggur Náttúrufræðistofnun til við ráðuneytið að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna þess að stofninn sé á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu. Innlent 21.9.2006 10:14 Stjórnmálastarfsemi bönnuð í Taílandi Taílenska herforingjastjórnin bannaði í dag alla stjórnmálastarfsemi í landinu, bæði fundi stjórnmálaflokka og aðra starfsemi sem snýr að stjórnmálum. Erlent 21.9.2006 10:05 Vill flytja Náttúrufræðistofnun Íslands til Keflavíkurflugvallar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórn að starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Á fréttavef Víkurfrétta kemur fram að Jónína hafi viðrað hugmyndir sínar við Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins. Málið er sagt vera enn á hugmyndastigi en hafi fengið jákvæð viðbrögð í ríkisstjórn. Umhverfisráðherra leggur einnig til að náttúrugripasafnið og vísindasafnið yrði flutt til Keflavíkurflugvallar en Náttúrufræðistofnun og náttúrugripasafnið búa við þröngan húsakost við Hlemm 3 í Reykjavík. Innlent 21.9.2006 08:32 Rafmagn aftur komið á í Laugarnesi Rafmagn er komið á að nýju á Laugarnessvæði eftir viðgerð á háspennustreng við Laugarnesveg. Grafið var í strenginn rétt rúmlega níu í morgun og varð rafmagnslaust við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand og víðar í um 25 mínútur. Innlent 21.9.2006 09:51 Lúðvík og Björgvin gefa kost á sér í 1. sæti Samfylkingarþingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson gáfu í gærkvöldi báðir formlega kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en Margrét Frímannsdóttir, sem skipað hefur það sæti, gefur ekki kost á sér. Lúðvík á ellefu ára þingmennsku að baki og Björgvin tók sæti á Alþingi fyrir þremur árum. Áður hefur Jón Gunnarsson Alþingismaður gefið kost á sér í fyrsta sætið og verður prófkjör haldið fjórða nóvember. Innlent 21.9.2006 08:16 Aflaverðmæti nam 40 milljörðum króna Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári. Viðskipti innlent 21.9.2006 09:28 Aflaverðmæti jókst um 2,7 milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári. Viðskipti innlent 21.9.2006 09:28 Háspennubilun í austurborginni Rafmangslaust er nú við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand, Kleppsveg og víðar vegna þess að háspennustrengur var grafinn í sundur. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitur Reykjavíkurf að vonast sé til að rafmagn komist á innan tíðar, enda vitað um ástæður bilunarinnar og staðsetningu. Innlent 21.9.2006 09:24 Heillandi prins Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir. Erlent 21.9.2006 08:12 Slagsíða kom að Sléttanesi í Vestmanneyjahöfn Mikil slagsíða kom að togaranum Sléttanesi í gærkvöldi, þar sem hann lá mannlaus í Vestmannaeyjahöfn, og kallaði lögregla út slökkviliðið, sem mætti á vettvang með dælubúnað. Þá hallaðist togarinn um 35 gráður út frá bryggjunni og hékk í landfestunum. Dæling gekk vel en að henni lokinni í nótt, fanst engin leki þrátt fyrir mikla leit. Geta menn sér þess helst til að regnvatn úr miklum rigningum í Eyjum síðustu daga, hafi komist niður í vélarrúm. Kannað verður í dag hvort vatnið hefur valdið skemmdum á vélbúnaði eða raflögnum. Innlent 21.9.2006 08:12 Arnbjörg býðst til að leiða sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 21.9.2006 09:14 Skörp hækkun í FL Group Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Viðskipti innlent 21.9.2006 09:05 Olíuverð heldur áfram að lækka á heimsmarkaði Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og fór niður fyrir 60 dollara á tunnu í New York, en verðið þar hefur ekki verið svo lágt í hálft ár. Skýringin er meðal annars góð birgðastaða í Bandaríkjunum. Miðað við þróun eldsneytisverðs á heimsmarkaði og verðið hér heima undanfarna mánuði, má búast við frekari bensínlækkun hér á landi á næstunni. Innlent 21.9.2006 08:04 Kvikmyndin Börn heimsfrumsýnd í San Sebastian Kvikmyndin Börn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem hefst í dag og stendur til 30. september næstkomandi. Myndin verður sýnd í flokk sem nefnist Zabaltegi og mun keppa um verðlaun fyrir leikstjórn og handrit. Til mikils er að vinna en verðlaunahafar frá háar peningafjárhæðir í verðlaun, þær hæstu sem þekkjast í heimi kvikmyndahátíða. Innlent 21.9.2006 08:08 Airbus tilkynnir um tafir EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus hefur greint frá því að enn muni dragast að afhenda nýjar A380 farþegaflugvélar frá félaginu. Ýjað var að þessu í gær en félagið vildi þá ekkert láta hafa eftir sér. Sextán flugfélög hafa pantað vélar frá Airbus og er búist við að þau fari fram á skaðabætur vegna þessa. Viðskipti erlent 21.9.2006 08:58 Halldór hættir í stjórnmálum Halldór Blöndal, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar, tilkynnti formlega á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í gærkvöldi, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í næstu Alþingiskosningum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafði þegar lýst áhuga á sæti Halldórs, ef hann gæfi ekki kost á sér, og margir hafa spáð því að Kristján Þór júlíusson bæjarstjóri á Akureyri muni gera það líka. Innlent 21.9.2006 08:01 Skólar opna á ný í Taílandi Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. Erlent 21.9.2006 07:57 Hlutur Íslands 29.000 ferkílómetrar Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, ásamt lögmanni Færeyja, undirrituðu í New York í gær samkomulag sín á milli um skiptingu landgrunns, utan 200 sjómílna, á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Jan Mayen. Samkomulagið er háð samþykki landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hlutur Íslands yrði 29 þúsund ferkílómetrar. Samkomulagið nær til nýtingarréttinda á hafsbotninum sjálfum og undir honum, en ekki til fiskistofna á svæðinu. Innlent 21.9.2006 08:26 Brutust inn í íbúðarhús eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni á stolnum bíl frá Húsavík, og eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld, en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur, en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið, að yfirheyrslum loknum Innlent 21.9.2006 07:53 Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi. Erlent 21.9.2006 08:09 Lögregla beitti táragasi á mótmælendur Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir. Erlent 21.9.2006 07:50 Kæra bílaframleiðendur Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala. Erlent 20.9.2006 22:54 Kemur til jarðar á morgun Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun. Erlent 20.9.2006 22:51 Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl. Erlent 20.9.2006 22:48 « ‹ ›
Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Innlent 21.9.2006 12:23
Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Innlent 21.9.2006 13:42
Met í fasteignakaupum á fyrri hluta árs Fjárfest var í íbúðarhúsnæði fyrir ríflega 32 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 4,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir að aldrei hafi verið fjárfest eins mikið í íbúðarhúsnæði á einum árshelmingi og nú. Viðskipti innlent 21.9.2006 11:17
Veikindadagar færri hjá erlendum iðnaðarmönnum Veikindadagar erlendra iðnaðarmanna í Noregi eru aðeins fjórðungur af veikindardögum norskra kollega þeirra, þrátt fyrir að þeir séu í sama starfi, á sama vinnustað og á sama veikindadagakerfi. Fréttavefur norska ríkissjónvarpsins greinir svo frá. Á móti kemur að meðalaldur erlendu iðnaðarmanna er nokkuð lægri en þeirra norsku. Svipaða sögu er að segja hér á landi en sérfræðingar í atvinnulífinu sem NFS hefur rætt við segja það alþekkt hér á landi að erlendir starfsmenn séu mun sjaldnar veikir en Íslendingar. Innlent 21.9.2006 08:36
Aflaverðmæti jókst um tæpa þrjá milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa þrjá milljarða á fyrri helmingi ársins 2006 miðað sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Aflaverðmætið nam 40 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en var 37,3 milljarðar á sama tímabili 2005. Innlent 21.9.2006 10:55
Varaforsætisráðherra Kína í heimsókn á Íslandi Chen Chili, varaforsætisráðherra Kína og menntamálaráðherra þar í landi, er nú í heimsókn hér á landi ásamt fylgdarliði. Chili kemur á eign vegum en utanríkisráðuneytið er gestgjafi hennar. Hún mun hitta Geir H. Haarde forsætisráðherra í dag og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í kvöldverð. Samskipti milli landanna, menntamál og fríverslun milli ríkjanna eru meðal þess sem þau munu ræða. Þá mun Chili skoða íslensku handritin, fara Gullna hringinn og í Bláa lónið meðan á dvöl hennar stendur en heimsókninni lýkur á laugardaginn. Innlent 21.9.2006 11:25
Ráðherra fjallar um rjúpnaveiðar í dag Umhverfisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í umhverfisráðuneytinu kl. 14 í dag þart sem fjallað verður um veiðar á rjúpu í haust. Eins og greint var frá í fréttum á dögunum leggur Náttúrufræðistofnun til við ráðuneytið að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna þess að stofninn sé á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu. Innlent 21.9.2006 10:14
Stjórnmálastarfsemi bönnuð í Taílandi Taílenska herforingjastjórnin bannaði í dag alla stjórnmálastarfsemi í landinu, bæði fundi stjórnmálaflokka og aðra starfsemi sem snýr að stjórnmálum. Erlent 21.9.2006 10:05
Vill flytja Náttúrufræðistofnun Íslands til Keflavíkurflugvallar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórn að starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Á fréttavef Víkurfrétta kemur fram að Jónína hafi viðrað hugmyndir sínar við Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins. Málið er sagt vera enn á hugmyndastigi en hafi fengið jákvæð viðbrögð í ríkisstjórn. Umhverfisráðherra leggur einnig til að náttúrugripasafnið og vísindasafnið yrði flutt til Keflavíkurflugvallar en Náttúrufræðistofnun og náttúrugripasafnið búa við þröngan húsakost við Hlemm 3 í Reykjavík. Innlent 21.9.2006 08:32
Rafmagn aftur komið á í Laugarnesi Rafmagn er komið á að nýju á Laugarnessvæði eftir viðgerð á háspennustreng við Laugarnesveg. Grafið var í strenginn rétt rúmlega níu í morgun og varð rafmagnslaust við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand og víðar í um 25 mínútur. Innlent 21.9.2006 09:51
Lúðvík og Björgvin gefa kost á sér í 1. sæti Samfylkingarþingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson gáfu í gærkvöldi báðir formlega kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en Margrét Frímannsdóttir, sem skipað hefur það sæti, gefur ekki kost á sér. Lúðvík á ellefu ára þingmennsku að baki og Björgvin tók sæti á Alþingi fyrir þremur árum. Áður hefur Jón Gunnarsson Alþingismaður gefið kost á sér í fyrsta sætið og verður prófkjör haldið fjórða nóvember. Innlent 21.9.2006 08:16
Aflaverðmæti nam 40 milljörðum króna Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári. Viðskipti innlent 21.9.2006 09:28
Aflaverðmæti jókst um 2,7 milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári. Viðskipti innlent 21.9.2006 09:28
Háspennubilun í austurborginni Rafmangslaust er nú við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand, Kleppsveg og víðar vegna þess að háspennustrengur var grafinn í sundur. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitur Reykjavíkurf að vonast sé til að rafmagn komist á innan tíðar, enda vitað um ástæður bilunarinnar og staðsetningu. Innlent 21.9.2006 09:24
Heillandi prins Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir. Erlent 21.9.2006 08:12
Slagsíða kom að Sléttanesi í Vestmanneyjahöfn Mikil slagsíða kom að togaranum Sléttanesi í gærkvöldi, þar sem hann lá mannlaus í Vestmannaeyjahöfn, og kallaði lögregla út slökkviliðið, sem mætti á vettvang með dælubúnað. Þá hallaðist togarinn um 35 gráður út frá bryggjunni og hékk í landfestunum. Dæling gekk vel en að henni lokinni í nótt, fanst engin leki þrátt fyrir mikla leit. Geta menn sér þess helst til að regnvatn úr miklum rigningum í Eyjum síðustu daga, hafi komist niður í vélarrúm. Kannað verður í dag hvort vatnið hefur valdið skemmdum á vélbúnaði eða raflögnum. Innlent 21.9.2006 08:12
Arnbjörg býðst til að leiða sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 21.9.2006 09:14
Skörp hækkun í FL Group Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Viðskipti innlent 21.9.2006 09:05
Olíuverð heldur áfram að lækka á heimsmarkaði Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og fór niður fyrir 60 dollara á tunnu í New York, en verðið þar hefur ekki verið svo lágt í hálft ár. Skýringin er meðal annars góð birgðastaða í Bandaríkjunum. Miðað við þróun eldsneytisverðs á heimsmarkaði og verðið hér heima undanfarna mánuði, má búast við frekari bensínlækkun hér á landi á næstunni. Innlent 21.9.2006 08:04
Kvikmyndin Börn heimsfrumsýnd í San Sebastian Kvikmyndin Börn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem hefst í dag og stendur til 30. september næstkomandi. Myndin verður sýnd í flokk sem nefnist Zabaltegi og mun keppa um verðlaun fyrir leikstjórn og handrit. Til mikils er að vinna en verðlaunahafar frá háar peningafjárhæðir í verðlaun, þær hæstu sem þekkjast í heimi kvikmyndahátíða. Innlent 21.9.2006 08:08
Airbus tilkynnir um tafir EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus hefur greint frá því að enn muni dragast að afhenda nýjar A380 farþegaflugvélar frá félaginu. Ýjað var að þessu í gær en félagið vildi þá ekkert láta hafa eftir sér. Sextán flugfélög hafa pantað vélar frá Airbus og er búist við að þau fari fram á skaðabætur vegna þessa. Viðskipti erlent 21.9.2006 08:58
Halldór hættir í stjórnmálum Halldór Blöndal, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar, tilkynnti formlega á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í gærkvöldi, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í næstu Alþingiskosningum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafði þegar lýst áhuga á sæti Halldórs, ef hann gæfi ekki kost á sér, og margir hafa spáð því að Kristján Þór júlíusson bæjarstjóri á Akureyri muni gera það líka. Innlent 21.9.2006 08:01
Skólar opna á ný í Taílandi Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. Erlent 21.9.2006 07:57
Hlutur Íslands 29.000 ferkílómetrar Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, ásamt lögmanni Færeyja, undirrituðu í New York í gær samkomulag sín á milli um skiptingu landgrunns, utan 200 sjómílna, á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Jan Mayen. Samkomulagið er háð samþykki landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hlutur Íslands yrði 29 þúsund ferkílómetrar. Samkomulagið nær til nýtingarréttinda á hafsbotninum sjálfum og undir honum, en ekki til fiskistofna á svæðinu. Innlent 21.9.2006 08:26
Brutust inn í íbúðarhús eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni á stolnum bíl frá Húsavík, og eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld, en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur, en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið, að yfirheyrslum loknum Innlent 21.9.2006 07:53
Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi. Erlent 21.9.2006 08:09
Lögregla beitti táragasi á mótmælendur Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir. Erlent 21.9.2006 07:50
Kæra bílaframleiðendur Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala. Erlent 20.9.2006 22:54
Kemur til jarðar á morgun Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun. Erlent 20.9.2006 22:51
Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl. Erlent 20.9.2006 22:48