Fréttir 17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 17 gefa kost á sér í 5 efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. Innlent 6.10.2006 18:02 Haniyeh hné niður Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hné niður þar sem hann flutti ræðu á fjöldafundi í Gaza-borg í dag. Haniyeh, sem er 46 ára, þagnaði í miðri setningu og féll í fang aðstoðarmanna sinna sem stóðu á bak við hann. Erlent 6.10.2006 17:56 Hamas vill reyna til þrautar að mynda stjórn Erlent 6.10.2006 16:54 Varst þetta þú ? Erlent 6.10.2006 16:33 Búist við kjarnorkusprengingu um helgina Allt eins er búist við því að Norður-Kórea láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju strax nú um helgina. Erlent 6.10.2006 15:43 Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. Innlent 6.10.2006 15:27 Gæslan "stal" tækjunum í herstöðinni Innlent 6.10.2006 15:26 Standa vörð um Íran Erlent 6.10.2006 15:07 Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá. Innlent 6.10.2006 14:34 Unglingafæla fær friðarverðlaun Ig Nobels Tæki sem fælir unglinga frá hefur unnið friðarverðlaun Ig Nobels í ár en verðlaunin eru skopútgáfa hinna viðurkenndu Nobel verðlauna. Tækið er hannað af Howard Stapleton og það framleiðir hátíðnihljóð sem fullorðnir nema ekki, en hefur truflandi áhrif á unglinga. Erlent 6.10.2006 13:04 Þúsundir flýja eld í efnaverksmiðju Rúmur helmingur íbúa í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum hefur í dag þurft að yfirgefa heimili sín vegna bruna í efnaverksmiðju. Íbúar í bænum Apex, þar sem verksmiðjan er staðsett, eru 28 þúsund og hafa um 16 þúsund þeirra orðið að flytja sig á öruggari svæði. Töluvert af hættulegum efnum og efnaúrgangi er að finna í verksmiðjunni sem stendur nú í ljósum logum. Erlent 6.10.2006 12:39 Carl Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 12:07 Bakkað út úr óbyggðunum Ökumaður á ferð um óbyggðir Ástralíu á leið til borgarinnar Perth lenti í vandræðum þegar gírkassinn fyrir áfram-gírana bilaði. Maðurinn átti tæplega 500 kílómetra eftir á áfangastað þegar hann ákvað að í staðinn fyrir að hringja á bifvélavirkja, myndi hann bakka á leiðarenda. Hinn 22ja ára ökumaður hafði keyrt um 20 km afturábak þegar hann var stöðvaður af lögreglu á 60 km hraða. Erlent 6.10.2006 12:11 Rummungsþjófar Innlent 6.10.2006 11:28 Olíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Viðskipti erlent 6.10.2006 11:02 Dótturfélag Nýsis kaupir í Bretlandi Nysir UK Limited, dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69 prósent hlutafjár í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon, sem er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 6.10.2006 10:33 Sigurbjörg sleppir erninum sínum Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga. Innlent 6.10.2006 10:19 Kjarnorkutilraun mun breyta 21.öldinni Framkvæmi Norður Kóreumenn kjarnorkutilraunir mun það breyta 21. öldinni eins og við þekkjum hana segir Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að ef verði af kjarnorku tilrauninni sýni það gagnleysi og veikleika alþjóðasamfélagsins og þess yrði ekki langt að bíða að önnur lönd komi sér upp kjarnavopnum. Erlent 6.10.2006 10:14 Fimmta stúlkan jarðsett í dag Fjórar stúlknanna sem skotnar voru af byssumanni í Amish skóla í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Götum í þorpinu Nickel Mines var lokað fyrir almennri umferð á meðan líkfylgdin fór um bæinn. Hún fór meðal annars framhjá heimili morðingjans Charles Roberts, en Amish fólkið hefur sýnt konu hans og börnum mikinn stuðning. Erlent 6.10.2006 09:46 ÍE gerir hlé á lyfjaprófunum Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga, þar sem bæta þurfi framleiðsluferlið. ÍE hefur kynnt málið fyrir Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og vinnur nú að endurbótum á framleiðsluferli taflnanna. Innlent 6.10.2006 09:21 Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:44 Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:25 Flugfélag Íslands til Eyja? Vegagerðin á í samningaviðræðum við Flugfélag Íslands um að það taki að sér ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Landsflug hætti áætlunarflugi á leiðinni nýverið. Flugfélag Íslands sinnti flugleiðinni um árabil, eða þar til fyrir fimm árum þegar taprekstur varð til að því var hætt. Meginorsakir tapsins voru taldar samkeppni frá ríkisstyrktum ferjusiglingum milli lands og Eyja. Innlent 6.10.2006 08:55 Rice átelur Íraka fyrir stjórnmálaágreining Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, varaði Írösk stjórnvöld við því í gær að þau yrðu nú þegar að finna lausn á stjórnmálaágreiningi sínum til að hemja aukið ofbeldið í landinu. Rice flaug óvænt til Íraks eftir heimsókn með ísraelskum ráðamönnum í Jerúsalem. Í Baghdad hitti hún forsætisráðherra landsins Nouri al-Maliki og aðra háttsetta menn úr stjórn hans. Erlent 6.10.2006 08:27 Hastert biðst afsökunar Dennis Hastert forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar hefur beðist afsökunar vegna kynlífshneykslis fyrrum þingmanns Repúblikana, Marks Foleys. Hann segist hins vegar ekki ætla að segja af sér. Hastert neitar fréttum þess efnis að hann hafi vitað af kynlífsskilaboðum Foleys en ekki gripið í taumana. Hann segist fyrst hafa fengið vitneskju um málið á föstudag. Erlent 6.10.2006 08:12 Möguleg virkjun í Skagafirði samþykkt Gert verður ráð fyrir virkjun Héraðsvatna við Skatastaði og Villinganes í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem samþykkt var af meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar í gærkvöldi. Meirihlutann skipa fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarmanna. Minnihlutinn, Sjálfstæðsimenn og Vinstri grænir, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Innlent 6.10.2006 08:19 Nyhedsavisen: Upplagið aðeins hálft Fréttablað Dagsbrúnar Nyhedsavisen kom út í fyrsta sinn í Danmörku í morgun og var upplagið hálf milljón. Blaðinu er dreift frítt í helstu borgum landsins. Fjölmiðlafræðingur sem dagblaðið Politiken fékk til að leggja mat á fyrsta eintakið gaf blaðinu einkunina 8 frá faglegu sjónarmiði. Honum fannst það þó heldur leiðinlegt. Erlent 6.10.2006 08:04 Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 6.10.2006 00:50 Stjórnendur selja í Mosaic Fashions Viðskipti innlent 6.10.2006 00:50 ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins. Innlent 5.10.2006 23:47 « ‹ ›
17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 17 gefa kost á sér í 5 efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. Innlent 6.10.2006 18:02
Haniyeh hné niður Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hné niður þar sem hann flutti ræðu á fjöldafundi í Gaza-borg í dag. Haniyeh, sem er 46 ára, þagnaði í miðri setningu og féll í fang aðstoðarmanna sinna sem stóðu á bak við hann. Erlent 6.10.2006 17:56
Búist við kjarnorkusprengingu um helgina Allt eins er búist við því að Norður-Kórea láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju strax nú um helgina. Erlent 6.10.2006 15:43
Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. Innlent 6.10.2006 15:27
Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá. Innlent 6.10.2006 14:34
Unglingafæla fær friðarverðlaun Ig Nobels Tæki sem fælir unglinga frá hefur unnið friðarverðlaun Ig Nobels í ár en verðlaunin eru skopútgáfa hinna viðurkenndu Nobel verðlauna. Tækið er hannað af Howard Stapleton og það framleiðir hátíðnihljóð sem fullorðnir nema ekki, en hefur truflandi áhrif á unglinga. Erlent 6.10.2006 13:04
Þúsundir flýja eld í efnaverksmiðju Rúmur helmingur íbúa í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum hefur í dag þurft að yfirgefa heimili sín vegna bruna í efnaverksmiðju. Íbúar í bænum Apex, þar sem verksmiðjan er staðsett, eru 28 þúsund og hafa um 16 þúsund þeirra orðið að flytja sig á öruggari svæði. Töluvert af hættulegum efnum og efnaúrgangi er að finna í verksmiðjunni sem stendur nú í ljósum logum. Erlent 6.10.2006 12:39
Carl Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 12:07
Bakkað út úr óbyggðunum Ökumaður á ferð um óbyggðir Ástralíu á leið til borgarinnar Perth lenti í vandræðum þegar gírkassinn fyrir áfram-gírana bilaði. Maðurinn átti tæplega 500 kílómetra eftir á áfangastað þegar hann ákvað að í staðinn fyrir að hringja á bifvélavirkja, myndi hann bakka á leiðarenda. Hinn 22ja ára ökumaður hafði keyrt um 20 km afturábak þegar hann var stöðvaður af lögreglu á 60 km hraða. Erlent 6.10.2006 12:11
Olíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Viðskipti erlent 6.10.2006 11:02
Dótturfélag Nýsis kaupir í Bretlandi Nysir UK Limited, dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69 prósent hlutafjár í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon, sem er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 6.10.2006 10:33
Sigurbjörg sleppir erninum sínum Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga. Innlent 6.10.2006 10:19
Kjarnorkutilraun mun breyta 21.öldinni Framkvæmi Norður Kóreumenn kjarnorkutilraunir mun það breyta 21. öldinni eins og við þekkjum hana segir Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að ef verði af kjarnorku tilrauninni sýni það gagnleysi og veikleika alþjóðasamfélagsins og þess yrði ekki langt að bíða að önnur lönd komi sér upp kjarnavopnum. Erlent 6.10.2006 10:14
Fimmta stúlkan jarðsett í dag Fjórar stúlknanna sem skotnar voru af byssumanni í Amish skóla í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Götum í þorpinu Nickel Mines var lokað fyrir almennri umferð á meðan líkfylgdin fór um bæinn. Hún fór meðal annars framhjá heimili morðingjans Charles Roberts, en Amish fólkið hefur sýnt konu hans og börnum mikinn stuðning. Erlent 6.10.2006 09:46
ÍE gerir hlé á lyfjaprófunum Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga, þar sem bæta þurfi framleiðsluferlið. ÍE hefur kynnt málið fyrir Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og vinnur nú að endurbótum á framleiðsluferli taflnanna. Innlent 6.10.2006 09:21
Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:44
Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:25
Flugfélag Íslands til Eyja? Vegagerðin á í samningaviðræðum við Flugfélag Íslands um að það taki að sér ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Landsflug hætti áætlunarflugi á leiðinni nýverið. Flugfélag Íslands sinnti flugleiðinni um árabil, eða þar til fyrir fimm árum þegar taprekstur varð til að því var hætt. Meginorsakir tapsins voru taldar samkeppni frá ríkisstyrktum ferjusiglingum milli lands og Eyja. Innlent 6.10.2006 08:55
Rice átelur Íraka fyrir stjórnmálaágreining Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, varaði Írösk stjórnvöld við því í gær að þau yrðu nú þegar að finna lausn á stjórnmálaágreiningi sínum til að hemja aukið ofbeldið í landinu. Rice flaug óvænt til Íraks eftir heimsókn með ísraelskum ráðamönnum í Jerúsalem. Í Baghdad hitti hún forsætisráðherra landsins Nouri al-Maliki og aðra háttsetta menn úr stjórn hans. Erlent 6.10.2006 08:27
Hastert biðst afsökunar Dennis Hastert forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar hefur beðist afsökunar vegna kynlífshneykslis fyrrum þingmanns Repúblikana, Marks Foleys. Hann segist hins vegar ekki ætla að segja af sér. Hastert neitar fréttum þess efnis að hann hafi vitað af kynlífsskilaboðum Foleys en ekki gripið í taumana. Hann segist fyrst hafa fengið vitneskju um málið á föstudag. Erlent 6.10.2006 08:12
Möguleg virkjun í Skagafirði samþykkt Gert verður ráð fyrir virkjun Héraðsvatna við Skatastaði og Villinganes í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem samþykkt var af meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar í gærkvöldi. Meirihlutann skipa fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarmanna. Minnihlutinn, Sjálfstæðsimenn og Vinstri grænir, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Innlent 6.10.2006 08:19
Nyhedsavisen: Upplagið aðeins hálft Fréttablað Dagsbrúnar Nyhedsavisen kom út í fyrsta sinn í Danmörku í morgun og var upplagið hálf milljón. Blaðinu er dreift frítt í helstu borgum landsins. Fjölmiðlafræðingur sem dagblaðið Politiken fékk til að leggja mat á fyrsta eintakið gaf blaðinu einkunina 8 frá faglegu sjónarmiði. Honum fannst það þó heldur leiðinlegt. Erlent 6.10.2006 08:04
Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 6.10.2006 00:50
ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins. Innlent 5.10.2006 23:47