Fréttir Heimilt að raða börnum eftir tungumálakunnáttu Erlent 16.10.2006 14:25 Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Innlent 16.10.2006 14:15 Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu. Innlent 16.10.2006 14:04 Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna. Innlent 16.10.2006 13:50 Avion Group semur um yfirtökutilboð Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:48 Lífstíðarfangelsi fyrir morð á ellefu ára dreng Fimmtán ára drengur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi eftir að hafa viðurkennt að myrt ellefu ára dreng fyrr á árinu. Joseph Geeling fannst látinn í garði í Bury á Englandi í mars síðastliðnum en hans hafði verið leitað eftir að hann skilaði sér ekki heim eftir skóla. Erlent 16.10.2006 13:41 Sena kaupir í Concert Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar.Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:36 Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen. Innlent 16.10.2006 13:00 Rannsaka fiskvinnslu hér á landi Fiskvinnsla er nú orðin viðfangsefni þjóðháttafræðinga en Þjóðminjasafnið ætlar á næstu dögum að senda út spurningalista til fyrrverandi og núverandi fiskvinnslufólks í leit að sögum og lýsingum á starfinu. Innlent 16.10.2006 12:44 Sensex nálgast nýjar hæðir Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:50 Segir nægar vísbendingar til að ákæra Katsav Ísraelska lögreglan telur nægilegar vísbendingar fyrir hendi til að ákæra Moshe Katsav, forseta landsins, fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot. Erlent 16.10.2006 12:30 Vill banna hesta í framsæti bifreiða Innlent 16.10.2006 12:42 Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Innlent 16.10.2006 12:26 Olíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:15 Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar. Deildin spáir 1,8 prósenta verðbólgu á næsta ári. Viðskipti innlent 16.10.2006 12:02 Auðmenn og fyrirtæki leigja rjúpnaveiðilendur Auðmenn, fyrirtæki og hópar eru búin að taka svo miklar rjúpnaveiðilendur á leigu til einkanota, að hinn almenni veiðimaður á fótum fjör að launa undan öðrum skyttum á þeim fáu almenningum sem eftir eru. Innlent 16.10.2006 11:56 Dómsuppkvaðningu frestað í máli á hendur Saddam Dómstóll í Írak hefur frestað því að kveða upp úrskurð í máli á hendur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna aðildar hans að morðum á hátt 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Talsmaður dómstólsins sagði dómarar þyrftu meiri tíma til að fara yfir vitnisburð í málinu og að rétturinn kæmi saman aftur 5. nóvember. Erlent 16.10.2006 11:59 Fjáröflunarráðstefna fyrir Líbanon í París eftir áramót Ákveðið hefur verið að halda fjáröflunarráðstefnu fyrir Líbanon í París í upphafi næsta árs til þess að hjálpa landinu að komast á réttan kjöl eftir stríð Ísraels og Hizbollah-samtakanna í sumar. Frá þessu greindi Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons í dag, eftir ríkisstjórnarfund. Erlent 16.10.2006 11:40 Óttast um áhrif árásanna á friðarviðræður Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Erlent 16.10.2006 11:34 Taka upp greiðslur til að draga úr fólksfjölgun Kínversk yfirvöld hyggjast grípa til nýrra ráða til þess að sporna við mannfjölgun í landinu og munu frá og með næsta ári greiða fólki á landsbyggðinni tiltekna fjárhæð fyrir það að eignast aðeins eitt barn eða tvær stúlkur. Erlent 16.10.2006 11:01 Dýr skilnaður Lífið 16.10.2006 11:00 Segja ættleiðingu Madonnu ólöglega Mannréttindasamtök í Malaví hafa leitað til dómstóla þar í landi til að koma í veg fyrir að poppsöngkonan Madonna ættleiði malavískan dreng. Að sögn talsmanns samtakanna fylgdu Madonna og eiginmaður hennar Guy Ritchie ekki malavískum lögum sem kveða á um að fólk þurfi að dvelja með barni í eitt og hálft ár áður en ættleiðing er heimiluð. Erlent 16.10.2006 10:22 Biskup styður borgaralega óhlýðni umhverfisverndarsinna Erlent 16.10.2006 10:23 Óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku samkvæmt Vegagerðinni. Þá er skafrenningur á Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi er óveður og hálkublettir og ættu vegfarendur ekki að vera þar á ferð að nauðsynjalausu. Innlent 16.10.2006 10:00 Icelandair Group selt FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group til þriggja hópa af fjárfestum. Áætlaður söluhagnaður er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006 og eykst handbært fé FL Group um 35 milljarða krónur. Viðskipti innlent 16.10.2006 10:08 Mannskæð árás í norðurhluta Sri Lanka Að minnsta kosti sextíu og sjö eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest hersins í norðurhluta Sri Lanka. Tugir manna eru slasaðir. Erlent 16.10.2006 10:07 Svörtu hlébarðanna minnst Októbermánuður markar fjörtíu ára afmæli Svörtu hlébarðanna, en samtökin voru stofnuð á sjöunda áratugnum og börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Erlent 16.10.2006 08:22 Bankasamruni á Ítalíu Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.10.2006 09:51 Heildarafli dregist saman um 6,3% á árinu Heildarafli íslenskra skipa hefur dregist saman um 6,3% á árinu. Heildaraflinn var 6,8% meiri í september nú en í september á síðasta ári. Aflinn nam tæpum 87.000 tonnum í september samanborið við tæp 65.000 tonn í september í fyrra. Þorskafli dróst saman í september um rúm 400 tonn, ýsuaflinn dróst saman um 500 tonn og karfaaflinn jókst um rúm 600 tonn. Innlent 16.10.2006 09:49 Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf í FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frétta sé að vænta af félaginu. Viðskipti innlent 16.10.2006 09:49 « ‹ ›
Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Innlent 16.10.2006 14:15
Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu. Innlent 16.10.2006 14:04
Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna. Innlent 16.10.2006 13:50
Avion Group semur um yfirtökutilboð Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:48
Lífstíðarfangelsi fyrir morð á ellefu ára dreng Fimmtán ára drengur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi eftir að hafa viðurkennt að myrt ellefu ára dreng fyrr á árinu. Joseph Geeling fannst látinn í garði í Bury á Englandi í mars síðastliðnum en hans hafði verið leitað eftir að hann skilaði sér ekki heim eftir skóla. Erlent 16.10.2006 13:41
Sena kaupir í Concert Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar.Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:36
Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen. Innlent 16.10.2006 13:00
Rannsaka fiskvinnslu hér á landi Fiskvinnsla er nú orðin viðfangsefni þjóðháttafræðinga en Þjóðminjasafnið ætlar á næstu dögum að senda út spurningalista til fyrrverandi og núverandi fiskvinnslufólks í leit að sögum og lýsingum á starfinu. Innlent 16.10.2006 12:44
Sensex nálgast nýjar hæðir Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:50
Segir nægar vísbendingar til að ákæra Katsav Ísraelska lögreglan telur nægilegar vísbendingar fyrir hendi til að ákæra Moshe Katsav, forseta landsins, fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot. Erlent 16.10.2006 12:30
Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Innlent 16.10.2006 12:26
Olíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:15
Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar. Deildin spáir 1,8 prósenta verðbólgu á næsta ári. Viðskipti innlent 16.10.2006 12:02
Auðmenn og fyrirtæki leigja rjúpnaveiðilendur Auðmenn, fyrirtæki og hópar eru búin að taka svo miklar rjúpnaveiðilendur á leigu til einkanota, að hinn almenni veiðimaður á fótum fjör að launa undan öðrum skyttum á þeim fáu almenningum sem eftir eru. Innlent 16.10.2006 11:56
Dómsuppkvaðningu frestað í máli á hendur Saddam Dómstóll í Írak hefur frestað því að kveða upp úrskurð í máli á hendur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna aðildar hans að morðum á hátt 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Talsmaður dómstólsins sagði dómarar þyrftu meiri tíma til að fara yfir vitnisburð í málinu og að rétturinn kæmi saman aftur 5. nóvember. Erlent 16.10.2006 11:59
Fjáröflunarráðstefna fyrir Líbanon í París eftir áramót Ákveðið hefur verið að halda fjáröflunarráðstefnu fyrir Líbanon í París í upphafi næsta árs til þess að hjálpa landinu að komast á réttan kjöl eftir stríð Ísraels og Hizbollah-samtakanna í sumar. Frá þessu greindi Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons í dag, eftir ríkisstjórnarfund. Erlent 16.10.2006 11:40
Óttast um áhrif árásanna á friðarviðræður Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Erlent 16.10.2006 11:34
Taka upp greiðslur til að draga úr fólksfjölgun Kínversk yfirvöld hyggjast grípa til nýrra ráða til þess að sporna við mannfjölgun í landinu og munu frá og með næsta ári greiða fólki á landsbyggðinni tiltekna fjárhæð fyrir það að eignast aðeins eitt barn eða tvær stúlkur. Erlent 16.10.2006 11:01
Segja ættleiðingu Madonnu ólöglega Mannréttindasamtök í Malaví hafa leitað til dómstóla þar í landi til að koma í veg fyrir að poppsöngkonan Madonna ættleiði malavískan dreng. Að sögn talsmanns samtakanna fylgdu Madonna og eiginmaður hennar Guy Ritchie ekki malavískum lögum sem kveða á um að fólk þurfi að dvelja með barni í eitt og hálft ár áður en ættleiðing er heimiluð. Erlent 16.10.2006 10:22
Óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku samkvæmt Vegagerðinni. Þá er skafrenningur á Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi er óveður og hálkublettir og ættu vegfarendur ekki að vera þar á ferð að nauðsynjalausu. Innlent 16.10.2006 10:00
Icelandair Group selt FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group til þriggja hópa af fjárfestum. Áætlaður söluhagnaður er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006 og eykst handbært fé FL Group um 35 milljarða krónur. Viðskipti innlent 16.10.2006 10:08
Mannskæð árás í norðurhluta Sri Lanka Að minnsta kosti sextíu og sjö eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest hersins í norðurhluta Sri Lanka. Tugir manna eru slasaðir. Erlent 16.10.2006 10:07
Svörtu hlébarðanna minnst Októbermánuður markar fjörtíu ára afmæli Svörtu hlébarðanna, en samtökin voru stofnuð á sjöunda áratugnum og börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Erlent 16.10.2006 08:22
Bankasamruni á Ítalíu Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.10.2006 09:51
Heildarafli dregist saman um 6,3% á árinu Heildarafli íslenskra skipa hefur dregist saman um 6,3% á árinu. Heildaraflinn var 6,8% meiri í september nú en í september á síðasta ári. Aflinn nam tæpum 87.000 tonnum í september samanborið við tæp 65.000 tonn í september í fyrra. Þorskafli dróst saman í september um rúm 400 tonn, ýsuaflinn dróst saman um 500 tonn og karfaaflinn jókst um rúm 600 tonn. Innlent 16.10.2006 09:49
Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf í FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frétta sé að vænta af félaginu. Viðskipti innlent 16.10.2006 09:49