Fréttir Stefán nýr aðalendurskoðandi Seðlabankans Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanaum að Stefán hafi undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík en hann var áður dósent við Háskóla Íslands. Innlent 23.10.2006 09:18 Ramadan lýkur - hátíðin Eid al-Fitr hefst Stærsta hátíð múslima byrjar í dag og nefnist hún Eid al-Fitr. Hátíð þessi markar endalok Ramadan, eða föstunnar, sem er ein af fimm undirstöðum íslam. Lífið 23.10.2006 09:48 Varað við fellibylnum Páli á Kaliforníuskaga Fellibyljastofnun Bandaríkjanna hefur varað íbúa á Kaliforníuskaga við hitabeltisstorminum Páli sem í gærkvöld styrktist og varð að fellibyl. Páll hefur verið á leið upp eftir vesturströnd Mexíkós síðustu daga og fylgjast veðurfræðingar náið með ferðum hans. Erlent 23.10.2006 09:36 Dæmt í Enronmálinu Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar. Viðskipti erlent 23.10.2006 09:34 Kínverjar leysa einn fréttamann úr haldi, ákæra tvo aðra Kína leysti í dag, níu mánuðum fyrr, úr haldi fréttmann sem hafði verið sakfelldur fyrir fjárkúgun. Á sama tíma ákærðu þeir tvo greinahöfunda, sem birta skrif sín á internetinu, fyrir að grafa undan hinu kíverska alþýðuveldi. Erlent 23.10.2006 09:16 Önnur umferð nauðsynleg í Búlgaríu Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu og frambjóðandi sósíalista, vann fyrri umferð forsetakosninga í Búlgaríu með miklum yfirburðum. Hins vegar var þátttaka í kosningunum svo lítil að nauðsynlegt er að kjósa að nýju í annarri umferð milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Erlent 22.10.2006 20:58 Paul stefnir á ferðamannastaði í Mexíkó Hitabeltisstormurinn Paul stefnir nú að Baja California skaganum við Kyrrahafsströnd Mexíkós. Búist er við að veðurhamurinn fari yfir skagann nálægt Los Cabos, sem er vinsæll ferðamannastaður. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að vart hafi verið við storminn yfir Kyrrahafi á laugardag og að hann muni ná miklum styrk á þriðjudag. Erlent 22.10.2006 19:05 Varnarsamningurinn inn bakdyramegin Össur Skarphéðinsson sagði í þætti Silfri Egils í dag Sjálfstæðismenn lauma varnarsamningnum inn bakdyramegin. Hann deildi hart á að kjörnir einstaklingar á þingi fái ekki að ræða innihald samningsins. Þá sagði Össur klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins ótrúlegan í ljósi tímasetningar rétt fyrir prófkjör. Innlent 22.10.2006 19:00 Segjast komnir á spor morðingjanna Vararíkissaksóknari Rússlands segir að þeir séu komnir á sporið af morðingjum blaðakonunnar Önnu Politkovskaju. Erlent 22.10.2006 18:38 Meintur læknadópsali sýknaður Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru fyrir brot gegn lyfjalögum, en maðurinn var afhjúpaður af fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir ólöglega sölu á svokölluðu læknadópi. Í þætti Kompáss sem sýndur var seint á síðasta ári voru tvær tálbeitur notaðar til þess að kaupa lyf hjá ákærða en þátturinn fjallaði um hversu auðvelt er að nálgast læknadóp á Íslandi. Innlent 22.10.2006 18:37 SUS á móti ríkisrekstri og leyniþjónustu Innlent 22.10.2006 17:46 Fulltrúi Sþ rekinn frá Súdan Stjórnvöld í Súdan hafa rekið sérstakan sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna úr landi, vegna ummæla sem hann setti á blogg-síðu sína. Honum er gert að fara úr landi innan 72 klukkustunda. Erlent 22.10.2006 17:02 Ekkert vandamál að selja hvalkjötið Innlent 22.10.2006 16:39 Spánarkonungur sagður hafa skotið drukkið bjarndýr Juan Carlos, konungur Spánar, hefur verið sakaður um að hafa skotið mannelskt drukkið bjarndýr til bana, þegar hann var í veiðiferð í Rússlandi, í sumar. Erlent 22.10.2006 16:07 Hersveitum Fatah skipað í viðbragsstöðu vegna morðs Erlent 22.10.2006 15:17 Ögmundur Jónasson skammar Jón Baldvin vegna njósnamáls Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. Innlent 22.10.2006 15:01 Lögreglan í Reykjavík vissi af hlerunum Pétur Gunnarsson blaðamaður sem var lögreglumaður fyrir tuttugu árum, segir að á þeim tíma hafi lögreglan í Reykjavík vitað af hlerunum úr símstöð í húsi lögreglunnar. Þetta kom fram í þættinum Silfri Egils nú í hádeginu, en þar sagði Pétur: “Það vissu allir að það var símstöð í húsinu sem var í umsjá útlendingaeftirlitsins og fíkniefnalögreglunnar." Innlent 22.10.2006 14:51 Norðmenn selja Bandaríkjunum orrustuþotur Erlent 22.10.2006 13:26 Nýrnasjúkdómur herjar á norskan lax Norðmenn eru að hefja umfangsmiklar rannsóknir á laxveiðiám sínum eftir að sýktir laxar fundust í þrem ám þar í landi. Erlent 22.10.2006 12:28 Hvalurinn óætur Skipstjórinn á Hval níu segir að kjötið af langreyðinni sem dregin var á land í morgun nýtist vart til manneldis. Hvalurinn sé of stór og ekki nógu feitur til slíkra nota. Innlent 22.10.2006 11:53 Fjármál Carls Bildt til rannsóknar Carld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf nú væntanlega að sæta rannsókn vegna hlutabréfa sem hann á í fyrirtæki sem heitir Vostok Nafta. Erlent 22.10.2006 11:35 Bush tapar í þingkosningunum -samkvæmt skoðanakönnun Erlent 22.10.2006 11:15 Aukin misskipting og möguleg gjaldtaka Skert þjónusta til innflytjenda getur leitt til aukinnar misskiptingar í samfélaginu. Þetta segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, en borgarstjórn ákvað í vikunni að skerða fjárframlög til hússins um rúmlega þriðjung. Alþjóðahús veitir bæði almenna og sérhæfða ráðgjöf til innflytjenda, en á vegum hússins er meðal annars lögfræðingur í fullu starfi. Innlent 22.10.2006 10:59 Fleiri líkamspartar finnast Enn finnast líkamsleifar á svæðinu þar sem tvíburaturnarnir í New York stóðu fyrir hryðjuverkaárásinu 9.september 2001. Í gær fundu leitarmenn 15 bein eða líkamsparta til viðbótar við þá 80 sem fundust óvænt í holræsisbrunni á svæðinu á föstudag. Leit á svæðinu hefur verið hafin að nýju, en henni var hætt árið 2002 og höfðu þá 20 þúsund líkamspartar fundist. Erlent 22.10.2006 09:48 Fyrsti hvalurinn kominn að landi í Hvalstöðinni Hvalur níu er nú kominn að bryggju í Hvalstöðinni í Hvalfirði, með sextíu tonna langreyði, sem er fyrsti hvalurinn sem veiddur er í atvinnuskyni, við Ísland, í tuttugu ár. Innlent 22.10.2006 09:37 Banaslys á Þóristungum Maður á sextugsaldri lést í gær þegar jeppi sem hann ók yfir ræsi á vegslóða ofan við Hrauneyjar valt. Lögreglan á Hvolsvelli segir ökumanninn hafa lent undir jeppanum og telur að slysið hafi átt sér stað aðfararnótt laugardags, en vegfarendur komu að slysstað í eftirmiðdaginn í gær. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Innlent 22.10.2006 08:47 Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr átta í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms. Innlent 21.10.2006 21:04 Fimmtán gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar í Rvk Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor rann út fyrr í dag. Fimmtán gáfu kost á sér. Innlent 21.10.2006 20:53 Leita að nýju að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum fólks sem fórst í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir rúmlega fimm árum, eftir að mannabein fundust í holræsum við svæðið þar sem turnarnir stóðu. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, meðal annars fótleggi og handleggi að því talið er. Erlent 21.10.2006 19:02 Hellisheiðavirkjun vígð Hellisheiðarvirkjun var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni fram til ársins 2025. Innlent 21.10.2006 18:59 « ‹ ›
Stefán nýr aðalendurskoðandi Seðlabankans Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanaum að Stefán hafi undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík en hann var áður dósent við Háskóla Íslands. Innlent 23.10.2006 09:18
Ramadan lýkur - hátíðin Eid al-Fitr hefst Stærsta hátíð múslima byrjar í dag og nefnist hún Eid al-Fitr. Hátíð þessi markar endalok Ramadan, eða föstunnar, sem er ein af fimm undirstöðum íslam. Lífið 23.10.2006 09:48
Varað við fellibylnum Páli á Kaliforníuskaga Fellibyljastofnun Bandaríkjanna hefur varað íbúa á Kaliforníuskaga við hitabeltisstorminum Páli sem í gærkvöld styrktist og varð að fellibyl. Páll hefur verið á leið upp eftir vesturströnd Mexíkós síðustu daga og fylgjast veðurfræðingar náið með ferðum hans. Erlent 23.10.2006 09:36
Dæmt í Enronmálinu Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar. Viðskipti erlent 23.10.2006 09:34
Kínverjar leysa einn fréttamann úr haldi, ákæra tvo aðra Kína leysti í dag, níu mánuðum fyrr, úr haldi fréttmann sem hafði verið sakfelldur fyrir fjárkúgun. Á sama tíma ákærðu þeir tvo greinahöfunda, sem birta skrif sín á internetinu, fyrir að grafa undan hinu kíverska alþýðuveldi. Erlent 23.10.2006 09:16
Önnur umferð nauðsynleg í Búlgaríu Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu og frambjóðandi sósíalista, vann fyrri umferð forsetakosninga í Búlgaríu með miklum yfirburðum. Hins vegar var þátttaka í kosningunum svo lítil að nauðsynlegt er að kjósa að nýju í annarri umferð milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Erlent 22.10.2006 20:58
Paul stefnir á ferðamannastaði í Mexíkó Hitabeltisstormurinn Paul stefnir nú að Baja California skaganum við Kyrrahafsströnd Mexíkós. Búist er við að veðurhamurinn fari yfir skagann nálægt Los Cabos, sem er vinsæll ferðamannastaður. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að vart hafi verið við storminn yfir Kyrrahafi á laugardag og að hann muni ná miklum styrk á þriðjudag. Erlent 22.10.2006 19:05
Varnarsamningurinn inn bakdyramegin Össur Skarphéðinsson sagði í þætti Silfri Egils í dag Sjálfstæðismenn lauma varnarsamningnum inn bakdyramegin. Hann deildi hart á að kjörnir einstaklingar á þingi fái ekki að ræða innihald samningsins. Þá sagði Össur klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins ótrúlegan í ljósi tímasetningar rétt fyrir prófkjör. Innlent 22.10.2006 19:00
Segjast komnir á spor morðingjanna Vararíkissaksóknari Rússlands segir að þeir séu komnir á sporið af morðingjum blaðakonunnar Önnu Politkovskaju. Erlent 22.10.2006 18:38
Meintur læknadópsali sýknaður Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru fyrir brot gegn lyfjalögum, en maðurinn var afhjúpaður af fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir ólöglega sölu á svokölluðu læknadópi. Í þætti Kompáss sem sýndur var seint á síðasta ári voru tvær tálbeitur notaðar til þess að kaupa lyf hjá ákærða en þátturinn fjallaði um hversu auðvelt er að nálgast læknadóp á Íslandi. Innlent 22.10.2006 18:37
Fulltrúi Sþ rekinn frá Súdan Stjórnvöld í Súdan hafa rekið sérstakan sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna úr landi, vegna ummæla sem hann setti á blogg-síðu sína. Honum er gert að fara úr landi innan 72 klukkustunda. Erlent 22.10.2006 17:02
Spánarkonungur sagður hafa skotið drukkið bjarndýr Juan Carlos, konungur Spánar, hefur verið sakaður um að hafa skotið mannelskt drukkið bjarndýr til bana, þegar hann var í veiðiferð í Rússlandi, í sumar. Erlent 22.10.2006 16:07
Ögmundur Jónasson skammar Jón Baldvin vegna njósnamáls Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. Innlent 22.10.2006 15:01
Lögreglan í Reykjavík vissi af hlerunum Pétur Gunnarsson blaðamaður sem var lögreglumaður fyrir tuttugu árum, segir að á þeim tíma hafi lögreglan í Reykjavík vitað af hlerunum úr símstöð í húsi lögreglunnar. Þetta kom fram í þættinum Silfri Egils nú í hádeginu, en þar sagði Pétur: “Það vissu allir að það var símstöð í húsinu sem var í umsjá útlendingaeftirlitsins og fíkniefnalögreglunnar." Innlent 22.10.2006 14:51
Nýrnasjúkdómur herjar á norskan lax Norðmenn eru að hefja umfangsmiklar rannsóknir á laxveiðiám sínum eftir að sýktir laxar fundust í þrem ám þar í landi. Erlent 22.10.2006 12:28
Hvalurinn óætur Skipstjórinn á Hval níu segir að kjötið af langreyðinni sem dregin var á land í morgun nýtist vart til manneldis. Hvalurinn sé of stór og ekki nógu feitur til slíkra nota. Innlent 22.10.2006 11:53
Fjármál Carls Bildt til rannsóknar Carld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf nú væntanlega að sæta rannsókn vegna hlutabréfa sem hann á í fyrirtæki sem heitir Vostok Nafta. Erlent 22.10.2006 11:35
Aukin misskipting og möguleg gjaldtaka Skert þjónusta til innflytjenda getur leitt til aukinnar misskiptingar í samfélaginu. Þetta segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, en borgarstjórn ákvað í vikunni að skerða fjárframlög til hússins um rúmlega þriðjung. Alþjóðahús veitir bæði almenna og sérhæfða ráðgjöf til innflytjenda, en á vegum hússins er meðal annars lögfræðingur í fullu starfi. Innlent 22.10.2006 10:59
Fleiri líkamspartar finnast Enn finnast líkamsleifar á svæðinu þar sem tvíburaturnarnir í New York stóðu fyrir hryðjuverkaárásinu 9.september 2001. Í gær fundu leitarmenn 15 bein eða líkamsparta til viðbótar við þá 80 sem fundust óvænt í holræsisbrunni á svæðinu á föstudag. Leit á svæðinu hefur verið hafin að nýju, en henni var hætt árið 2002 og höfðu þá 20 þúsund líkamspartar fundist. Erlent 22.10.2006 09:48
Fyrsti hvalurinn kominn að landi í Hvalstöðinni Hvalur níu er nú kominn að bryggju í Hvalstöðinni í Hvalfirði, með sextíu tonna langreyði, sem er fyrsti hvalurinn sem veiddur er í atvinnuskyni, við Ísland, í tuttugu ár. Innlent 22.10.2006 09:37
Banaslys á Þóristungum Maður á sextugsaldri lést í gær þegar jeppi sem hann ók yfir ræsi á vegslóða ofan við Hrauneyjar valt. Lögreglan á Hvolsvelli segir ökumanninn hafa lent undir jeppanum og telur að slysið hafi átt sér stað aðfararnótt laugardags, en vegfarendur komu að slysstað í eftirmiðdaginn í gær. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Innlent 22.10.2006 08:47
Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr átta í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms. Innlent 21.10.2006 21:04
Fimmtán gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar í Rvk Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor rann út fyrr í dag. Fimmtán gáfu kost á sér. Innlent 21.10.2006 20:53
Leita að nýju að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum fólks sem fórst í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir rúmlega fimm árum, eftir að mannabein fundust í holræsum við svæðið þar sem turnarnir stóðu. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, meðal annars fótleggi og handleggi að því talið er. Erlent 21.10.2006 19:02
Hellisheiðavirkjun vígð Hellisheiðarvirkjun var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni fram til ársins 2025. Innlent 21.10.2006 18:59