Fréttir Lestarvagn fór af sporinu í Lundúnum Aftasti vagn á lest, sem var að koma að Waterloo lestarstöðinni í Lundúnum, fór af sporinu á mesta annatíma síðdegis í dag. Engan sakaði. Tafir urðu á lestarferðum á meðan fulltrúar lögreglu og samgönguyfirvalda rannsókuðu vettvanginn til að greina orsök óhappsins. Erlent 24.10.2006 21:13 Stutt í að ljósmyndari AP verði látinn laus Útlit er fyrir því að ljósmyndari Associated Press, sem rænt var á Gaza-svæðinu í dag, verði látinn laus innan stundar. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum palestínskum fulltrúa. Erlent 24.10.2006 20:55 Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins Framtíð varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli hefur verið falin þróunarfélagi, sem stofnað var í Reykjanesbæ í dag. Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, stýrir félaginu en með honum í stjórn sitja þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Þórarinsson verkfræðingur. Innlent 24.10.2006 20:44 Feitari en sú fyrri Önnur langreyðurin, sem búið er að veiða eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni hófust að nýju, kom að landi um miðjan dag. Hún er jafn stór þeirri fyrri en feitari. Innlent 24.10.2006 20:28 Bjóða fram Halldór Íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fram sem næsta aðalritara norrænu ráðherranefndarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps. Í samtali við fréttastofu NFS í kvöld vildi Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra Norðurlandanna, hvorki neita þessu né játa. Innlent 24.10.2006 19:54 Árangur af hernámi Íraks innan seilingar Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Erlent 24.10.2006 19:49 Hvert atkvæði dýrt Búist er við að kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í þingkosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði slái öllum met og verði samanlagt jafnvirði tæpra 180 milljarðar íslenskra króna. Þetta er niðurstaða útreikninga samtaka sem fylgjast með stjórnmálum í Bandaríkjunum, þ.e. Center for Responsive Politics. Þau eru ekki tengd stjórnmálaflokkum. Erlent 24.10.2006 18:22 Madonna í vondum málum Bandaríska söngkonan Madonna sætir nú gagnrýni eftir að hafa ættleitt lítinn dreng frá Malaví. Faðir hans segist ekki hafa áttað sig á þýðingu ættleiðingarskjala sem hann skrifaði undir og mannréttindasamtök átelja að umsókn söngkonunnar var flýtt í gegnum kerfið. Erlent 24.10.2006 19:30 Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 24.10.2006 18:36 Bílbeltaátak á suðvesturhorninu Bílbelti hefðu bjargað 7 manneskjum af þeim 23 sem hafa látist í umferðinni á árinu. Lögreglan á suðvesturhorninu stöðvar bíla unnvörpum þessa dagana og sektar þá sem "gleymdu" að spenna beltið og gleymdu að það er hættulegt að tala í gemsa undir stýri. Innlent 24.10.2006 18:25 Barnaklám fannst hjá barnaskólakennara Mikið af barnaklámi fannst á heimili grunnskólakennara á Akranesi fyrr í október. Hann var handtekinn í skólanum og húsleit gerð heima hjá honum eftir vísbendingu frá samkennara. Innlent 24.10.2006 18:23 Hastert ber vitni fyrir þingnefnd Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bar í dag vitni fyrir siðanefnd þingsins þar sem eiga sæti þingmenn bæði Demókrata og Repúblíkana. Nefndin hefur til umfjöllunar kynlífshneyksli sem hefur haft áhrif á fylgi Repúblíkanaflokksins í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Erlent 24.10.2006 18:12 Bretar sagðir hafa látið undan kröfum lýðskrumara Calin Popescu Tariceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, segir bresk stjórnvöld hafa látið undan kröfum lýðskrumara með ákvörðun sinni um að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi. Löndin tvö ganga inn í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Erlent 24.10.2006 18:00 Chavez með 35% forskot Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela. Erlent 24.10.2006 17:50 Barist gegn fordómum í Þýskalandi Óttast er árásir nýnasista í Þýskalandi í ár verði mun fleiri en hefur mælst á hverju ári frá því Seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er niðurstaða samtaka í Þýskalandi sem berjast gegn kynþáttafordómum þar í landi. Niðurstaða samtakanna er sú að árásir hafa verið margar í júní og júlí þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í Þýskalandi. Erlent 24.10.2006 17:28 Takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. Erlent 24.10.2006 16:58 Nemendum fjölgar í Reykjanesbæ Nemendum við grunnskóla Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 3,3% á síðastliðnu ári. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en á síðustu tveimur árum hefur nemendum grunnskólanna fjölgað um 7% eða 120. Innlent 24.10.2006 16:54 Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra. Innlent 24.10.2006 16:28 Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. Erlent 24.10.2006 16:12 Átta manns berjast um fimm sæti hjá Framsókn í NV-kjördæmi Átta manns gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður með póstkosningu dagana 3.-17. nóvember. Tveir berjast um efsta sætið, þeir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Innlent 24.10.2006 16:07 Vilja byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á Selfossi Smáratorg ehf., sem meðal annars rekur Rúmfatalagerinn, hefur áhuga á að reisa um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð við Fossanes á Selfossi skammt frá afleggjarnum að Biskupstungnabraut. Innlent 24.10.2006 15:57 Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet. Innlent 24.10.2006 15:20 Hyggjast stefna hollensku fyrirtæki vegna losunar eiturefna Um eitt þúsund fórnarlömb eitraðs úrgangs sem losaður var við Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, í ágúst hyggjast höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu sem ber á ábyrgð á losuninni. Erlent 24.10.2006 15:08 Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins. Innlent 24.10.2006 14:41 Valgerður til Síberíu á fund Norðurskautsráðsins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er gestgjafi á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á fimmtudag. Ráðið er sameiginlegur vettvangur norrænna ríkja, ríkja Norður-Ameríku og Rússlands auk samtaka frumbyggja. Innlent 24.10.2006 14:27 Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda. Innlent 24.10.2006 14:16 Níu án öryggisbelta í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum sektaði níu ökumenn og farþega í síðustu viku fyrir að nota ekki öryggisbelti. Lögreglumenn segja ökumenn oft bera það fyrir sig að þeir telji sig ekki þurfa að nota öryggisbelti innanbæjar en noti þau alltaf þegar þeir fari upp á land. Innlent 24.10.2006 14:12 Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki. Innlent 24.10.2006 13:55 Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit. Innlent 24.10.2006 13:49 Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti. Innlent 24.10.2006 13:26 « ‹ ›
Lestarvagn fór af sporinu í Lundúnum Aftasti vagn á lest, sem var að koma að Waterloo lestarstöðinni í Lundúnum, fór af sporinu á mesta annatíma síðdegis í dag. Engan sakaði. Tafir urðu á lestarferðum á meðan fulltrúar lögreglu og samgönguyfirvalda rannsókuðu vettvanginn til að greina orsök óhappsins. Erlent 24.10.2006 21:13
Stutt í að ljósmyndari AP verði látinn laus Útlit er fyrir því að ljósmyndari Associated Press, sem rænt var á Gaza-svæðinu í dag, verði látinn laus innan stundar. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum palestínskum fulltrúa. Erlent 24.10.2006 20:55
Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins Framtíð varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli hefur verið falin þróunarfélagi, sem stofnað var í Reykjanesbæ í dag. Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, stýrir félaginu en með honum í stjórn sitja þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Þórarinsson verkfræðingur. Innlent 24.10.2006 20:44
Feitari en sú fyrri Önnur langreyðurin, sem búið er að veiða eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni hófust að nýju, kom að landi um miðjan dag. Hún er jafn stór þeirri fyrri en feitari. Innlent 24.10.2006 20:28
Bjóða fram Halldór Íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fram sem næsta aðalritara norrænu ráðherranefndarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps. Í samtali við fréttastofu NFS í kvöld vildi Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra Norðurlandanna, hvorki neita þessu né játa. Innlent 24.10.2006 19:54
Árangur af hernámi Íraks innan seilingar Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Erlent 24.10.2006 19:49
Hvert atkvæði dýrt Búist er við að kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í þingkosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði slái öllum met og verði samanlagt jafnvirði tæpra 180 milljarðar íslenskra króna. Þetta er niðurstaða útreikninga samtaka sem fylgjast með stjórnmálum í Bandaríkjunum, þ.e. Center for Responsive Politics. Þau eru ekki tengd stjórnmálaflokkum. Erlent 24.10.2006 18:22
Madonna í vondum málum Bandaríska söngkonan Madonna sætir nú gagnrýni eftir að hafa ættleitt lítinn dreng frá Malaví. Faðir hans segist ekki hafa áttað sig á þýðingu ættleiðingarskjala sem hann skrifaði undir og mannréttindasamtök átelja að umsókn söngkonunnar var flýtt í gegnum kerfið. Erlent 24.10.2006 19:30
Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 24.10.2006 18:36
Bílbeltaátak á suðvesturhorninu Bílbelti hefðu bjargað 7 manneskjum af þeim 23 sem hafa látist í umferðinni á árinu. Lögreglan á suðvesturhorninu stöðvar bíla unnvörpum þessa dagana og sektar þá sem "gleymdu" að spenna beltið og gleymdu að það er hættulegt að tala í gemsa undir stýri. Innlent 24.10.2006 18:25
Barnaklám fannst hjá barnaskólakennara Mikið af barnaklámi fannst á heimili grunnskólakennara á Akranesi fyrr í október. Hann var handtekinn í skólanum og húsleit gerð heima hjá honum eftir vísbendingu frá samkennara. Innlent 24.10.2006 18:23
Hastert ber vitni fyrir þingnefnd Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bar í dag vitni fyrir siðanefnd þingsins þar sem eiga sæti þingmenn bæði Demókrata og Repúblíkana. Nefndin hefur til umfjöllunar kynlífshneyksli sem hefur haft áhrif á fylgi Repúblíkanaflokksins í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Erlent 24.10.2006 18:12
Bretar sagðir hafa látið undan kröfum lýðskrumara Calin Popescu Tariceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, segir bresk stjórnvöld hafa látið undan kröfum lýðskrumara með ákvörðun sinni um að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi. Löndin tvö ganga inn í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Erlent 24.10.2006 18:00
Chavez með 35% forskot Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela. Erlent 24.10.2006 17:50
Barist gegn fordómum í Þýskalandi Óttast er árásir nýnasista í Þýskalandi í ár verði mun fleiri en hefur mælst á hverju ári frá því Seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er niðurstaða samtaka í Þýskalandi sem berjast gegn kynþáttafordómum þar í landi. Niðurstaða samtakanna er sú að árásir hafa verið margar í júní og júlí þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í Þýskalandi. Erlent 24.10.2006 17:28
Takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. Erlent 24.10.2006 16:58
Nemendum fjölgar í Reykjanesbæ Nemendum við grunnskóla Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 3,3% á síðastliðnu ári. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en á síðustu tveimur árum hefur nemendum grunnskólanna fjölgað um 7% eða 120. Innlent 24.10.2006 16:54
Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra. Innlent 24.10.2006 16:28
Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. Erlent 24.10.2006 16:12
Átta manns berjast um fimm sæti hjá Framsókn í NV-kjördæmi Átta manns gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður með póstkosningu dagana 3.-17. nóvember. Tveir berjast um efsta sætið, þeir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Innlent 24.10.2006 16:07
Vilja byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á Selfossi Smáratorg ehf., sem meðal annars rekur Rúmfatalagerinn, hefur áhuga á að reisa um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð við Fossanes á Selfossi skammt frá afleggjarnum að Biskupstungnabraut. Innlent 24.10.2006 15:57
Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet. Innlent 24.10.2006 15:20
Hyggjast stefna hollensku fyrirtæki vegna losunar eiturefna Um eitt þúsund fórnarlömb eitraðs úrgangs sem losaður var við Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, í ágúst hyggjast höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu sem ber á ábyrgð á losuninni. Erlent 24.10.2006 15:08
Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins. Innlent 24.10.2006 14:41
Valgerður til Síberíu á fund Norðurskautsráðsins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er gestgjafi á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á fimmtudag. Ráðið er sameiginlegur vettvangur norrænna ríkja, ríkja Norður-Ameríku og Rússlands auk samtaka frumbyggja. Innlent 24.10.2006 14:27
Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda. Innlent 24.10.2006 14:16
Níu án öryggisbelta í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum sektaði níu ökumenn og farþega í síðustu viku fyrir að nota ekki öryggisbelti. Lögreglumenn segja ökumenn oft bera það fyrir sig að þeir telji sig ekki þurfa að nota öryggisbelti innanbæjar en noti þau alltaf þegar þeir fari upp á land. Innlent 24.10.2006 14:12
Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki. Innlent 24.10.2006 13:55
Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit. Innlent 24.10.2006 13:49
Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti. Innlent 24.10.2006 13:26