Fréttir

Fréttamynd

Vinnsla hafin á ný í Grindavík

"Við frystum aðeins um helgina, en það er annars bara engin loðna til að frysta. Við bíðum bara eftir því," segir Óskar Ævarsson yfirmaður fiskimjölverksmiðju Samherja sem brann í Grindavík 9. febrúar eftir að mjöl ofhitnaði í þurrkara.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsakademíu komið á fót

Komið hefur verið á fót norrænni sjávarútvegsakademíu sem mun standa fyrir námskeiðum í fiskveiðistjórnun og fylgjast með fiskistofnum og auðlindum hafsins. Sjávarútvegsakademían verður ekki með fast heimilisfang heldur mun hún starfa sem tengslanet og verður því stjórnað frá Háskólanum í Björgvin eftir því sem segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Innlent
Fréttamynd

Drottning sögð hunsa son sinn

Breskir fjölmiðlar segja þá staðreynd að Elísabet drottning ætlar ekki að vera viðstödd borgaralega hjónavígslu sonar síns, Karls prins, vera til marks um miklar deilur innan konungsfjölskyldunnar um fyrirhugað brúðkaup Karls og Camillu Parker-Bowles.

Erlent
Fréttamynd

Sektuð um 60,5 milljónir

Tryggingafélögin voru í gær sektuð um 60,5 milljónir af samkeppnisráði vegna ólöglegs verðsamráðs. Tryggingamiðstöðin hefur fallist á að greiða 18,5 milljónir í sekt og VÍS hefur fallist á að greiða 15 milljónir. Sjóvá-Almennar tryggingar eru sektuð um 27 milljónir, en tryggingafélagið hyggst áfrýja niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurflugvöllur opinn á ný

Þokunni sem legið hefur yfir Reykjavík síðustu daga hefur nú létt og Reykjavíkurflugvöllur er því opinn á ný. Um 1500 farþegar eru bókaðir í flug í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að koma þeim öllum á áfangastað án mikillar röskunnar.</span />

Innlent
Fréttamynd

Hergagnageymsla springur í Súdan

Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar.

Erlent
Fréttamynd

Metur lánstraustið óbreytt

Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin fyrir að misþyrma börnum

Lögreglan í Ísrael hefur handtekið barnapíu sem misþyrmdi sjö mánaða tvíburum sem hún átti að gæta. Foreldra barnanna grunaði að ekki væri allt með felldu þegar tvíburarnir urðu sinnulausir og hættu að brosa. Falin myndavél í stofunni staðfesti illan grun; barnapían barði börnin þegar þau trufluðu hana við sjónvarpsgláp. Barnapían játar á sig sakir og ber við ofsafengnum reiðiköstum.

Erlent
Fréttamynd

Bauhaus til Íslands

Þýska lágvöruverslanakeðjan Bauhaus, sem verslar með byggingavörur, ætlar að opna stórverslun hér á landi eftir rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bauhaus þegar tryggt sér lóð í Kópavogi fyrir um það bil 20 þúsund fermetra verslunarhús. Keðjan rekur 180 verslanir víða í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjötíu prósenta vextir

Í Bretlandi hefur verið sett á markaðinn nýtt kreditkort sem ætlað er sérstaklega efnaminna fólki en sá galli er á gjöf Njarðar að sjötíu prósenta vextir eru á kortinu.

Erlent
Fréttamynd

Beitti úðavopni á afgreiðslukonu

Eigandi Bettís við Borgarholtsbraut í Kópavogi var að vinna í fyrrakvöld þegar dökkklæddur ræningi með úðavopn ruddist inn og heimtaði peninga. Hann spreyjaði úðanum í andlit hennar. Sami ræninginn er talinn hafa verið verki í söluturninum Videospólunni við Holtsgötu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kennarastarfið er hugsjón

Paloma Ruiz Martinez er nýkjörin í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem spænskur faðir hennar og íslensk móðir búa. Paloma ákvað ung að verða kennari og lifir fyrir starfið. Hún segir kennara enn vera að jafna sig eftir verkfallið í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Vislandia selur þjónustu

Ilona Wilke, eigandi Vislandia, vísaði á GT verktaka og lögmann þeirra, Martein Magnússon, eða Fyrirtækjaskrána í Lettlandi þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í Lettlandi í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag starfandi lögmann í átta mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot þegar hann reyndi að skerða rétt þrotabús. Maðurinn bjó til kröfu og falsaði dagsetningu til að koma í veg fyrir að þrotabú gæti gert kröfu í eign skjólstæðinga hans.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn lögreglu ábótavant

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Dómurinn segir rannsókn lögreglu á málinu stórlega ábótavant en þær rannsóknir sem hefði átt að gera í tengslum við málið, en voru ekki gerðar, hefðu ein eða fleiri getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þess.

Innlent
Fréttamynd

Enn mótmæli gegn Bush í Evrópu

Þrátt fyrir að þíða sé nú á milli ráðamanna Evrópu og Bandaríkjanna heldur almenningur í Evrópu áfram að mótmæla komu George Bush Bandaríkjaforseta til álfunnar. Meira en þúsund manns mótmæltu í kuldanum í Brussel í gær þegar Bush hitti leiðtoga aðildarríkja ESB og til átaka kom eftir að mótmælendur hentu mólotov-kokkteilum og glerflöskum í átt að lögreglumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Lettnesk kona flytur inn fólk

Lettnesk kona, Ilona Wilka, rekur fyrirtækið Vislandia í Lettlandi og hefur flutt inn tugi Letta og Litháa á síðustu mánuðum. Vinnuaflið hefur starfað víða, m.a. við byggingu Salaskóla fyrir Kópavogsbæ. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Flugi frestað vegna Bush

Þýska flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta tugum ferða frá flugvellinum í Frankfurt í morgun vegna komu George Bush Bandaríkjaforseta til landsins. Af öryggisástæðum var brugðið á það ráð að draga úr flugi frá vellinum í að minnsta kosti klukkutíma en flugvél Bush lenti á flugvellinum rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Aðför að landsbyggðinni

Stjórn Vinstri grænna í Skagafirði mótmælir hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir bílbrennur

Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Könnun á munnheilsu barna

Nú stendur yfir könnun á munnheilsu sex, tólf og fimmtán ára barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni.

Innlent
Fréttamynd

Varað við fuglaflensu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur nú gríðarmikla áherslu á að vara fólk við hættunni sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að mikil hætta sé á ferðum og að miklar líkur séu á að alheimsfaraldur brjótist út. Það sem veldur mestum áhyggjum er að þetta flensuafbrigði sem nú berst frá fuglum í menn stökkbreytist þannig að flensan fari að smitast manna á milli.

Erlent
Fréttamynd

Neitar klámfengnum skilaboðum

Fyrrum kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi er ákærður af ríkissaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn tveimur nemendum sínum. Aðalmeðferð málsins er lokið og verður dómur kveðinn upp þann 28. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á olíu náði þriggja mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór vel yfir 51 dollara. Ástæður hækkunarinnar eru sagðar kalt veður og hugsanlegur samdráttur í framleiðslu á olíu. Olíuverð er fimmtíu prósentum hærra nú en fyrir ári og sömu sögu er að segja um nær allar afurðir olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

300 látnir í Indlandi vegna veðurs

Kuldakastið sem hamlar björgunaraðgerðum í Íran hefur haft svipuð áhrif í nágrannalöndunum enda muna menn ekki eftir viðlíka vetrarhörkum í Afganistan, Pakistan og á Indlandi. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafa dáið úr kulda og í snjóflóðum í Indlandi síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Lóðaverð nýtt sem tekjustofn

"Það er ánægjulegt að það verði skoðað hvernig koma á í veg fyrir að sveitarfélögin stuðli að hækkun fasteignaverðs," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um þróun fasteignaverðs.

Innlent
Fréttamynd

Mistök í útkalli

Bæjarstjórinn í Bolungarvík og forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur voru meðal þeirra sem funduðu með Ólafi Þórhallssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Fólk er misnotað

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að innflutningur á vinnuafli á vegum ólöglegra og óskráðra starfsmannaleiga, sérstaklega frá Lettlandi og Portúgal, sé farinn að hafa mikil áhrif á vinnumarkað á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Mælir gegn niðurrifi

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísraelskra landnema yrðu ekki eyðilagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Tvö rán framin í gærkvöld

Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Rétt fyrir klukkan tíu hótaði maður með hulið andlit afgreiðslustúlku í söluturni við Borgarholtsbraut og sprautaði á hana úr meisúðabrúsa, en úði úr þeim hálfblindar fólk. Síðan hrifsaði hann peninga úr peningakassanum og hljóp á brott.

Innlent