Fréttir Flugvöllurinn áfram í áratugi? Forsenda nýrrar samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli er að minnsta kosti tuttugu og fimm ára rekstrartími, samkvæmt niðurstöðu sameiginlegrar nefndar ríkis og borgar. Gert er ráð fyrir að yfir milljón farþega fari um miðstöðina á ári eftir tíu ár. Innlent 13.10.2005 18:51 Wolfowitz ekki í Alþjóðabankann Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verður ekki næsti forseti Alþjóðabankans. Fráfarandi forseti bankans, James Wolfensohn, lýsti þessu yfir í Brussel í dag. Erlent 13.10.2005 18:51 15 meintir stríðsglæpamenn finnast Efraim Zuroff, hinn þekkti nasistaveiðari, hefur fundið 15 menn í Rúmeníu sem hann segir liggja undir grun um að hafa framið stríðsglæpi í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann vill að þessir menn verði dregnir fyrir rétt. Erlent 13.10.2005 18:51 Vill flýta kosningum Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, lýsti því yfir í gær að hann hygðist segja af sér embætti eftir tvo mánuði. Hann hvatti pólska þingið til að samþykkja þingrof svo að hægt væri að boða til kosninga í júní, nokkrum mánuðum fyrr en ella. Erlent 13.10.2005 18:51 Vill skilja við skítugan eiginmann Írönsk kona hefur farið fram á skilnað við eiginmann sinn á þeirri forsendu að hann hafi ekki farið í bað í meira en ár. Konan segir engan vegin hægt að tjónka við manninum og hann þvoi sér ekki einu sinni í framan þegar hann vaknar á morgnana. Erlent 13.10.2005 18:51 Olíuverð fór yfir 53 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:51 Kleinuhringirnir bannaðir Á dögunum voru settar upp nýjar öryggisdyr í höfuðstöðvum sænsku lögreglunnar í Stokkhólmi. Það væri ekki í frásögur færandi ef þéttvaxnir laganna verðir væru ekki í mestu vandræðum með að komast þangað inn. Erlent 13.10.2005 18:51 Umferðaróhapp endaði í þremur Þrír árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut við Nesti um hálf átta leytið í gærkvöldi. Tveir tveggja bíla árekstrar og einn þriggja bíla. Innlent 13.10.2005 18:51 Lóðir fyrir námsmenn Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að úthluta Byggingafélagi námsmanna lóðir undir allt að 200 námsmannaíbúðir við Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti. Úthlutun þessi er í samræmi við loforð Reykjavíkurborgar frá síðasta sumri. Innlent 13.10.2005 18:51 Börnin í Gínea-Bissá styrkt Baugur Group hefur undanfarið ár styrkt verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Gíneu-Bissá. Styrkurinn nemur 20 milljónum króna og er það hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur veitt til eins þróunarverkefnis. Innlent 13.10.2005 18:51 Bílainnflutningur eykst um 30% Innflutningur bifreiða jókst um rúm 30 prósent í fyrra miðað við árið 2003. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu voru 16.500 bílar fluttir til landsins í fyrra en árið á undan voru 12.600 bílar fluttir til landsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51 Vilja skjóta kóalabirni Kóalabirnir og kengúrur eru sjálfsagt þekktustu dýrategundir Ástralíu. Íbúar Kengúrueyju hafa þó fengið nóg af kóalabjörnum og krefjast þess að fá að skjóta þá. Erlent 13.10.2005 18:51 Ekki í stríð við olíufélögin Landhelgisgæslan á að kaupa eldsneyti af Skeljungi og getur gert það í Reykjavík, á Austfjörðum og í Færeyjum. Þetta er í samræmi við rammasamning um eldsneytiskaup Landhelgisgæslunnar, Hafrannnsóknastofnunar og Flugmálastjórnar sem tók gildi 1. nóvember. Innlent 13.10.2005 18:51 Ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs Flugleiða eða Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar í stað Árna Haukssonar. Steinn Logi hefur störf 11. mars næstkomandi. Hann segist hlakka til að takast á við nýja starfið og segir fyrirtækið öflugt og eigendur þess metnaðarfulla. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51 Samkeppnisstofnun varaði við sölu Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar. Innlent 13.10.2005 18:51 Umsóknin ekki dregin til baka Breska verslanakeðjan Iceland hefur ekki enn dregið umsókn sína til baka um einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Stjórnarformaður Iceland segir að það verði gert en lögmaður íslenskra hagsmunaaðila segist ekki hafa fengið staðfestingu á þessu hjá fyrirtækinu, þó svo að eftir því hafi verið leitað. Innlent 13.10.2005 18:51 Fossett setti heimsmet Auðkýfingurinn Steve Fossett setti heimsmet í gærkvöld þegar hann varð fyrsti maðurinn til að fljúga hnattflug einsamall, viðstöðulaust og án millilendingar eða eldsneytisáfyllingar. Richard Branson, stofnandi Virgin-samsteypunnar og félagi Fossetts í ævintýramennskunni, fjármagnaði flugið. Erlent 13.10.2005 18:51 18 mánaða börn greind einhverf Hægt er að greina einhverfu í börnum allt niður í átján mánaða aldur. Einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði segir það skipta gríðarlegu máli að börnin greinist sem fyrst. Innlent 13.10.2005 18:51 Fossett að takast ætlunarverkið Búist er við að flugkappinn og skátinn Steve Fossett lendi í Kansas í Bandaríkjunum eftir stutta stund. Takist það verður hann fyrstur manna til að fljúga einn í kringum hnöttinn án þess að millilenda. Erlent 13.10.2005 18:51 Mjöll Frigg uppfyllir skilyrði Klórverksmiðja Mjallar Friggjar á Akureyri uppfyllir í grunnatriðum kröfur og skilyrði sem sett eru, segir Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Verksmiðjan hefur verið flutt frá Kópavogi, þar sem ekki fékkst starfsleyfi, til Akureyrar. Innlent 13.10.2005 18:51 Birgðir af strimlum uppi í skáp Þess hafa verið dæmi að einstaklingar ættu margra mánaða birgðir af blóðstrimlum uppi í skápum hjá sér áður en Tryggingastofnun breytti reglugerð um hjálpartæki 1. desember, að sögn Þuríðar Björnsdóttur, formanns Samtaka sykursjúkra. Innlent 13.10.2005 18:51 Undirbúa dómsmál vegna kaupanna Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51 Miklar vetrarhörkur í Evrópu Miklar vetrarhörkur ríkja víðast hvar á meginlandi Evrópu. Snjóalög í Hollandi eru víða upp undir 50 sentímetra þykk og í mörgum stórborgum Norður-Ítalíu er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni að tilefnislausu Erlent 13.10.2005 18:51 Fischer í algerri einangrun Bobby Fischer er nú haldið í algerri einangrun. Hann fæ hvorki að hitta gesti né tala í síma. Þegar unnusta Fischers og Sæmundur Pálsson reyndu að fá að heimsækja hann í morgun var þeim tilkynnt þetta og gefið í skyn að skákmeistarinn hefði brotið einhverjar reglur í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 18:51 Hefnd fyrir olíumálið? Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Innlent 13.10.2005 18:51 Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 13.10.2005 18:51 Þrír dæmdir fyrir líkamsárásir Þrír menn um tvítugt voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ráðast að tveimur mönnum í miðbæ Reykjavíkur með spörkum og höggum. Annar þolendanna nefbrotnaði og marðist illa en hinn hlaut heilahristing og tognaði á kjálka, auk annarra áverka. Innlent 13.10.2005 18:51 Breti fær fjórfaldan lífstíðardóm Brennuvargur sem kveikti í hóteli í Birmingham í Englandi á páskum í fyrra, með þeim afleiðingum að fjórir gestanna, þrír karlar og ein kona, brunnu inni, var í dag dæmdur í fjórfalt lífstíðarfangelsi. Dómarinn sagði við brennuvarginn, sem er 31 árs fyrrverandi eiturlyfjaneytandi, að hann þyrfti að afplána að minnsta kosti 28 ár áður en hann gæti sótt um reynslulausn. Erlent 13.10.2005 18:51 Bóluefni gegn reykingum Bóluefni gegn reykingum hefur gefið betri raun en lyfleysa í frumrannsóknum breska líftæknifyrirtækisins Xenoxa Group. Næsta stig rannsókna á bóluefninu hefst á þessu ári. Innlent 13.10.2005 18:51 Fylgi sjálfstæðismanna og Vg eykst Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eykst en fylgi annarra flokka minnkar, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,3%, en var tæplega 34% í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um nær helming og er nú 16,5%. Innlent 13.10.2005 18:51 « ‹ ›
Flugvöllurinn áfram í áratugi? Forsenda nýrrar samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli er að minnsta kosti tuttugu og fimm ára rekstrartími, samkvæmt niðurstöðu sameiginlegrar nefndar ríkis og borgar. Gert er ráð fyrir að yfir milljón farþega fari um miðstöðina á ári eftir tíu ár. Innlent 13.10.2005 18:51
Wolfowitz ekki í Alþjóðabankann Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verður ekki næsti forseti Alþjóðabankans. Fráfarandi forseti bankans, James Wolfensohn, lýsti þessu yfir í Brussel í dag. Erlent 13.10.2005 18:51
15 meintir stríðsglæpamenn finnast Efraim Zuroff, hinn þekkti nasistaveiðari, hefur fundið 15 menn í Rúmeníu sem hann segir liggja undir grun um að hafa framið stríðsglæpi í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann vill að þessir menn verði dregnir fyrir rétt. Erlent 13.10.2005 18:51
Vill flýta kosningum Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, lýsti því yfir í gær að hann hygðist segja af sér embætti eftir tvo mánuði. Hann hvatti pólska þingið til að samþykkja þingrof svo að hægt væri að boða til kosninga í júní, nokkrum mánuðum fyrr en ella. Erlent 13.10.2005 18:51
Vill skilja við skítugan eiginmann Írönsk kona hefur farið fram á skilnað við eiginmann sinn á þeirri forsendu að hann hafi ekki farið í bað í meira en ár. Konan segir engan vegin hægt að tjónka við manninum og hann þvoi sér ekki einu sinni í framan þegar hann vaknar á morgnana. Erlent 13.10.2005 18:51
Olíuverð fór yfir 53 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:51
Kleinuhringirnir bannaðir Á dögunum voru settar upp nýjar öryggisdyr í höfuðstöðvum sænsku lögreglunnar í Stokkhólmi. Það væri ekki í frásögur færandi ef þéttvaxnir laganna verðir væru ekki í mestu vandræðum með að komast þangað inn. Erlent 13.10.2005 18:51
Umferðaróhapp endaði í þremur Þrír árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut við Nesti um hálf átta leytið í gærkvöldi. Tveir tveggja bíla árekstrar og einn þriggja bíla. Innlent 13.10.2005 18:51
Lóðir fyrir námsmenn Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að úthluta Byggingafélagi námsmanna lóðir undir allt að 200 námsmannaíbúðir við Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti. Úthlutun þessi er í samræmi við loforð Reykjavíkurborgar frá síðasta sumri. Innlent 13.10.2005 18:51
Börnin í Gínea-Bissá styrkt Baugur Group hefur undanfarið ár styrkt verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Gíneu-Bissá. Styrkurinn nemur 20 milljónum króna og er það hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur veitt til eins þróunarverkefnis. Innlent 13.10.2005 18:51
Bílainnflutningur eykst um 30% Innflutningur bifreiða jókst um rúm 30 prósent í fyrra miðað við árið 2003. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu voru 16.500 bílar fluttir til landsins í fyrra en árið á undan voru 12.600 bílar fluttir til landsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51
Vilja skjóta kóalabirni Kóalabirnir og kengúrur eru sjálfsagt þekktustu dýrategundir Ástralíu. Íbúar Kengúrueyju hafa þó fengið nóg af kóalabjörnum og krefjast þess að fá að skjóta þá. Erlent 13.10.2005 18:51
Ekki í stríð við olíufélögin Landhelgisgæslan á að kaupa eldsneyti af Skeljungi og getur gert það í Reykjavík, á Austfjörðum og í Færeyjum. Þetta er í samræmi við rammasamning um eldsneytiskaup Landhelgisgæslunnar, Hafrannnsóknastofnunar og Flugmálastjórnar sem tók gildi 1. nóvember. Innlent 13.10.2005 18:51
Ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs Flugleiða eða Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar í stað Árna Haukssonar. Steinn Logi hefur störf 11. mars næstkomandi. Hann segist hlakka til að takast á við nýja starfið og segir fyrirtækið öflugt og eigendur þess metnaðarfulla. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51
Samkeppnisstofnun varaði við sölu Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar. Innlent 13.10.2005 18:51
Umsóknin ekki dregin til baka Breska verslanakeðjan Iceland hefur ekki enn dregið umsókn sína til baka um einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Stjórnarformaður Iceland segir að það verði gert en lögmaður íslenskra hagsmunaaðila segist ekki hafa fengið staðfestingu á þessu hjá fyrirtækinu, þó svo að eftir því hafi verið leitað. Innlent 13.10.2005 18:51
Fossett setti heimsmet Auðkýfingurinn Steve Fossett setti heimsmet í gærkvöld þegar hann varð fyrsti maðurinn til að fljúga hnattflug einsamall, viðstöðulaust og án millilendingar eða eldsneytisáfyllingar. Richard Branson, stofnandi Virgin-samsteypunnar og félagi Fossetts í ævintýramennskunni, fjármagnaði flugið. Erlent 13.10.2005 18:51
18 mánaða börn greind einhverf Hægt er að greina einhverfu í börnum allt niður í átján mánaða aldur. Einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði segir það skipta gríðarlegu máli að börnin greinist sem fyrst. Innlent 13.10.2005 18:51
Fossett að takast ætlunarverkið Búist er við að flugkappinn og skátinn Steve Fossett lendi í Kansas í Bandaríkjunum eftir stutta stund. Takist það verður hann fyrstur manna til að fljúga einn í kringum hnöttinn án þess að millilenda. Erlent 13.10.2005 18:51
Mjöll Frigg uppfyllir skilyrði Klórverksmiðja Mjallar Friggjar á Akureyri uppfyllir í grunnatriðum kröfur og skilyrði sem sett eru, segir Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Verksmiðjan hefur verið flutt frá Kópavogi, þar sem ekki fékkst starfsleyfi, til Akureyrar. Innlent 13.10.2005 18:51
Birgðir af strimlum uppi í skáp Þess hafa verið dæmi að einstaklingar ættu margra mánaða birgðir af blóðstrimlum uppi í skápum hjá sér áður en Tryggingastofnun breytti reglugerð um hjálpartæki 1. desember, að sögn Þuríðar Björnsdóttur, formanns Samtaka sykursjúkra. Innlent 13.10.2005 18:51
Undirbúa dómsmál vegna kaupanna Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51
Miklar vetrarhörkur í Evrópu Miklar vetrarhörkur ríkja víðast hvar á meginlandi Evrópu. Snjóalög í Hollandi eru víða upp undir 50 sentímetra þykk og í mörgum stórborgum Norður-Ítalíu er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni að tilefnislausu Erlent 13.10.2005 18:51
Fischer í algerri einangrun Bobby Fischer er nú haldið í algerri einangrun. Hann fæ hvorki að hitta gesti né tala í síma. Þegar unnusta Fischers og Sæmundur Pálsson reyndu að fá að heimsækja hann í morgun var þeim tilkynnt þetta og gefið í skyn að skákmeistarinn hefði brotið einhverjar reglur í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 18:51
Hefnd fyrir olíumálið? Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Innlent 13.10.2005 18:51
Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 13.10.2005 18:51
Þrír dæmdir fyrir líkamsárásir Þrír menn um tvítugt voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ráðast að tveimur mönnum í miðbæ Reykjavíkur með spörkum og höggum. Annar þolendanna nefbrotnaði og marðist illa en hinn hlaut heilahristing og tognaði á kjálka, auk annarra áverka. Innlent 13.10.2005 18:51
Breti fær fjórfaldan lífstíðardóm Brennuvargur sem kveikti í hóteli í Birmingham í Englandi á páskum í fyrra, með þeim afleiðingum að fjórir gestanna, þrír karlar og ein kona, brunnu inni, var í dag dæmdur í fjórfalt lífstíðarfangelsi. Dómarinn sagði við brennuvarginn, sem er 31 árs fyrrverandi eiturlyfjaneytandi, að hann þyrfti að afplána að minnsta kosti 28 ár áður en hann gæti sótt um reynslulausn. Erlent 13.10.2005 18:51
Bóluefni gegn reykingum Bóluefni gegn reykingum hefur gefið betri raun en lyfleysa í frumrannsóknum breska líftæknifyrirtækisins Xenoxa Group. Næsta stig rannsókna á bóluefninu hefst á þessu ári. Innlent 13.10.2005 18:51
Fylgi sjálfstæðismanna og Vg eykst Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eykst en fylgi annarra flokka minnkar, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,3%, en var tæplega 34% í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um nær helming og er nú 16,5%. Innlent 13.10.2005 18:51