Innlent

Lóðir fyrir námsmenn

Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að úthluta Byggingafélagi námsmanna lóðir undir allt að 200 námsmannaíbúðir við Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti. Úthlutun þessi er í samræmi við loforð Reykjavíkurborgar frá síðasta sumri. Framkvæmdir við íbúðirnar munu hefjast fljótlega. Deiluskipulag svæðisins var staðfest 17. febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×