Erlent

15 meintir stríðsglæpamenn finnast

Efraim Zuroff, hinn þekkti nasistaveiðari, hefur fundið 15 menn í Rúmeníu sem hann segir liggja undir grun um að hafa framið stríðsglæpi í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann vill að þessir menn verði dregnir fyrir rétt. Um hálf milljón gyðinga var drepin í útrýmingarbúðum nasista í Rúmeníu. Ísraelsk stjórnvöld hafa ítrekað hvatt stjórnvöld í Rúmeníu til að lyfta hulunni af myrkri fortíð landsins og draga þá seku fram í sviðsljósið. Efraim Zuroff opnaði upplýsingaskrifstofu í landinu fyrir tveimur árum til að reyna að hafa upp á stríðsglæpamönnum í landinu og lofaði hverjum þeim sem veitti upplýsingar sem leiddu til handtöku stríðsglæpamanna andvirði 800 þúsund íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×