Fréttir

Fréttamynd

Frjálslyndir þinga um helgina

Landsþing Frjálslynda flokksins hófst síðdegis. Formaður flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, hélt ræðu í upphafi þings, en það stendur yfir í dag og á morgun. Allt bendir til þess að kosið verði á milli manna um æðstu embætti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Á loðnuveiðum út af Héðinsfirði

Fjögur skip eru á loðnuveiðum út af Héðinsfirði sem stendur. Börkur NK er eitt skipanna og segir Sturla Þórðarson skipstjóri þennan stað óvenjulegan til loðnuveiða en hann varð var við loðnuna á leið vestur. Hann ætlaði að vera á þessum slóðum eitthvað áfram en vildi ekki kalla veiðarnar mikið annað en kropp.

Innlent
Fréttamynd

Búast við skjálfta nærri Teheran

Jarðskjálftasérfræðingar telja 90 prósenta líkur á að á allra næstu árum muni skjálfti upp á meira en sex á Richter verða í nágrenni Tehran, höfuðborgar Írans. Meira en fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið eftir jarðskjálftann í Bam sem varð tugþúsundum manna að bana í lok árs 2003. Sá stærsti þeirra varð 600 manns að bana í síðust viku.

Erlent
Fréttamynd

Orð skulu standa

Ríkisskattstjóri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum manns sem vildi að ummæli hans um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Maðurinn krafðist fjögurra milljóna króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Barnaafmæli úr böndunum

Réttarhöld fara nú fram í Baltimore yfir þremur konum sem gefið er að sök að hafa barið telpu svo illilega að hún lá meðvitundarlaus í þrjár vikur á eftir. Líkamsárásin átti sér stað í tólf ára afmæli stúlkunnar.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag um samgöngumiðstöð

Ríkisstjórnin mun fjármagna lagningu Hlíðarfótarvegar í Vatnsmýri og einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað strax á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaðir af hópnauðgun

Dómstólar í Pakistan hafa sýknað fimm menn af hópnauðgun. Málið vakti heimsathygli á sínum tíma en nauðgunin var refsing konu sem varð bitbein í illdeilum tveggja ættbálka.

Erlent
Fréttamynd

Bílainnflutningur eykst um 30%

Innflutningur bifreiða jókst um rúm 30 prósent í fyrra miðað við árið 2003. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu voru 16.500 bílar fluttir til landsins í fyrra en árið á undan voru 12.600 bílar fluttir til landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja skjóta kóalabirni

Kóalabirnir og kengúrur eru sjálfsagt þekktustu dýrategundir Ástralíu. Íbúar Kengúrueyju hafa þó fengið nóg af kóalabjörnum og krefjast þess að fá að skjóta þá. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki í stríð við olíufélögin

Landhelgisgæslan á að kaupa eldsneyti af Skeljungi og getur gert það í Reykjavík, á Austfjörðum og í Færeyjum. Þetta er í samræmi við rammasamning um eldsneytiskaup Landhelgisgæslunnar, Hafrannnsóknastofnunar og Flugmálastjórnar sem tók gildi 1. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar

Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs Flugleiða eða Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar í stað Árna Haukssonar. Steinn Logi hefur störf 11. mars næstkomandi. Hann segist hlakka til að takast á við nýja starfið og segir fyrirtækið öflugt og eigendur þess metnaðarfulla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppnisstofnun varaði við sölu

Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Umsóknin ekki dregin til baka

Breska verslanakeðjan Iceland hefur ekki enn dregið umsókn sína til baka um einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Stjórnarformaður Iceland segir að það verði gert en lögmaður íslenskra hagsmunaaðila segist ekki hafa fengið staðfestingu á þessu hjá fyrirtækinu, þó svo að eftir því hafi verið leitað.

Innlent
Fréttamynd

Fossett setti heimsmet

Auðkýfingurinn Steve Fossett setti heimsmet í gærkvöld þegar hann varð fyrsti maðurinn til að fljúga hnattflug einsamall, viðstöðulaust og án millilendingar eða eldsneytisáfyllingar. Richard Branson, stofnandi Virgin-samsteypunnar og félagi Fossetts í ævintýramennskunni, fjármagnaði flugið.

Erlent
Fréttamynd

18 mánaða börn greind einhverf

Hægt er að greina einhverfu í börnum allt niður í átján mánaða aldur. Einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði segir það skipta gríðarlegu máli að börnin greinist sem fyrst. 

Innlent
Fréttamynd

Fossett að takast ætlunarverkið

Búist er við að flugkappinn og skátinn Steve Fossett lendi í Kansas í Bandaríkjunum eftir stutta stund. Takist það verður hann fyrstur manna til að fljúga einn í kringum hnöttinn án þess að millilenda.

Erlent
Fréttamynd

Mjöll Frigg uppfyllir skilyrði

Klórverksmiðja Mjallar Friggjar á Akureyri uppfyllir í grunnatriðum kröfur og skilyrði sem sett eru, segir Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Verksmiðjan hefur verið flutt frá Kópavogi, þar sem ekki fékkst starfsleyfi, til Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Birgðir af strimlum uppi í skáp

Þess hafa verið dæmi að einstaklingar ættu margra mánaða birgðir af blóðstrimlum uppi í skápum hjá sér áður en Tryggingastofnun breytti reglugerð um hjálpartæki 1. desember, að sögn Þuríðar Björnsdóttur, formanns Samtaka sykursjúkra.

Innlent
Fréttamynd

Misnotuðu 45 börn

Réttarhöld hófust í gær í Angers í Frakklandi yfir 66 manns sem eru grunaðir um að hafa misnotað 45 börn og þvingað þau til vændis.

Erlent
Fréttamynd

Mikil loðnuveiði í Ísafjarðardjúpi

Mikil loðnuveiði er nú í Ísafjarðardjúpi. Fjölmörg skip eru að veiðum rétt fyrir utan Bolungarvík og hafa þau fengið allt upp í rúm 300 tonn í einu kasti. Sum skipin eru orðin drekkhlaðin en misjafnt er í hvaða höfn þau landa.

Innlent
Fréttamynd

Fögur fyrirheit orðin tóm?

Minna en fimm milljarðar króna hafa borist til Srí Lanka eftir hamfarirnar á annan í jólum. Loforð alþjóðasamfélagsins gerðu ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu sinnum hærri upphæð.

Erlent
Fréttamynd

Má vera í islömskum búningi

16 ára gamalli breskri stúlku var í vikunni dæmdur rétturinn til að klæðast íslömskum búningi í skólanum. Þar með virðast Bretar ætla að fara aðra leið en Frakkar í þessum efnum.

Erlent
Fréttamynd

Líst illa á legu hálendisvegar

Samgönguráðherra líst illa á þær hugmyndir að leggja nýjan hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar eins og hugmyndir hafa komið fram um. Hann telur fráleitt að slíkur vegur fari gegnum Þingvelli eins og áætlanir gera ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjamarkaðurinn opinn öllum

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um samkeppnisumhverfi og verðmyndun lyfja á Íslandi vill lyfjafyrirtækið Actavis taka fram að íslenski markaðurinn sé opinn öllum þeim sem sækist eftir að selja lyf á markaðnum og uppfylla skilyrði Lyfjastofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur í Japan á morgun

Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, og aðrir stuðningsmenn hans hér landi, sem komnir eru til Japans, hafa boðað til blaðamannafundar í Japan á morgun. Fangelsisyfirvöld í Japan hafa meinað Sæmundi að hitta Fischer í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Sprengdu grunsamlega tösku

Belgíska lögreglan sprengdi í morgun upp skjalatösku sem fannst nærri Evrópuþinginu í Brussel. Öryggisverðir í nærliggjandi byggingu tilkynntu lögreglu um töskuna eftir að maður sem ekki var hleypt inn í bygginguna, vegna þess að hann gat ekki sýnt skilríki, skildi hana eftir.

Erlent
Fréttamynd

Siglt frá miðborginni

Siglt verður frá gömlu höfninni í miðborginni út í Viðey í sumar, í stað þess að sigla frá Sundahöfn. Þetta kom fram í svari meirihluta borgarstjórnar við fyrirspurn Sjálfstæðismanna á fundi borgarráðs í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fólk velji skatthlutfallið sjálft

Leyfa ætti sveitarfélögum að ákveða sjálf hve hátt útsvar þeirra sé, segir Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Slíkt þekkist til dæmis í Danmörku og Svþjóð. Kosningar marka þá stefnu sem íbúarnir vilji í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki hætta með samræmd próf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hún teldi ekki rétt að hætta samræmdum prófum í grunnskóla. Þessi skoðun ráðherra gengur þvert á ályktun Félags grunnskólakennara í síðustu viku sem vill hætta að prófa grunnskólanemendur með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Siv réðst að utanríkisráðherra

Siv Friðleifsdóttir réðst að utanríkisráðherra í þinginu í dag vegna ummæla hans um Evrópustefnu Framsóknarflokksins. Víst væri um tímamót að ræða. Hún spurði sig um andrúmsloftið á stjórnarheimilinu; hvaða skilaboð væri verið að senda forsætisráðherra. 

Innlent