Fréttir

Fréttamynd

Kærði nauðgun á skemmtistað

Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Keflavík í nótt. Konan sagði mann hafa nauðgað sér á salerni á skemmtistað. Maðurinn var handtekinn á staðnum og gistir nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Feðrum sagt upp vegna orlofs

Jafnrétti á vinnumarkaði virðist vera að taka á sig heldur óskemmtilega mynd. Yfir 20 mál hafa nú borist Verslunarmannafélagi Reykjavíkur vegna feðra sem sagt hefur verið upp störfum vegna fæðingarorlofs sem þeir hafa tekið sér. Hingað til hafa slík mál nær eingöngu verið vegna kvenna á vinnumarkaði. 

Innlent
Fréttamynd

Högnuðust á viðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd, sem rannsakar spillingamál í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna, sakar rússneska stjórnmálamenn um að hafa hagnast um tugmilljónir dollara í olíuviðskiptum við Saddam Hussein.

Erlent
Fréttamynd

Bílslys á Svínadal

Bíll fór útaf veginum á Svínadal um hálfníuleytið á föstudagskvöld. Lögreglan á Búðardal fékk tilkynningu um að í bílnum væru fjórir slasaðir og þar af eitt meðvitundarlaust barn.

Innlent
Fréttamynd

Bjargað þrekuðum og sjóblautum

Skipstjóri mótorbátsins Hrundar BA-87 frá Patreksfirði mátti hafa sig allan við að koma sér frá borði eftir að eldur kom upp í bátnum. Hann komst í björgunarbát og var bjargað þaðan í annan bát, en reykurinn frá brennandi bátnum sást víða að.

Innlent
Fréttamynd

Varð einum að bana og særði annan

33 ára maður kom óboðinn til veislu í Kópavogi. Hann vildi ekki fara og greip til hnífs. Stakk einn til ólífis og særði annan. Ódæðismaðurinn var handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Sprautuðu viagra í veðhlaupahesta

Trú manna á stinningarlyfinu viagra virðist fá takmörk sett. Lögeglan á Ítalíu hefur handtekið hóp manna, sem taldir eru tangjast mafíunni þar í landi, fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit veðreiða með því að sprauta keppnishross með viagra.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa yfir yfirburðasigri

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Eþíópíu lýsti í morgun yfir yfirburðasigri í kjördæmi höfuðborgar landsins, Addis Ababa, í þingkosningunum í gær. Flokkurinn segist hafa fengið 20 af 23 sætum í kjördæminu.

Erlent
Fréttamynd

Móðir hengdi son sinn

Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja 4 ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum á laugardag fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það.

Erlent
Fréttamynd

Ljósmynd getur skipt öllu

Ljósmynd getur skilið milli feigs og ófeigs í kínversku viðskiptalífi. Tengsl við háttsetta menn skipta öllu máli. Fjölmenn viðskiptanefnd frá Íslandi er komin til Kína til að kynna sér það hagkerfi sem innan fárra ára verður stærra en nokkuð annað í veröldinni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald til 14. júlí

Maður um þrítugt lést af sárum sem hann hlaut í átökum við annan mann í Kópavogi í gærkvöld. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Maður barinn með kylfu

Lögreglan á Ísafirði lagði hald á hafnaboltakylfu á Flateyri á aðfaranótt mánudags, en talið er að henni hafi verið beitt í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum. Þar hafði nokkur hópur tekið þátt í slagsmálum sem upp komu, en enn liggja ekki fyrir kærur vegna atburðarins.

Innlent
Fréttamynd

Alcan hefur ekki fengið leyfi

Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út.

Innlent
Fréttamynd

Féll sjö metra niður á stétt

Kona á þrítugsaldri slasaðist mikið þegar hún féll sjö metra niður á steyptan kant og stétt fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlisshúss í Neskaupstað um tvöleytið aðfaranótt mánudags. Hún fór í aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og í sjúkraflug til Reykjavíkur, en er úr lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöld í Beslan hefjast

Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag.

Erlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhalds ekki verið óskað

Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt.

Innlent
Fréttamynd

Jarðlög rannsökuð

Íslenskar orkurannsóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rannsóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarðgangagerðar milli Vestmannaeyja og fasts lands.

Innlent
Fréttamynd

Khodorkovskí sakfelldur

Rússneskir dómstólar fundu auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dómsuppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg.

Erlent
Fréttamynd

Misréttis minnst á Norðurlöndum

Efnahagslegt kynjamisrétti er minnst á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslu samtakanna World Economic Forum (WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamisréttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Danmörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrklandi og Pakistan.

Erlent
Fréttamynd

Strákur lokaður í ruslatunnu

Tveir fjórtán piltar lokuðu sjö ára dreng ofan í ruslatunnu, skorðuðu undir svölum og skildu eftir á Seltjarnarnesi síðasta þriðjudagskvöld. Stúlka heyrði bank í tunnunni 30 til 40 mínútum síðar og bjargaði drengnum.

Innlent
Fréttamynd

Írakar sagðir hafa mútað Rússum

Menn úr ríkisstjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmálamanna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Erlent
Fréttamynd

Horfði á föður sinn stunginn

Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar allar friðarviðræður

Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin.

Erlent
Fréttamynd

Mannbjörg á Patreksfjarðarflóa

Mannbjörg varð þegar kviknaði í fiskibátnum Hrund BA í nótt. Einn var um borð og var honum bjargað, allþrekuðumum, um borð í fiskibátinn Ljúf nokkru eftir að eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Umferð hefur gengið vel

Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu.

Innlent
Fréttamynd

70 enn saknað eftir ferjuslys

Meira en sjötíu manns er enn saknað eftir að ferja sökk í fljótasiglingu í Bangladess í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir og er talið nánast öruggt að allir þeir sem saknað er séu látnir.

Erlent
Fréttamynd

Ítala rænt í Afganistan

Ítölskum ríkisborgara var rænt í Afganistan í dag. Talsmaður í ítalska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, staðfesti þetta fyrir stundu. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið, t.a.m. kyn, aldur og starf þess sem rænt var.

Erlent
Fréttamynd

Veisluhald fór úr böndum

Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Fjórir voru handteknir á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið þurfti lögregluhjálp við að fæla veisluglaða frá húsi í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Maður lést í átökum

Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök nokkurra manna í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Annar maður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka en hann mun ekki vera í lífshættu.

Innlent