Fréttir

Fréttamynd

Ólafur 19 - Davíð 17

Skothríð hélt áfram við Reykjavíkurhöfn í dag, þriðja daginn í röð. Skipverjar á rússneskan herskipinu Lesjenkó aðmíráli skutu nítján heiðursskotum í loftið, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til heiðurs en hann skoðaði skipið í dag. Forsetinn fékk tveimur heiðursskotum meira en Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem var á sömu slóðum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk börn fá ekki nóg D-vítamín

Hátt hlutfall íslenskra barna fær ekki nægilega mikið D-vítamín dag hvern að sögn Ingu Þórsdóttur næringarfræðings, sem rannsakað hefur D-vítamínneyslu íslenskra barna.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið

Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina.

Erlent
Fréttamynd

Með 300 ketti á heimilinu

Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Um þriðjungur kattanna var dauður.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjur af framtíð kjarasamninga

Kerfisbreytingin vegna dísilolíunnar veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Alþýðusamband Íslands segir hækkun vísitölunnar ekki koma á óvart og þar á bæ hafa menn áhyggjur af framtíð kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Hafðist við á flugvelli í eitt ár

Fyrrverandi Keníabúi, sem hafðist við í meira en eitt ár á flugvellinum í Naíróbó, fékk breskan ríkisborgararétt í morgun. Maðurinn, Sanjay Shah, var viðstaddur sérstaka athöfn í breska sendiráðinu í Naíróbí og fær hann afhent breskt vegabréf innan viku.

Erlent
Fréttamynd

6 mánuðir fyrir árásir með flösku

Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn með glerflösku í menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Sýnir málverk í Hljómskálagarðinum

Einar Hákonarson listmálari ætlar að sýna hátt í níutíu málverk í tveimur stórum tjöldum í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í ágúst. Sýningin hefst kvöldið fyrir Menningarnótt, stendur yfir í um tíu daga og ber nafnið: Í grasrótinni.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja tug nýrra fyrirtækja

Á þriðja tug nýrra iðnaðar- og þjónustufyrirtækja hafa hafið starfsemi á Reyðarfirði frá því að tilkynnt var um álversframkvæmdir. Uppbyggingin kallar á milljarðafjárfestingar sveitarfélagsins en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að Reyðarfjörður verði miðpunktur Austurlands.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptavinum vændiskvenna refsað

Páfagarður hvatti í gær til þess að lög yrðu sett um að viðskiptavinum vændiskvenna yrði refsað og að konur yrðu verndaðar frá nútíma þrælahaldi. Yfirlýsingin er gefin út í framhaldi af tveggja daga ráðstefnu sem haldin var um vændi og mansal í júní.

Erlent
Fréttamynd

15 særðir eftir sprengingu

Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af tveir lífshættulega, er sprengja sprakk í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og Tobago, í Karíbahafinu í gærkvöld. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu skammt frá þinghúsinu í borginni en enginn hefur lýst verkanaðinum á hendur sér.

Erlent
Fréttamynd

Múslímar verða fyrir aðkasti

Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd.

Erlent
Fréttamynd

Albert settur inn í furstaembættið

Hátíðarhöld hófust í Monte Carlo í Mónakó í morgun í tilefni af innsetningu Alberts prins í embætti Mónakófursta en Rainier fursti, faðir hans, lést eftir langvarandi veikindi í apríl síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Einn látinn vegna fellibylsins

Að minnsta kosti einn maður lét lífið er fellibylurinn Dennis fór um Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær en hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins og þeirra flóða sem myndast hafa í kjölfarið. Hjólhýsaeigendur hafa farið einna verst út úr flóðunum enda reynst erfitt að færa þau til í færð sem þessari.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að lofa betra veðri

Veðrið hefur ekki staðið undir væntingum margra þetta sumarið og byrjar júlí, sem jafnan er hlýjasti mánuður ársins, ekki vel sunnan- og vestanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir engu hægt að lofa um betra veður. 

Innlent
Fréttamynd

Með afla upp á 140 milljónir

Verksmiðjutogarinn Engey RE kom til heimahafnar í Reykjavík undir miðnætti úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Granda með aflaverðmæti upp á tæpar 140 milljónir króna. Það er einhver verðmætasti farmur sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi.

Innlent
Fréttamynd

Sló mann með brotinni glerflösku

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir. Þá skal hann greiða ákæranda 60.000 krónur í skaðabætur og lögmannskostnað. Hann sló ítrekað til kæranda með brotinni flösku og olli alvarlegum, en þó ekki lífshættulegum, áverkum.

Innlent
Fréttamynd

Breska lögreglan með húsleitir

Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrarnir vilja áfrýjun

Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Kvaðir lagðar á símafyrirtæki

Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Tvennum sögum fer af mannfalli

Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist.

Erlent
Fréttamynd

75% Dana telja árás líklega

Fleiri Danir óttast að hryðjuverkaárás verði gerð í Danmörku en áður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þrír af hverjum fjórum telja líklegt að Danmörk verði fyrir árás á næstu árum. Helmingur þjóðarinnar styður enn stríðið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn að manni sem rændi töluverðu magni af örvandi lyfjum úr apótekinu Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu í hádeginu í gær. Hann huldi andlit sitt og hótaði starfsfólki með veiðihnífi.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með 402 grömm af hassi

Tvítugur maður var handekinn eftir að nokkurt magn fíkniefna fannst í bíl hans þegar hann kom til Vestmannaeyja með Herjólfi síðasliðinn föstudag. Í bílnum fundust 402 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Norskur fjársvikari fyrirfór sér

Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans.

Erlent
Fréttamynd

Óljóst um ábyrgð í meðlagsmálum

Forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga segir óljóst hver sé ábyrgur í meðlagsmálum þar sem barn hefur verið rangfeðrað. Hann segir meðal annars móður barnsins og ranga föðurinn bera einhvern hluta ábyrgðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismyndavél með símkorti

Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum.

Innlent
Fréttamynd

Illa búin ásamt barni í Þórsmörk

Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af þýskri ferðakonu, sem var komin langleiðina inn í Þórsmörk undir kvöld í gær, ásamt þriggja ára gömlu barni sínu og voru þau bæði mjög illa búin þrátt fyrir slæmt veður.

Innlent
Fréttamynd

Líkið talið vera af Íslendingi

Lík af karlmanni, sem talinn er vera Íslendingur, fannst í tunnu fullri af steinsteypu í húsagarði í Boksburg í Suður-Afríku í vikunni. Mbl.is greinir frá þessu. Að sögn suður-afrískra fjölmiðla er talið að um sé að ræða mann sem hafði búið undanfarinn áratug þar í landi en hvarf fyrir um fimm vikum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl

Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu.

Innlent