Þórir Guðmundsson

Þórir var ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar árin 2018-2021.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“

Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar.

Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs

Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla.

Á fallanda fæti

Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni.

Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum

Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda.

Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum

Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Nú ætla stjórnvöld að gefa einkaaðilum færi á að trufla og tefja upplýsingagjöf hins opinbera, og skaða með því upplýsingarétt almennings. 

Eftirkórónuhagkerfið

Tilraunir til að spá fyrir um hagkerfið eftir kórónufaraldur geta fljótt litið út eins og árleg spá völvu vikunnar. Viðburðir sem fara að spám þykja hafa verið fyrirsjáanlegir allan tímann. Spár sem rætast ekki bera í besta falli vitni um lélegar ágiskanir. En ýmislegt má samt ráða um þjóðfélagsþróun í og eftir heimsfaraldur í ljósi reynslunnar.

Sjá meira