fréttamaður

Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefna að því að ræsa kísilverið á ný um mitt ár 2021

Unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við verksmiðjuna þurfa að fara í umhverfismat með ellefu matsþáttum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var birt í dag.

Niðurstaðan í máli Bjarna sú sama og í máli Jóns Ásgeirs

"Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu með dómi sem kveðinn var upp í dag.

Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla

Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári.

Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa

Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi.

Hafa væntingar um minni verðbólgu

Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið.

Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu

Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi.

Bjarni segir eðlilegt að setja fram áætlun vegna Íslandsbanka fyrst

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti munnlega skýrslu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Alþingi í dag. Hann sagði að það væri ekki heilbrigt að ríkið ætti tvo þriðju hluta bankakerfisins og sagði skynsamlegt fyrir ríkið að setja fram trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á Íslandsbanka áður en teknar yrðu ákvarðanir varðandi Landsbankann.

Verðbólgan var 3,4% í janúar

Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.