Sveinn Arnarsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Eykur fé til landvörslu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 160 milljónir aukalega til landvörslu í sumar og í haust. Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á frekari landvörslu og verndun viðkvæmra svæða. Fjármagn til verksins hefur verið tryggt úr fjármálaráðuneytinu.

Útgjöld til lyfja þau sömu síðan 2009

Lyfjakostnaður hins opinbera, þar með talið S-lyfja, hefur hækkað um 0,1 prósent frá árinu 2009 á meðan útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um 44 prósent. Að mati Félags atvinnurekenda sýnir það glögglega að lyfjakaup eru ekki að sliga heilbrigðiskerfið eins og menn vilja láta í veðri vaka á stundum.

Vill setja reglur um tilvísanir

Landspítalinn hefur enga yfirsýn yfir hvort sérfræðilæknar vísi sjúklingum til sín á einkastofur og fái meira greitt. Landlæknir segir brýnt að setja skýrar reglur um þetta og fara eftir þeim, eins og gert er í Svíþjóð.

Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu

Kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar nauðlenti á Eyjafjarðarbraut í hádeginu í gær. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki. "Kennslubókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í svona aðstæðum,“ segir skólastjóri Flugskóla

Ummæli landlæknis hörmuð

Formenn Læknafélags Íslands og Reykjavíkur segja það ekki rétt að einkastofustarfsemi sérfræðilækna ógni öryggi sjúklinga. Nær væri að segja það nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti leitað í vinnu á einkastofum.

Þúsund íbúar mótmæla sjúkrabílaleysi

Rúmlega eitt þúsund undirskriftir íbúa Fjallabyggðar hafa safnast gegn áformum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að leggja af sjúkrabíl í Ólafsfirði. Telja íbúar mikilvægt að sjúkrabíll sé áfram í byggðarlaginu.

Mótmæla að ráðherra flytji valdið í borgina

Færa á völd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga frá nærsamfélögum til Umhverfisstofnunar og MAST. Heilbrigðisfulltrúar segja það vera skref í ranga átt. Umhverfisráðherra segir það ekki skipta mestu máli hvar vald sé staðsett.

KEA neitar blekkingum

Fjárfestingarfélagið KEA neitar að hafa blekkt Akureyrar­bæ í viðskiptum þeirra með hlut bæjarins í Tækifæri hf. Segir KEA alla hafa setið við sama borð hvað aðgengi að upplýsingum varðaði.

Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar

Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu.

Sjá meira