Eykur fé til landvörslu Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 160 milljónir aukalega til landvörslu í sumar og í haust. Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á frekari landvörslu og verndun viðkvæmra svæða. Fjármagn til verksins hefur verið tryggt úr fjármálaráðuneytinu. 12.5.2017 07:00
Útgjöld til lyfja þau sömu síðan 2009 Lyfjakostnaður hins opinbera, þar með talið S-lyfja, hefur hækkað um 0,1 prósent frá árinu 2009 á meðan útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um 44 prósent. Að mati Félags atvinnurekenda sýnir það glögglega að lyfjakaup eru ekki að sliga heilbrigðiskerfið eins og menn vilja láta í veðri vaka á stundum. 11.5.2017 07:00
Vill setja reglur um tilvísanir Landspítalinn hefur enga yfirsýn yfir hvort sérfræðilæknar vísi sjúklingum til sín á einkastofur og fái meira greitt. Landlæknir segir brýnt að setja skýrar reglur um þetta og fara eftir þeim, eins og gert er í Svíþjóð. 11.5.2017 07:00
Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu Kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar nauðlenti á Eyjafjarðarbraut í hádeginu í gær. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki. "Kennslubókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í svona aðstæðum,“ segir skólastjóri Flugskóla 10.5.2017 07:00
Ummæli landlæknis hörmuð Formenn Læknafélags Íslands og Reykjavíkur segja það ekki rétt að einkastofustarfsemi sérfræðilækna ógni öryggi sjúklinga. Nær væri að segja það nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti leitað í vinnu á einkastofum. 10.5.2017 07:00
Þúsund íbúar mótmæla sjúkrabílaleysi Rúmlega eitt þúsund undirskriftir íbúa Fjallabyggðar hafa safnast gegn áformum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að leggja af sjúkrabíl í Ólafsfirði. Telja íbúar mikilvægt að sjúkrabíll sé áfram í byggðarlaginu. 6.5.2017 07:00
Bíða eftir fjárlögum því erfitt sé að átta sig á áætlun Forsvarsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hafa áhyggjur af fjárframlögum til starfsemi spítalans samkvæmt fjármálaáætlun. 6.5.2017 07:00
Mótmæla að ráðherra flytji valdið í borgina Færa á völd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga frá nærsamfélögum til Umhverfisstofnunar og MAST. Heilbrigðisfulltrúar segja það vera skref í ranga átt. Umhverfisráðherra segir það ekki skipta mestu máli hvar vald sé staðsett. 5.5.2017 07:00
KEA neitar blekkingum Fjárfestingarfélagið KEA neitar að hafa blekkt Akureyrarbæ í viðskiptum þeirra með hlut bæjarins í Tækifæri hf. Segir KEA alla hafa setið við sama borð hvað aðgengi að upplýsingum varðaði. 5.5.2017 07:00
Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5.5.2017 07:00