Sveinn Arnarsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta

Vinna þarf að markvissari stýringu á dreifingu ferðmanna til að verja náttúruna, bæta upplifun gesta og heimamanna og skapa atvinnugreininni skýrari ramma. Fjölgun flugferða um aðra flugvelli en Keflavík er mikilvæg að mati þingmanna.

Segir 12 tóna vera meira en venjulega plötubúð

Plötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Dreifing á tónlist hefur breyst gríðarlega á þessum tíma. Útlendingar koma hingað til lands til að fara í búðina, fá kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist.

Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam

Sótmengun af völdum umferðar í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis svo sem Rotterdam og Helsinki. Borgarbúar fastir í umferðarhnút berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur

Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum

Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði.

Óábyrg í ljósi spádóma

Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins.

Segja mikilvægast að stöðva prestinn

Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað.

Sluppu undan rannsókn vegna anna

Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, Samherji, Síldarvinnslan og Gjögur, voru til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um samkeppnishamlandi samráð. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins var hætt vegna anna við við skoðun á samrunum annarra fyrirtækja.

Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum

Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum

Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð

Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa.

Sjá meira