Allir verða líffæragjafar eftir áramót Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. 26.12.2018 21:13
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26.12.2018 20:00
Einni skipað í heiðursflokk Eftirmyndir af Höfða og Alþingishúsinu eru á meðal sköpunarverka mikillar áhugakonu um piparkökuhúsabakstur. Hún vann jólakeppni Kötlu svo oft að henni var einni skipað í heiðursflokk. 26.12.2018 20:00
Mönnum úr gistiskýlinu boðið í jólaferð um Suðurlandið Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. 26.12.2018 12:45
Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming vegna falls á afurðaverði Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. 21.12.2018 19:30
„Hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. 19.12.2018 20:00
„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16.12.2018 20:50
Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. 16.12.2018 19:30
Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16.12.2018 17:40
Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14.12.2018 20:30