Íþróttafréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Sigurður Orri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Enska úrvalsdeildin: Watford skoraði fimm gegn Everton

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 og lauk fyrir stuttu. Óvæntustu úrslitin urðu á Goodison Park í Liverpool þar sem Watford kom í heimsókn og valtaði yfir heimamenn 2-5.

Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum

Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3.

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku

Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sigri Aalborg

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Aalborg, bar sigurorð af Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í dag, 36-27. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá liðinu.

Grátlegt tap hjá Esbjerg

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg voru með leikinn gegn Fredericia í hendi sér framan af leik en gestunum tókst að jafna og svo komast yfir í uppbótartíma. 1-2 tap niðurstaðan hjá Esbjerg sem eru í smá vandræðum í neðri hluta deildarinnar.

Kanarífuglarnir étnir á Brúnni

Það er ekki hægt að segja að hinir gulgrænu Kanarífuglar frá austur-Anglíu hafi verið mikil fyrirstaða fyrir topplið Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea tók öll völd á vellinum á fyrstu sekúndu, náðu fljótt forystu og völtuðu svo yfir Norwich, 7-0.

Lyngby á toppinn

Lærisveinar Freys Alexandersonar, Lyngby, sóttu sér þrjú stig í dönsku fyrstu deildinni með 0-1 sigri á Horsens. Lyngby komst með sigrinum í efsta sæti deildarinnar.

Verstappen sýndi Hamilton fingurinn

Max Verstappen var heldur betur ósáttur við höfuðandstæðing sinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, á annarri æfingunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fer fram um helgina í Texas.

Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma

NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.