Hafði ekki hugmynd um að Zoom gæti gert sig að ketti og svo internetstjörnu Lögmaðurinn Rod Ponton hafði ekki hugmynd um að Zoom gæti breytt honum, fyrst í kött og svo í internetstjörnu en er að reyna að gera sitt besta til að takast á við frægðina. 10.2.2021 19:18
Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10.2.2021 18:23
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum berum við saman arðgreiðslur stærstu útgerðarfyrirtækjanna annars vegar og álögð veiðigjöld á þau hins vegar. En í gær birti Fiskistofa yfirlit yfir greiðslur veiðigjalda á síðasta ári og lækka þær um 1,8 milljarð milli ára. 10.2.2021 18:00
Olíumengun í Elliðaánum Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum. 10.2.2021 17:41
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10.2.2021 17:26
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9.2.2021 23:01
Segja flugmanninn hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum Flugmaður þyrlunnar er sagður bera ábyrgð á banaslysinu sem Kobe Bryant, þrettán ára dóttir hans og sjö aðrir dóu í Kaliforníu í fyrra. Flugmaðurinn Ara Zobayan, var meðal þeirra sem dóu, en rannsakendur samgönguslysa segja hann hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum þegar hann flaug inn í þykkan þokubakka þann 26. janúar í fyrra. 9.2.2021 21:50
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9.2.2021 21:21
Yfirtakan: Daníel Rósinkrans spilar Medium Daníel Rósinkrans tekur við taumunum á Twitchrás GameTíví í kvöld. Hann mun streyma frá hryllingsleiknum Medium. 9.2.2021 19:13
Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9.2.2021 18:27