Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hverfandi líkur eru á að bóluefnarannsókn Pfizer verði að veruleika. Fundur með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu lauk á sjötta tímanum og þar var Birgir Olgeirsson fréttamaður okkar og fékk fyrstu viðbrögð frá Kára Stefánssyni. 9.2.2021 18:03
Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9.2.2021 18:01
Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8.2.2021 23:09
Hakkari reyndi að eitra fyrir heilli borg Embættis- og löggæslumenn í Pinellassýslu í Flórída í Bandaríkjunum tilkynntu í kvöld að hakkari hefði náð stjórn á tölvukerfi vatnshreinsistöð borgarinnar Oldsmar og reynt að eitra fyrir borgarbúum. 8.2.2021 22:03
Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19 Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein. 8.2.2021 21:16
Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8.2.2021 19:53
Mánudagsstreymið: Berjast við hryðjuverkamenn og bjarga deginum Strákarnir í GameTíví ætla að reyna fyrir sér í sérsveita/hryðjuverkabransanum í kvöld og spila leikinn Rainbow Six Siege í mánudagsstreyminu. 8.2.2021 19:30
Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu. 8.2.2021 19:29
Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8.2.2021 18:09
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni um bóluefnarannsókn Pfizer en þrátt fyrir háværan orðróm tekur hann fyrir að samningur eða samningsdrög liggi fyrir. 8.2.2021 18:00