Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga

Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt.

Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag

Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi.

Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt.

Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You.

Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár

Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins.

Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar.

Valheim: Lítill sænskur leikur slær í gegn

Sænski leikurinn Valheim kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og hefur á örskömmum tíma notið mikilla vinsælda, þrátt fyrir að vera ókláraður svokallaður „early access“ leikur. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu leiksins seldust rúmlega milljón eintök.

Sjá meira