Víða von á vætu í dag Búast má við suðlægum áttum og vætu á landinu í dag og á morgun. Lengst af verður þó þurrt norðaustanlands og tiltölulega heitt. Þá er útlit fyrir að kólna muni fyrir norðan. 5.9.2021 09:23
Oddvitaáskorunin: Þekkir ríkisfjármálin út og inn Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 5.9.2021 09:01
Líkir Dune við forrétt og segist spenntur fyrir að gera næstu mynd Denis Villeneuve og Timothée Chalamet segja það hafa verið draumi líkast að gera kvikmyndina Dune. Báðir vonast til þess að gera framhald, enda sé myndin í raun fyrri hluti sögunnar sem hún fjallar um. 5.9.2021 08:47
Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5.9.2021 07:45
Þrír réðust á einn og rændu hann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar. 5.9.2021 07:17
Oddvitaáskorunin: Líður hvergi betur en í vatninu Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4.9.2021 15:00
Þurftu að skilja tveggja mánaða barn eftir þegar þau flúðu frá Kabúl til Íslands Hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosuf, sem flúðu nýverið frá Afganistan til Íslands, þurftu að skilja tveggja mánaða son þeirra eftir í Afganistan. Ungt barn þeirra dó næstum því í öngþveitinu við flugvöllinn í Kabúl, þegar verið var að flytja Afgana sem þykja í hættu vegna yfirtöku Talibana frá landinu. 4.9.2021 14:40
Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4.9.2021 13:30
52 greindust smitaðir í gær 52 greindust smitaðir af Covid-19 á Íslandi í gær. 36 þeirra voru í sóttkví og sextán voru utan sóttkvíar. 4.9.2021 10:55
Ökumenn fari varlega í roki í kvöld Búast má við hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag og eru ökumenn hvattir til að fara varlega þar. Það sama gildir um ökumenn sem eiga leið undir Hafnarfjall og um Reykjanesbraut. 4.9.2021 09:06