Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­sátt við frétt­a­flutn­ing um þukl Thick­e

Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið.

Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna

Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn.

Queens hlaupa undan uppvakningum

Þær Valla og Móna ætla að spila leikinn Dying Light í streymi kvöldsins. Þar munu þær hlaupa undan uppvakningum og reyna að forðast önnur og verri skrímsli.

Fundu 2.700 ára gamalt klósett í Jerúsalem

Ísraelskir fornleifafræðingar fundu nýverið rúmlega 2.700 ára gamalt einkaklósett í Jerúsalem. Slíkt var mjög sjaldgæft á þessum tíma og aðeins hinir ríkustu gátu verið með klósett heima hjá sér.

Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang

Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp.

HBO Max kemur til Íslands á næsta ári

Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári.

Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir

Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn.

Sjá meira