Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði

Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið.

Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist

Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi.

Kínverjar spýta í lófana í geimnum

„Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum.

Einn sviptur valdi sínu sem lögga eftir skothríðina í Nasvhille

Forsvarsmenn lögreglunnar í Nashville í Bandaríkjunum hafa svipt einn lögregluþjón valdi eftir atvik þar sem fjölmargir lögregluþjónar skutu mann sem vopnaður var dúkahníf. Umræddur lögregluþjónn skaut síðustu skotunum, eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta.

Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar

Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil.

Yfirtaka: Gunni The Goon spilar Destiny

Gunni The Goon, eða Gunnar Páll, ætlar að taka yfir Twitchrás GameTíví í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Gunnar gerir það en að þessu sinni ætlar að hann að spila Destiny 2 með vinum sínum.

Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn.

Dómur Joe Exotic styttur í dag

Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn.

Sjá meira